„Ert þú að leita að okkur?“ Elías Ýmir Larsen skrifar 1. október 2024 11:30 „Erum við að leita að þér?“ er setning sem hefur verið sýnileg í atvinnuauglýsingum í gegnum tíðina, en hún á ekki við lengur. Í raun ætti að snúa dæminu við og spyrja „Ert þú að leita að okkur?“. Í sífellt harðari samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk og með auknum hreyfanleika þess eiga vinnustaðir erfiðara með að laða til sín og halda í það. Áður voru ráðningarskrifstofur og auglýsingar í blöðum mikið til einu leiðirnar til að ráða fólk í vinnu. Með tilkomu tækninýjunga og samfélagsmiðla hafa samskipti fyrirtækja og tilvonandi umsækjenda breyst umtalsvert. Nú keppast fyrirtæki um að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk sem oft hefur um nokkra starfsmöguleika til að velja. Þau fyrirtæki sem eru fremst í flokki í að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk eru þau sem fjárfesta í vörumerki vinnustaðarins (e. employer branding). Hugtakið hefur þróast talsvert síðan það bar fyrst á góma hjá þeim Barrow og Ambler árið 1996 en í grófum dráttum snýst það um að kynna fyrirtækið út á við sem eftirsóknarverðan vinnustað. Fyrirtæki þurfa að búa til vörumerkja vinnustaðar stefnu sem hæfir þeirra tilgangi og gildum. Móta þarf virðistilboð fyrir starfsfólk (e. employee value propostiton), sem felur í sér þann ábata sem það fær í skiptum fyrir vinnuframlag sitt. Þar má nefna fjárhagslegan ábata, vaxtarmöguleika, starfsumhverfi, nýsköpun, tengslamyndun, fyrirtækjamenningu o.fl. Umsækjendur velja þann vinnustað sem þeim þykir veita sér mesta virðið og sem höfðar mest til þeirra. Fyrirtæki þurfa markvisst að vinna í því að skilgreina tilgang, þarfir, óskir og langanir starfsfólks. Það er hjá núverandi, fyrrverandi og tilvonandi starfsfólki. Einnig er mikilvægt að setja ekki alla undir sama hatt, stúdera þarf vel lýðfræðilegar breytur og koma til móts við mismunandi hópa. Þegar litið er t.d. til þróunar á áhersluþáttum í starfi skipt eftir aldri benda gögn til þess að yngri kynslóðir leggi meiri áherslu á fleiri þætti þegar kemur að því að velja og starfa á tilteknum vinnustað. Eldri kynslóðir leggja mikla áherslu á tvo meginþætti, þ.e. fjárhagslegan ábata og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Á meðan horfa yngri kynslóðir til sömu þátta sem og fleiri eins og val á vinnustað eftir áhugasviði, möguleikann á því að þroskast í starfi, vinnuumhverfi, persónulega hagsmuni og samskipti við samstarfsfólk. Einnig eru yngri kynslóðir gjarnar á að skipta örar um vinnustað en þær eldri. Með því að aðlaga tilgang fyrirtækisins að tilgangi tilvonandi og núverandi starfsfólks eykur það líkur á þátttöku, skilvirkni og gagnsæi, sem eru allt þættir sem skapa betri vinnustað sem afkastar og skilar meiru. Það er nauðsynlegt að huga að vörumerki vinnustaðar fyrir fyrirtæki sem vill verða eftirsóknarverður vinnustaður með framúrskarandi vinnuumhverfi, öfluga fyrirtækjamenningu og tryggt samband við starfsfólk. Samkeppni um gott starfsfólk hefur aldrei verið meiri, en þar má sérstaklega nefna störf sem í boði eru fyrir verkfræðinga, tölvunarfræðinga og fólk úr raunvísindum. Mörg fyrirtæki hugsa vel um mannauðinn og forgangsraða starfsmannamálum ofarlega, en einn lykilþáttur í vörumerki vinnustaðar er að koma þeim upplýsingum á framfæri út á við. Ef fyrirtæki segir hvergi frá því hve góður vinnustaðurinn er og hve vel starfsfólki líði eru ekki miklar líkur á því að fyrirtækið nái að ganga í augun á markhópum sínum. „Er einhver að leita að þínu fyrirtæki?“ Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Sjá meira
„Erum við að leita að þér?“ er setning sem hefur verið sýnileg í atvinnuauglýsingum í gegnum tíðina, en hún á ekki við lengur. Í raun ætti að snúa dæminu við og spyrja „Ert þú að leita að okkur?“. Í sífellt harðari samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk og með auknum hreyfanleika þess eiga vinnustaðir erfiðara með að laða til sín og halda í það. Áður voru ráðningarskrifstofur og auglýsingar í blöðum mikið til einu leiðirnar til að ráða fólk í vinnu. Með tilkomu tækninýjunga og samfélagsmiðla hafa samskipti fyrirtækja og tilvonandi umsækjenda breyst umtalsvert. Nú keppast fyrirtæki um að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk sem oft hefur um nokkra starfsmöguleika til að velja. Þau fyrirtæki sem eru fremst í flokki í að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk eru þau sem fjárfesta í vörumerki vinnustaðarins (e. employer branding). Hugtakið hefur þróast talsvert síðan það bar fyrst á góma hjá þeim Barrow og Ambler árið 1996 en í grófum dráttum snýst það um að kynna fyrirtækið út á við sem eftirsóknarverðan vinnustað. Fyrirtæki þurfa að búa til vörumerkja vinnustaðar stefnu sem hæfir þeirra tilgangi og gildum. Móta þarf virðistilboð fyrir starfsfólk (e. employee value propostiton), sem felur í sér þann ábata sem það fær í skiptum fyrir vinnuframlag sitt. Þar má nefna fjárhagslegan ábata, vaxtarmöguleika, starfsumhverfi, nýsköpun, tengslamyndun, fyrirtækjamenningu o.fl. Umsækjendur velja þann vinnustað sem þeim þykir veita sér mesta virðið og sem höfðar mest til þeirra. Fyrirtæki þurfa markvisst að vinna í því að skilgreina tilgang, þarfir, óskir og langanir starfsfólks. Það er hjá núverandi, fyrrverandi og tilvonandi starfsfólki. Einnig er mikilvægt að setja ekki alla undir sama hatt, stúdera þarf vel lýðfræðilegar breytur og koma til móts við mismunandi hópa. Þegar litið er t.d. til þróunar á áhersluþáttum í starfi skipt eftir aldri benda gögn til þess að yngri kynslóðir leggi meiri áherslu á fleiri þætti þegar kemur að því að velja og starfa á tilteknum vinnustað. Eldri kynslóðir leggja mikla áherslu á tvo meginþætti, þ.e. fjárhagslegan ábata og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Á meðan horfa yngri kynslóðir til sömu þátta sem og fleiri eins og val á vinnustað eftir áhugasviði, möguleikann á því að þroskast í starfi, vinnuumhverfi, persónulega hagsmuni og samskipti við samstarfsfólk. Einnig eru yngri kynslóðir gjarnar á að skipta örar um vinnustað en þær eldri. Með því að aðlaga tilgang fyrirtækisins að tilgangi tilvonandi og núverandi starfsfólks eykur það líkur á þátttöku, skilvirkni og gagnsæi, sem eru allt þættir sem skapa betri vinnustað sem afkastar og skilar meiru. Það er nauðsynlegt að huga að vörumerki vinnustaðar fyrir fyrirtæki sem vill verða eftirsóknarverður vinnustaður með framúrskarandi vinnuumhverfi, öfluga fyrirtækjamenningu og tryggt samband við starfsfólk. Samkeppni um gott starfsfólk hefur aldrei verið meiri, en þar má sérstaklega nefna störf sem í boði eru fyrir verkfræðinga, tölvunarfræðinga og fólk úr raunvísindum. Mörg fyrirtæki hugsa vel um mannauðinn og forgangsraða starfsmannamálum ofarlega, en einn lykilþáttur í vörumerki vinnustaðar er að koma þeim upplýsingum á framfæri út á við. Ef fyrirtæki segir hvergi frá því hve góður vinnustaðurinn er og hve vel starfsfólki líði eru ekki miklar líkur á því að fyrirtækið nái að ganga í augun á markhópum sínum. „Er einhver að leita að þínu fyrirtæki?“ Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun