Bönnum hnefaleika alfarið Adolf Ingi Erlingsson skrifar 1. október 2024 09:02 Nú stendur til að flytja frumvarp á alþingi um að leyfa atvinnuhnefaleika sem hingað til hafa verið bannaðir. Nær væri að stíga skrefið í hina áttina og banna hnefaleika alfarið eins og gert var frá 1956 til ársins 2002 þegar ólympískir hnefaleikar voru leyfðir. Með þá vitneskju í farteskinu sem við höfum í dag um afleiðingar höfuðmeiðsla og heilahristings eigum við að vera komin lengra en það að gera okkur að leik að lemja hvert annað. Undirritaður vann sem íþróttafréttamaður í ríflega tvo áratugi og fylgdist því með flest öllum íþróttagreinum, þar á meðal hnefaleikum. Þótt sumir álíti hnefaleika eina af merkustu íþróttunum var ég alltaf efins, og dró jafnvel í efa að flokka ætti hnefaleika sem íþrótt. Sá efi er ekki lengur til staðar, heldur fullvissa um að þeir séu það ekki (sorrí, Bubbi, ég elska þig). Það er grundvallarmunur á hnefaleikum og öðrum íþróttum, meira að segja öðrum bardagaíþróttum. Hnefaleikar eru nefnilega eina íþróttin sem gengur útá að skaða mótherjann. Í hnefaleikum er markmiðið að meiða andstæðinginn og fullnaðarsigur fæst með því að rota hann. Skiptir engu hvort um sé að ræða ólympíska hnefaleika eða atvinnuhnefaleika. Í öðrum íþróttum er þér refsað fyrir að meiða andstæðinginn og til dæmis í karate fær keppandi refsistig ef hann slær keppinautinn í andlitið og getur jafnvel verið dæmdur úr leik. Á síðustu árum hefur orðið æ ljósara hve skaðleg ítrekuð höfuðhögg eru. Fjölmargt íþróttafólk hefur þurft að hætta keppni vegna höfuðmeiðsla og sumt jafnvel látið lífið. Fræg er rannsóknin á fyrrverandi ruðningsköppum í Bandaríkjunum þar sem krufning á 376 þeirra leiddi í ljós heilaskemmdir hjá 345. Löngu var orðið ljóst að sama hætta fylgdi hnefaleikum og meðal annars þess vegna hafa vinsældir þeirra dvínað verulega á síðustu árum. Formælendum hnefaleika er tíðrætt um að keppendur í öðrum íþróttagreinum meiðist líka og stundum alvarlega. Það er satt og rétt, en hinsvegar eru reglur í þeim greinum til þess að koma í veg fyrir meiðsli eins og hægt er og keppendum iðulega refsað ef sýnt þykir að þeir hafi meitt andstæðing viljandi. Utan hnefaleikahringsins er athæfið sem þar er viðhaft flokkað sem líkamsárás. Af hverju ættum við að leyfa líkamsárásir í nafni íþrótta bara vegna þess að þær eiga sér stað í hringnum? Vissulega eiga hnefaleikar sér langa sögu, en hún er æði skrautleg og hefur auk ofbeldisins einkennst af harðvítugum deilum og klofningi innan íþróttarinnar, svindli, ógegnsæi og óljósum reglum, jafnt innan hringsins sem utan hans. Í Róm voru skylmingaþrælar látnir fórna lífi sínu lýðnum til skemmtunar. Árið 2024 eigum við að vera komin lengra en það að láta hnefaleikafólk fórna heilsu sinni okkur til skemmtunar. Bönnum hnefaleika alfarið og verðum á ný skrýtna landið sem hefur forgöngu í lýðheilsu í stað þess að færa lýðnum blóð. Höfundur er ökuleiðsögumaður, fyrrverandi íþróttafréttamaður og áhugamaður um lýðheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Box Alþingi Adolf Ingi Erlingsson Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Nú stendur til að flytja frumvarp á alþingi um að leyfa atvinnuhnefaleika sem hingað til hafa verið bannaðir. Nær væri að stíga skrefið í hina áttina og banna hnefaleika alfarið eins og gert var frá 1956 til ársins 2002 þegar ólympískir hnefaleikar voru leyfðir. Með þá vitneskju í farteskinu sem við höfum í dag um afleiðingar höfuðmeiðsla og heilahristings eigum við að vera komin lengra en það að gera okkur að leik að lemja hvert annað. Undirritaður vann sem íþróttafréttamaður í ríflega tvo áratugi og fylgdist því með flest öllum íþróttagreinum, þar á meðal hnefaleikum. Þótt sumir álíti hnefaleika eina af merkustu íþróttunum var ég alltaf efins, og dró jafnvel í efa að flokka ætti hnefaleika sem íþrótt. Sá efi er ekki lengur til staðar, heldur fullvissa um að þeir séu það ekki (sorrí, Bubbi, ég elska þig). Það er grundvallarmunur á hnefaleikum og öðrum íþróttum, meira að segja öðrum bardagaíþróttum. Hnefaleikar eru nefnilega eina íþróttin sem gengur útá að skaða mótherjann. Í hnefaleikum er markmiðið að meiða andstæðinginn og fullnaðarsigur fæst með því að rota hann. Skiptir engu hvort um sé að ræða ólympíska hnefaleika eða atvinnuhnefaleika. Í öðrum íþróttum er þér refsað fyrir að meiða andstæðinginn og til dæmis í karate fær keppandi refsistig ef hann slær keppinautinn í andlitið og getur jafnvel verið dæmdur úr leik. Á síðustu árum hefur orðið æ ljósara hve skaðleg ítrekuð höfuðhögg eru. Fjölmargt íþróttafólk hefur þurft að hætta keppni vegna höfuðmeiðsla og sumt jafnvel látið lífið. Fræg er rannsóknin á fyrrverandi ruðningsköppum í Bandaríkjunum þar sem krufning á 376 þeirra leiddi í ljós heilaskemmdir hjá 345. Löngu var orðið ljóst að sama hætta fylgdi hnefaleikum og meðal annars þess vegna hafa vinsældir þeirra dvínað verulega á síðustu árum. Formælendum hnefaleika er tíðrætt um að keppendur í öðrum íþróttagreinum meiðist líka og stundum alvarlega. Það er satt og rétt, en hinsvegar eru reglur í þeim greinum til þess að koma í veg fyrir meiðsli eins og hægt er og keppendum iðulega refsað ef sýnt þykir að þeir hafi meitt andstæðing viljandi. Utan hnefaleikahringsins er athæfið sem þar er viðhaft flokkað sem líkamsárás. Af hverju ættum við að leyfa líkamsárásir í nafni íþrótta bara vegna þess að þær eiga sér stað í hringnum? Vissulega eiga hnefaleikar sér langa sögu, en hún er æði skrautleg og hefur auk ofbeldisins einkennst af harðvítugum deilum og klofningi innan íþróttarinnar, svindli, ógegnsæi og óljósum reglum, jafnt innan hringsins sem utan hans. Í Róm voru skylmingaþrælar látnir fórna lífi sínu lýðnum til skemmtunar. Árið 2024 eigum við að vera komin lengra en það að láta hnefaleikafólk fórna heilsu sinni okkur til skemmtunar. Bönnum hnefaleika alfarið og verðum á ný skrýtna landið sem hefur forgöngu í lýðheilsu í stað þess að færa lýðnum blóð. Höfundur er ökuleiðsögumaður, fyrrverandi íþróttafréttamaður og áhugamaður um lýðheilsu.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun