Takk, Gísli Marteinn Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 28. september 2024 23:00 Það er alltaf gott þegar mál sem skipta samfélagið máli fá umræðu í fjölmiðlum, í dægurmenningu og á kaffistofum landsins. Það var því gleðilegt að þingsályktunartillaga mín og fleiri þingmanna um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti var umræðuefni í síðasta þætti af Vikunni með Gísla Marteini. Eins og Gísli Marteinn réttilega bendir á, þá búum við í bílamiðuðu samfélagi þar sem það getur virst seint í rassinn gripið að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. En það er einmitt þess vegna sem umræðan er mikilvæg – þetta snýst ekki um að leysa allan vandann á morgun, heldur að taka skref í rétta átt. Þessi tillaga er ekki til þess fallin að gjörbylta samfélaginu á morgun, og hér er enginn að halda því fram að bann við jarðefnaeldsneytisauglýsingum leysi vandamál tengd loftslagsvá eða yfirvofandi orkuskiptum. Það er heldur enginn að gera ráð fyrir því að jarðefnaeldsneytisauglýsingar hafi slík áhrif að fólk hoppi beint á rúntinn eftir að horfa á eina slíka eða að bann við þeim geri það að verkum að allir leggi einkabílnum og kaupi sér strætókort. En það er staðreynd að auglýsingar hafa alltaf verið áhrifarík leið til að móta neysluvenjur okkar. Við sáum það með banninu á tóbaksauglýsingum á sínum tíma – þegar samfélagið ákvað að auglýsa ekki lengur skaðlegar vörur, fóru lífsgæði að aukast og reykingar minnkuðu. Það er sömuleiðis mikilvægt að halda því til haga að olíufyrirtæki hafa lengi stutt við hagsmunagæslu sem vinnur gegn nauðsynlegum breytingum, og auglýsingarnar eru hluti af því að viðhalda óbreyttu ástandi. Með því að draga úr sýnileika þessara auglýsinga breytum við smátt og smátt viðhorfum til þessara orkugjafa. Við sem lögðum fram tillöguna erum ekki ein í þessari vegferð. Frakkar bönnuðu t.d. auglýsingar á jarðefnaeldsneyti árið 2022 og borgir eins og Haag, Amsterdam og Sydney hafa þegar sett á reglur gegn slíkum auglýsingum. Fjöldi auglýsingastofa um allan heim eru þegar byrjaðar að taka þetta samtal alvarlega, og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað hvatt ríki til að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. Svo, kæri Gísli Marteinn, takk fyrir að vekja athygli á þessu máli. Eins og þú nefndir, þá búum við vissulega í samfélagi þar sem bílar eru ríkjandi – en þetta snýst ekki um að breyta því á einni nóttu. Og ef það þýðir að við sleppum við að horfa á nokkrar arfaslakar auglýsingar í leiðinni, þá er það bara enn betra! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Dögg Davíðsdóttir Vinstri græn Bensín og olía Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Það er alltaf gott þegar mál sem skipta samfélagið máli fá umræðu í fjölmiðlum, í dægurmenningu og á kaffistofum landsins. Það var því gleðilegt að þingsályktunartillaga mín og fleiri þingmanna um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti var umræðuefni í síðasta þætti af Vikunni með Gísla Marteini. Eins og Gísli Marteinn réttilega bendir á, þá búum við í bílamiðuðu samfélagi þar sem það getur virst seint í rassinn gripið að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. En það er einmitt þess vegna sem umræðan er mikilvæg – þetta snýst ekki um að leysa allan vandann á morgun, heldur að taka skref í rétta átt. Þessi tillaga er ekki til þess fallin að gjörbylta samfélaginu á morgun, og hér er enginn að halda því fram að bann við jarðefnaeldsneytisauglýsingum leysi vandamál tengd loftslagsvá eða yfirvofandi orkuskiptum. Það er heldur enginn að gera ráð fyrir því að jarðefnaeldsneytisauglýsingar hafi slík áhrif að fólk hoppi beint á rúntinn eftir að horfa á eina slíka eða að bann við þeim geri það að verkum að allir leggi einkabílnum og kaupi sér strætókort. En það er staðreynd að auglýsingar hafa alltaf verið áhrifarík leið til að móta neysluvenjur okkar. Við sáum það með banninu á tóbaksauglýsingum á sínum tíma – þegar samfélagið ákvað að auglýsa ekki lengur skaðlegar vörur, fóru lífsgæði að aukast og reykingar minnkuðu. Það er sömuleiðis mikilvægt að halda því til haga að olíufyrirtæki hafa lengi stutt við hagsmunagæslu sem vinnur gegn nauðsynlegum breytingum, og auglýsingarnar eru hluti af því að viðhalda óbreyttu ástandi. Með því að draga úr sýnileika þessara auglýsinga breytum við smátt og smátt viðhorfum til þessara orkugjafa. Við sem lögðum fram tillöguna erum ekki ein í þessari vegferð. Frakkar bönnuðu t.d. auglýsingar á jarðefnaeldsneyti árið 2022 og borgir eins og Haag, Amsterdam og Sydney hafa þegar sett á reglur gegn slíkum auglýsingum. Fjöldi auglýsingastofa um allan heim eru þegar byrjaðar að taka þetta samtal alvarlega, og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað hvatt ríki til að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. Svo, kæri Gísli Marteinn, takk fyrir að vekja athygli á þessu máli. Eins og þú nefndir, þá búum við vissulega í samfélagi þar sem bílar eru ríkjandi – en þetta snýst ekki um að breyta því á einni nóttu. Og ef það þýðir að við sleppum við að horfa á nokkrar arfaslakar auglýsingar í leiðinni, þá er það bara enn betra! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun