Mögnuðu tímabili nýliðans Clark lokið: „Get orðið miklu betri“ Aron Guðmundsson skrifar 26. september 2024 12:00 Clark sækir í átt að körfunni gegn Connecticut Sun í nótt. Vísir/Getty Nýliðatímabili stórstjörnunnar Caitlin Clark í WNBA deildinni í körfubolta er lokið. Lið hennar, Indiana Fever, féll úr leik í úrslitakeppni deildarinnar í nótt. Clark hefur rifið deildina upp á annað plan í vinsældum og um leið sett fjöldan allan af metum. Framhaldið er afar spennandi. Ekki bara fyrir WNBA deildina. Heldur körfuboltann í heild sinni. Connecticut Sun reyndist of stór biti fyrir lið Indiana Fever að kyngja í úrslitakeppni WNBA deildarinnar og féll liðið úr leik í nótt eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Sun. Með því lauk afar löngu tímabili Caitlin Clark. Ekki bara í WNBA deildinni því hún tók stökkið þangað, eftir að hafa verið valin fyrst í nýliðavali deildarinnar, beint eftir að hafa átt frábært hjá Iowa háskólanum. Innkoma Caitlin Clark í WNBA deildina hefur verið stórbrotinVísir/Getty Þau eru þónokkur metin sem Caitlin Clark setti í deildarkeppninni á sínu fyrsta tímabili. Hún á nú metið yfir flestar stoðsendingar í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 337 talsins. Þá er hún sá leikmaður í sögu deildarinnar sem hefur skorað og gefið flestar stoðsendingar samanlagt á einu tímabili. Alls kom hún að 1520 stigum. Þá á Clark nú metið yfir flest stig skoruð af nýliða í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 769 stig talsins og flestar þriggja stiga körfur hjá nýliða sem voru alls 122 talsins. „Það skemmtilega við þetta er að mín tilfinning er sú að ég sé bara rétt að klóra yfirborðið,“ sagði Clark á blaðamannafundi eftir leik gærkvöldsins en hún hefur verið valin nýliði ársins í deildinni. „Ég vil hjálpa þessu liði að ná enn hærra. Hjálpa liðsfélögum mínum að verða enn betri. Á sama tíma veit ég að fyrir mig persónulega er rými fyrir bætingar. Það er það sem gerir mig svo spennta fyrir framhaldinu. Mér líður eins og ég geti orðið miklu betri. Áður en við vitum af verðum við mætt aftur hingað við upphaf nýs tímabils.“ Um var að ræða fyrsta skref Indiana Fever í átt að meistaratitli með Caitlin Clark innanborðs. Það virtist alltaf langskot að liðið myndi sækja sjálfan meistaratitilinn á þessu tímabili en þangað er stefnan sett í framhaldinu. WNBA Körfubolti Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet Caitlin Clark setti skoraði 35 stig í 110-109 sigri gegn Dallas Wings. Fjöldi íslenskra kvenna kom saman og horfði á leikinn, að frumkvæði Silju Úlfarsdóttur og Helenu Sverrisdóttur. 16. september 2024 07:02 „Sem samfélag erum við að vakna“ „Við finnum meðbyr," segir Helena Sverrisdóttir, ein allra besta körfuboltakona Íslands frá upphafi, sem ásamt Silju Úlfarsdóttur stendur fyrir áhorfspartýi í Minigarðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fever og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfubolta en Caitlin Clark, stórstjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fever. 15. september 2024 09:59 Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Caitlin Clark og félagar hennar í Indiana Fever eru að byrja mjög vel eftir að WNBA deildin í körfubolta fór aftur af stað eftir Ólympíuleikana í París. 19. ágúst 2024 16:31 Cailtin Clark áritaði kornabarn Bandaríska körfuboltakonan Cailtin Clark getur varla farið út úr húsi lengur án þess að það hópist að henni fólk enda í dag einn frægasti íþróttamaður Bandaríkjanna. 16. ágúst 2024 23:16 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Connecticut Sun reyndist of stór biti fyrir lið Indiana Fever að kyngja í úrslitakeppni WNBA deildarinnar og féll liðið úr leik í nótt eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Sun. Með því lauk afar löngu tímabili Caitlin Clark. Ekki bara í WNBA deildinni því hún tók stökkið þangað, eftir að hafa verið valin fyrst í nýliðavali deildarinnar, beint eftir að hafa átt frábært hjá Iowa háskólanum. Innkoma Caitlin Clark í WNBA deildina hefur verið stórbrotinVísir/Getty Þau eru þónokkur metin sem Caitlin Clark setti í deildarkeppninni á sínu fyrsta tímabili. Hún á nú metið yfir flestar stoðsendingar í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 337 talsins. Þá er hún sá leikmaður í sögu deildarinnar sem hefur skorað og gefið flestar stoðsendingar samanlagt á einu tímabili. Alls kom hún að 1520 stigum. Þá á Clark nú metið yfir flest stig skoruð af nýliða í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 769 stig talsins og flestar þriggja stiga körfur hjá nýliða sem voru alls 122 talsins. „Það skemmtilega við þetta er að mín tilfinning er sú að ég sé bara rétt að klóra yfirborðið,“ sagði Clark á blaðamannafundi eftir leik gærkvöldsins en hún hefur verið valin nýliði ársins í deildinni. „Ég vil hjálpa þessu liði að ná enn hærra. Hjálpa liðsfélögum mínum að verða enn betri. Á sama tíma veit ég að fyrir mig persónulega er rými fyrir bætingar. Það er það sem gerir mig svo spennta fyrir framhaldinu. Mér líður eins og ég geti orðið miklu betri. Áður en við vitum af verðum við mætt aftur hingað við upphaf nýs tímabils.“ Um var að ræða fyrsta skref Indiana Fever í átt að meistaratitli með Caitlin Clark innanborðs. Það virtist alltaf langskot að liðið myndi sækja sjálfan meistaratitilinn á þessu tímabili en þangað er stefnan sett í framhaldinu.
WNBA Körfubolti Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet Caitlin Clark setti skoraði 35 stig í 110-109 sigri gegn Dallas Wings. Fjöldi íslenskra kvenna kom saman og horfði á leikinn, að frumkvæði Silju Úlfarsdóttur og Helenu Sverrisdóttur. 16. september 2024 07:02 „Sem samfélag erum við að vakna“ „Við finnum meðbyr," segir Helena Sverrisdóttir, ein allra besta körfuboltakona Íslands frá upphafi, sem ásamt Silju Úlfarsdóttur stendur fyrir áhorfspartýi í Minigarðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fever og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfubolta en Caitlin Clark, stórstjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fever. 15. september 2024 09:59 Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Caitlin Clark og félagar hennar í Indiana Fever eru að byrja mjög vel eftir að WNBA deildin í körfubolta fór aftur af stað eftir Ólympíuleikana í París. 19. ágúst 2024 16:31 Cailtin Clark áritaði kornabarn Bandaríska körfuboltakonan Cailtin Clark getur varla farið út úr húsi lengur án þess að það hópist að henni fólk enda í dag einn frægasti íþróttamaður Bandaríkjanna. 16. ágúst 2024 23:16 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet Caitlin Clark setti skoraði 35 stig í 110-109 sigri gegn Dallas Wings. Fjöldi íslenskra kvenna kom saman og horfði á leikinn, að frumkvæði Silju Úlfarsdóttur og Helenu Sverrisdóttur. 16. september 2024 07:02
„Sem samfélag erum við að vakna“ „Við finnum meðbyr," segir Helena Sverrisdóttir, ein allra besta körfuboltakona Íslands frá upphafi, sem ásamt Silju Úlfarsdóttur stendur fyrir áhorfspartýi í Minigarðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fever og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfubolta en Caitlin Clark, stórstjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fever. 15. september 2024 09:59
Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Caitlin Clark og félagar hennar í Indiana Fever eru að byrja mjög vel eftir að WNBA deildin í körfubolta fór aftur af stað eftir Ólympíuleikana í París. 19. ágúst 2024 16:31
Cailtin Clark áritaði kornabarn Bandaríska körfuboltakonan Cailtin Clark getur varla farið út úr húsi lengur án þess að það hópist að henni fólk enda í dag einn frægasti íþróttamaður Bandaríkjanna. 16. ágúst 2024 23:16