„Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2024 15:51 Þórður Snær Júlíussson ritstýrði Kjarnanum og svo Heimildinni, þar til í sumar. Vísir/Vilhelm Þórður Snær Júlíusson fyrrverandi ritstjóri, hyggur á útgáfu fréttabréfsins Kjarnyrt, hvers útgáfa hefst á morgun. Hann segist með þessu ekki vera að snúa aftur á vettvang fjölmiðlanna, en gefur lítið upp um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er nú bara að byrja með fréttabréf sem ég ætla að senda á fólk tvisvar í viku. Það er nú ekki stórtækara en það,“ segir Þórður Snær í samtali við Vísi. Þórður ritstýrði Kjarnanum frá stofnun miðilsins árið 2013 þar til hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin í lok árs 2022. Þórður var annar ritstjóra Heimildarinnar þangað til í sumar. „Ég er búinn að vera að skrifa greiningar og skoðanapistla í vel á annan áratug. Ég fann bara að ég hafði löngun til að gera það áfram, og láta mig samfélagið varða,“ segir Þórður Snær. Vill lyfta því sem vel er gert Hann hafi talið fréttabréf ágætis vettvang fyrir slíkt, og tilkynnti um áformin á Facebook-síðu sinni í dag. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. Yfir 500 manns hafa brugðist með jákvæðum hætti við færslunni, og hann segir á annað þúsund þegar hafa skráð sig í áskrift að fréttabréfinu, sem er endurgjaldslaust. Þórður segist hafa viljað gera þetta án þess að um of mikla skuldbindingu væri að ræða, en hann stefnir á að senda út tvö minnst fréttabréf í viku. „Og sannarlega ekki að fara aftur í fjölmiðlageirann. Ég held að allir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma viti fyrir hvað ég stend, hvar mín sérsvið liggja og munu kannast við efnistökin sem verða þarna,“ segir Þórður. Með þessu móti þurfi hann ekki aðeins að einskorða sig við það sem er að í samfélaginu á hverjum tíma, eins og oft vilji verða í hefðbundnum fjölmiðlum. „Heldur líka vera aðeins lausnamiðaðri og lyfta því sem er vel gert,“ segir Þórður og ítrekar að ekki sé um fjölmiðil að ræða. „Ég er bara að gefa út fréttabréf til þess að svara eftirspurn og halda einhverjum tengslum.“ Heldur spilunum þétt að sér Næst berst talið að því hvað taki við hjá Þórði, sem eins og áður sagði lét af störfum sem ritstjóri í sumar. Hann vill lítið gefa upp. „Ég ætla bara að halda því fyrir mig. Það er ekki oft í lífínu sem maður tekur svona stórar ákvarðanir um að hverfa frá einhverju sem maður hefur unnið að í langan tíma. Ég ætla að vanda mig vel og taka mér tíma í að ákveða það hvað ég geri næst,“ segir Þórður. Nafn hans hefur borið á góma í tengslum við mögulegt framboð í næstu Alþingiskosningum, en Þórður tjáir sig lítið um hvort stjórnmálaleiðtogar eða fulltrúar flokka hafi komið að máli við hann. „Það verða bara að vera samtöl sem ég held fyrir sjálfan mig. Það hefur alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti. Óháð því hvort það sé fólk í stjórnmálum, viðskiptalífinu eða eitthvað annað, þá ætla ég ekkert að vera að tjá mig sérstaklega um það.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Mest lesið Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
„Ég er nú bara að byrja með fréttabréf sem ég ætla að senda á fólk tvisvar í viku. Það er nú ekki stórtækara en það,“ segir Þórður Snær í samtali við Vísi. Þórður ritstýrði Kjarnanum frá stofnun miðilsins árið 2013 þar til hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin í lok árs 2022. Þórður var annar ritstjóra Heimildarinnar þangað til í sumar. „Ég er búinn að vera að skrifa greiningar og skoðanapistla í vel á annan áratug. Ég fann bara að ég hafði löngun til að gera það áfram, og láta mig samfélagið varða,“ segir Þórður Snær. Vill lyfta því sem vel er gert Hann hafi talið fréttabréf ágætis vettvang fyrir slíkt, og tilkynnti um áformin á Facebook-síðu sinni í dag. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. Yfir 500 manns hafa brugðist með jákvæðum hætti við færslunni, og hann segir á annað þúsund þegar hafa skráð sig í áskrift að fréttabréfinu, sem er endurgjaldslaust. Þórður segist hafa viljað gera þetta án þess að um of mikla skuldbindingu væri að ræða, en hann stefnir á að senda út tvö minnst fréttabréf í viku. „Og sannarlega ekki að fara aftur í fjölmiðlageirann. Ég held að allir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma viti fyrir hvað ég stend, hvar mín sérsvið liggja og munu kannast við efnistökin sem verða þarna,“ segir Þórður. Með þessu móti þurfi hann ekki aðeins að einskorða sig við það sem er að í samfélaginu á hverjum tíma, eins og oft vilji verða í hefðbundnum fjölmiðlum. „Heldur líka vera aðeins lausnamiðaðri og lyfta því sem er vel gert,“ segir Þórður og ítrekar að ekki sé um fjölmiðil að ræða. „Ég er bara að gefa út fréttabréf til þess að svara eftirspurn og halda einhverjum tengslum.“ Heldur spilunum þétt að sér Næst berst talið að því hvað taki við hjá Þórði, sem eins og áður sagði lét af störfum sem ritstjóri í sumar. Hann vill lítið gefa upp. „Ég ætla bara að halda því fyrir mig. Það er ekki oft í lífínu sem maður tekur svona stórar ákvarðanir um að hverfa frá einhverju sem maður hefur unnið að í langan tíma. Ég ætla að vanda mig vel og taka mér tíma í að ákveða það hvað ég geri næst,“ segir Þórður. Nafn hans hefur borið á góma í tengslum við mögulegt framboð í næstu Alþingiskosningum, en Þórður tjáir sig lítið um hvort stjórnmálaleiðtogar eða fulltrúar flokka hafi komið að máli við hann. „Það verða bara að vera samtöl sem ég held fyrir sjálfan mig. Það hefur alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti. Óháð því hvort það sé fólk í stjórnmálum, viðskiptalífinu eða eitthvað annað, þá ætla ég ekkert að vera að tjá mig sérstaklega um það.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Mest lesið Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19