„Alltaf gaman að spila í KA heimilinu” Árni Gísli Magnússon skrifar 12. september 2024 21:30 Skarphéðinn Ívar lék uppeldisfélagið grátt. Haukar Haukar unnu öruggan átta marka sigur á KA á Akureyri nú í kvöld í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta, lokatölur 26-34. Skarphéðinn Ívar Einarsson skipti yfir til Hauka frá uppeldisfélagi sínu KA í sumar og átti frábæran leik í kvöld og skoraði 8 mörk úr 12 skotum. Það var því gráupplagt að fá Skarphéðinn í stutt viðtal eftir að hafa leikið sína gömlu félaga grátt. „Það er alltaf gaman að spila í KA heimilinu, þótt að ég sé vanari að vera í gula búningum þá en alltaf góð tilfinning, alltaf jafn geggjuð stemming hérna.” Haukar spila í rauðu og því tilfinningin eflaust skrítin fyrir uppalinn KA mann að ganga inn á völlinn í litum sem Þór, erkifjendur KA, kenna sig við. „Það er smá öðruvísi sko, þetta eru smá blendnar tilfinningar, en ég veit ekki maður verður bara að halda áfram að spila”. Eins og fyrr segir skoraði Skarphéðinn átta mörk í dag og má vel við una. „Já bara mjög solid leikur hjá mér, mér fannst þetta ganga mjög fínt hjá okkur. Við dettum þarna niður aðeins í endann á fyrri hálfleik en annars bara góður heilsteyptur leikur.” „Við fáum einhverjar tvisvar tvær mínútur dæmdar á okkur og svo einhvernveginn hrynur bara allt á okkur í einhverjar sjö mínútur, ég man ekki hvað þetta var langur tími, en ég veit ekki, þetta bara allt á þessum tveimur mínútum og svo einhver keðja að mistökum eftir það”, sagði Skarphéðinn þegar hann var spurður út í kaflann í loks fyrri hálfleiks þegar KA skorar fimm mörk í röð og minnkar muninn í tvö mörk fyrir hálfleik. Skarphéðinn ber söguna vel af Haukum eftir vistaskiptin. „Eins og er líður mér bara mjög vel. Æfingarnar búnar að ganga vel bara og lífið fyrir sunnan bara fínt sko.” „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi handbolti, meiri svona handbolti 101 og svona stórir og þéttir gaurar þarna og bara fín breyting, bara fínt að spila með þessum gaurum sko.” „Nú er það bara ÍR í næsta leik og svo einhvernveginn er ég ekki búinn að skoða mikið meira sko, ég reyni bara að taka einn leik í einu, bara gamla klisjan, ég er ekki með neitt annað sko” sagði Skarphéðinn kíminn að lokum aðspurður hvernig framhaldið liti út. Handbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Sjá meira
Það var því gráupplagt að fá Skarphéðinn í stutt viðtal eftir að hafa leikið sína gömlu félaga grátt. „Það er alltaf gaman að spila í KA heimilinu, þótt að ég sé vanari að vera í gula búningum þá en alltaf góð tilfinning, alltaf jafn geggjuð stemming hérna.” Haukar spila í rauðu og því tilfinningin eflaust skrítin fyrir uppalinn KA mann að ganga inn á völlinn í litum sem Þór, erkifjendur KA, kenna sig við. „Það er smá öðruvísi sko, þetta eru smá blendnar tilfinningar, en ég veit ekki maður verður bara að halda áfram að spila”. Eins og fyrr segir skoraði Skarphéðinn átta mörk í dag og má vel við una. „Já bara mjög solid leikur hjá mér, mér fannst þetta ganga mjög fínt hjá okkur. Við dettum þarna niður aðeins í endann á fyrri hálfleik en annars bara góður heilsteyptur leikur.” „Við fáum einhverjar tvisvar tvær mínútur dæmdar á okkur og svo einhvernveginn hrynur bara allt á okkur í einhverjar sjö mínútur, ég man ekki hvað þetta var langur tími, en ég veit ekki, þetta bara allt á þessum tveimur mínútum og svo einhver keðja að mistökum eftir það”, sagði Skarphéðinn þegar hann var spurður út í kaflann í loks fyrri hálfleiks þegar KA skorar fimm mörk í röð og minnkar muninn í tvö mörk fyrir hálfleik. Skarphéðinn ber söguna vel af Haukum eftir vistaskiptin. „Eins og er líður mér bara mjög vel. Æfingarnar búnar að ganga vel bara og lífið fyrir sunnan bara fínt sko.” „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi handbolti, meiri svona handbolti 101 og svona stórir og þéttir gaurar þarna og bara fín breyting, bara fínt að spila með þessum gaurum sko.” „Nú er það bara ÍR í næsta leik og svo einhvernveginn er ég ekki búinn að skoða mikið meira sko, ég reyni bara að taka einn leik í einu, bara gamla klisjan, ég er ekki með neitt annað sko” sagði Skarphéðinn kíminn að lokum aðspurður hvernig framhaldið liti út.
Handbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Sjá meira