Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Árni Sæberg skrifar 9. september 2024 11:38 Kristrún Lilja Júlíusdóttir hefur verið ráðin til Orkuveitunnar. Orkuveitan Kristrún Lilja Júlíusdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýrrar einingar, stafrænnar stefnumiðaðrar umbreytingar hjá Orkuveitunni. Kristrún kemur frá Íslandsbanka, þar sem hún hefur gegnt lykilhlutverki sem forstöðumaður daglegra bankaviðskipta. Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að stafræn stefnumiðuð umbreyting sé ný eining innan Orkuveitunnar, sem miði að því að vera drifkraftur tæknilegra umbreytinga og lykileining í innleiðingu heildarstefnu fyrirtækisins. Einingin muni samþætta stefnu, ferla og tækni með það að markmiði að hámarka árangur, með sérstakri áherslu á gervigreind og gagnadrifna ákvarðanatöku. Einingin muni einnig leggja grunn að aukinni sjálfsþjónustu og samvinnu, ásamt því að styðja við sveigjanlega og skilvirka vöruþróun innan fyrirtækja Orkuveitunnar. Einingin sé hluti af sviðinu mannauður og tækni. Starfaði lengi hjá Íslandsbanka Kristrún Lilja sé tölvunarfræðingur að mennt, með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, og hafi einnig stundað nám í heilbrigðis- og rafmagnsverkfræði. Hún hafi víðtæka reynslu úr bankageiranum, en áður en hún hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2009, hafi hún starfað sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. Á ferli sínum hjá Íslandsbanka hafi hún gengt ýmsum stjórnunarstöðum, þar á meðal sem deildarstjóri markaðslausna, deildarstjóri grunnvirkni og forstöðumaður markaðs- og verðbréfalausna. Stolt og ánægð „Það er frábært að fá Kristrúnu til okkar í þessa nýju og spennandi einingu sem við höfum miklar væntingar til. Hún er með frábæra reynslu úr bankageiranum og við erum bæði stolt og ánægð með að fá hana til þess að leiða okkur áfram í þeim spennandi verkefnum sem framundan eru,“ er haft eftir Ellen Ýri Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni. „Það er margt líkt með Orkuveitunni og banka þegar kemur að stafrænni vegferð og vöruþróun. Framúrskarandi gagnamarkaðir og margar flottar tæknilegar grunnstoðir til staðar til að halda áfram að byggja ofan á það snjallar og skilvirkar lausnir. Ég er virkilega spennt að leiða þetta áfram með mögnuðu fólki í teyminu,“ er haft eftir Kristrúnu Lilju. Vistaskipti Reykjavík Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að stafræn stefnumiðuð umbreyting sé ný eining innan Orkuveitunnar, sem miði að því að vera drifkraftur tæknilegra umbreytinga og lykileining í innleiðingu heildarstefnu fyrirtækisins. Einingin muni samþætta stefnu, ferla og tækni með það að markmiði að hámarka árangur, með sérstakri áherslu á gervigreind og gagnadrifna ákvarðanatöku. Einingin muni einnig leggja grunn að aukinni sjálfsþjónustu og samvinnu, ásamt því að styðja við sveigjanlega og skilvirka vöruþróun innan fyrirtækja Orkuveitunnar. Einingin sé hluti af sviðinu mannauður og tækni. Starfaði lengi hjá Íslandsbanka Kristrún Lilja sé tölvunarfræðingur að mennt, með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, og hafi einnig stundað nám í heilbrigðis- og rafmagnsverkfræði. Hún hafi víðtæka reynslu úr bankageiranum, en áður en hún hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2009, hafi hún starfað sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. Á ferli sínum hjá Íslandsbanka hafi hún gengt ýmsum stjórnunarstöðum, þar á meðal sem deildarstjóri markaðslausna, deildarstjóri grunnvirkni og forstöðumaður markaðs- og verðbréfalausna. Stolt og ánægð „Það er frábært að fá Kristrúnu til okkar í þessa nýju og spennandi einingu sem við höfum miklar væntingar til. Hún er með frábæra reynslu úr bankageiranum og við erum bæði stolt og ánægð með að fá hana til þess að leiða okkur áfram í þeim spennandi verkefnum sem framundan eru,“ er haft eftir Ellen Ýri Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni. „Það er margt líkt með Orkuveitunni og banka þegar kemur að stafrænni vegferð og vöruþróun. Framúrskarandi gagnamarkaðir og margar flottar tæknilegar grunnstoðir til staðar til að halda áfram að byggja ofan á það snjallar og skilvirkar lausnir. Ég er virkilega spennt að leiða þetta áfram með mögnuðu fólki í teyminu,“ er haft eftir Kristrúnu Lilju.
Vistaskipti Reykjavík Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira