Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 13:33 Angel Reese er frá út leiktíðina. Michael Hickey/Getty Images Nýliðinn og frákastadrottningin Angel Reese, leikmaður Chicago Sky, spilar ekki meira í WNBA-deildinni í körfubolta á þessari leiktíð eftir meiðsli á úlnlið. Frá þessu greindi hún á samfélagsmiðlum sínum. Reese hefur ásamt Caitlin Clark verið ein helsta ástæða þess að áhugi á WNBA-deildinni hefur sjaldan verið meiri. Þær elduðu grátt silfur saman í háskólaboltanum og vöktu þar mikla athygli. Sú athygli elti þær inn í WNBA-deildina og voru báðar valdar í Stjörnuleik deildarinnar, svo öflugar hafa þær verið á sinni fyrstu leiktíð. Nú er ljóst að Reese spilar ekki meira að sinni eftir að hafa meiðst á úlnlið. „Þvílíkt ár. Ég hefði aldrei ímyndað mér að síðasta karfan mín á nýliðatímabili mínu yrði þristur en kannski var þetta guð að sýna þeim við hverju þau mega búast á öðru ári,“ sagði Reese í upphafi færslu sinnar. Hún sagðist jafnframt vera uppfull af tilfinningum vegna meiðslanna en að sama skapi mjög þakklát. Nú geti hún loks tekið sér smá pásu, andlega og líkamlega. What a year. I never would have imagined the last bucket of my rookie season would be a 3 but maybe that was God saying give them a taste of what they will be seeing more of in Year 2 lol🥲Through it all, I have showed that I belong in this league even when no one else believed.… pic.twitter.com/re1X85mWR2— Angel Reese (@Reese10Angel) September 8, 2024 Reese var sjöunda í nýliðavali deildarinnar fyrir tímabilið en hún kom úr meistaraliði LSU. Alls náði hún 26 tvöföldum tvennum á sínu fyrsta tímabili í deildinni, þar af 15 í röð. Hún endar tímabilið með 13,6 stig í leik og 13,1 frákast, sem er mest allra. Hún varð fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar til að ná 20 fráköstum eða meira í einum og sama leiknum. Það gerði hún þrjá leiki í röð. Alls tók hún 446 fráköst í 34 leikjum, sem er það mesta í sögu deildarinnar. Reese vakti einnig athygli utan vallar þar sem hún mætti með rapparanum Megan Thee Stallion á Met Gala-viðburðinn og var í tónlistarmyndbandi hjá rapparanum Cardi B. A rookie season to remember for Angel Reese 👑 pic.twitter.com/eWUfwWQRDT— ESPN (@espn) September 8, 2024 „Í gengum þetta allt hef ég sýnt að ég á heima í þessari deild þó engin hafi haft trú á mér,“ segir Reese að lokum og lofar að hún muni halda áfram á komandi leiktíð. Körfubolti WNBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Reese hefur ásamt Caitlin Clark verið ein helsta ástæða þess að áhugi á WNBA-deildinni hefur sjaldan verið meiri. Þær elduðu grátt silfur saman í háskólaboltanum og vöktu þar mikla athygli. Sú athygli elti þær inn í WNBA-deildina og voru báðar valdar í Stjörnuleik deildarinnar, svo öflugar hafa þær verið á sinni fyrstu leiktíð. Nú er ljóst að Reese spilar ekki meira að sinni eftir að hafa meiðst á úlnlið. „Þvílíkt ár. Ég hefði aldrei ímyndað mér að síðasta karfan mín á nýliðatímabili mínu yrði þristur en kannski var þetta guð að sýna þeim við hverju þau mega búast á öðru ári,“ sagði Reese í upphafi færslu sinnar. Hún sagðist jafnframt vera uppfull af tilfinningum vegna meiðslanna en að sama skapi mjög þakklát. Nú geti hún loks tekið sér smá pásu, andlega og líkamlega. What a year. I never would have imagined the last bucket of my rookie season would be a 3 but maybe that was God saying give them a taste of what they will be seeing more of in Year 2 lol🥲Through it all, I have showed that I belong in this league even when no one else believed.… pic.twitter.com/re1X85mWR2— Angel Reese (@Reese10Angel) September 8, 2024 Reese var sjöunda í nýliðavali deildarinnar fyrir tímabilið en hún kom úr meistaraliði LSU. Alls náði hún 26 tvöföldum tvennum á sínu fyrsta tímabili í deildinni, þar af 15 í röð. Hún endar tímabilið með 13,6 stig í leik og 13,1 frákast, sem er mest allra. Hún varð fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar til að ná 20 fráköstum eða meira í einum og sama leiknum. Það gerði hún þrjá leiki í röð. Alls tók hún 446 fráköst í 34 leikjum, sem er það mesta í sögu deildarinnar. Reese vakti einnig athygli utan vallar þar sem hún mætti með rapparanum Megan Thee Stallion á Met Gala-viðburðinn og var í tónlistarmyndbandi hjá rapparanum Cardi B. A rookie season to remember for Angel Reese 👑 pic.twitter.com/eWUfwWQRDT— ESPN (@espn) September 8, 2024 „Í gengum þetta allt hef ég sýnt að ég á heima í þessari deild þó engin hafi haft trú á mér,“ segir Reese að lokum og lofar að hún muni halda áfram á komandi leiktíð.
Körfubolti WNBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira