„Það hafði smá áhrif að það voru engin læti“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 31. ágúst 2024 19:46 Frá Hlíðarenda í dag. Vísir/Lýður Valur vann stórsigur á RK Bjelin Spacva Vinkovci að Hlíðarenda í kvöld í fyrri umspilsleik liðanna um laust sæti í Evrópudeildinni í handbolta í vetur. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari var ekki ánægður með mætingu stuðningsmanna Vals. Valsmenn byrjuðu leikinn afar illa og var staðan 0-6 eftir níu mínútur. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að byrjunin hafi verið erfið. „Þetta var ansi erfitt. Þetta var 6-0 þarna í byrjun og þeir eru með hraðar og miklar klippingar og skyttur og við bara sátum eftir. Enginn að mæta þeim og í sjálfum sér var ekkert að ganga upp hjá okkur, vörn, sókn, hann var að verja tvö víti og allt þetta. Ég held að ég taki þetta bara að mestu á mig, við höfðum lagt með að vera aðeins of passívir.“ Úlfar Páll Monsi Þórðarson leikmaður Vals.Vísir/Lýður Heide Óskar Bjarni tók leikhlé eftir þessa erfiðu byrjun og breytti til. „Við breyttum aðeins og fórum að vera aðeins agresívari og tókum meira frumkvæði varnarlega. Við vissum að þetta yrði erfitt fyrir þá líka í 60 mínútur, en ég bjóst samt ekki við seinni hálfleiknum svona. Frábær seinni hálfleikur og Bjöggi kom sterkur inn og vörnin góð og allt annað lið í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni ósáttur með mætingu Valsara Óskar Bjarni telur að ómeðvitað hafi lítill áhugi, stuðningur og mæting Valsmanna á leikinn í kvöld haft áhrif á dapran leik liðsins í upphafi. „Ég held að við höfum orðið fyrir smá vonbrigðum. Þetta er Evrópu-dúkurinn og alltaf troðið hús og gaman og svona ómeðvitað þá voru ekki margir í húsinu. Síðast þegar við spiluðum var það til úrslita, úrslitaleikur, og við urðum Evrópumeistarar. Við bjuggumst við aðeins fleirum, en vorum samt aðeins búnir að ræða það. Það hafði svona smá áhrif að það voru engin læti. Svo vorum við líka bara of passívir. Þetta var ekki nógu vel upp lagt hjá okkur þjálfurunum í byrjun og við breyttum þessu svo saman í hálfleik. Það hentar líka Alexander Peterssyni og Róberti Aroni betur að fá aðeins að vaða út og klára þessar hröðu klippingar hjá þeim.“ „Það er alltaf gott að fá veganesti“ Óskar Bjarni á von á betri frammistöðu frá Króötunum í næsta leik eftir viku út í Króatíu. „Mér fannst þeir vera orðnir þreyttir í seinni hálfleik. Mikil ákefð og mikið hlaup. Eins og við vorum lélegir í byrjun þá finnst mér seinni hálfleikurinn vera of mikill munur á liðunum. Þeir voru að ferðast í gær og komu til landsins. Ég held að þeir verði mun betri í 60 mínútur út í Króatíu. Mér fannst þetta aðeins fuðra út hjá þeim í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni er þjálfari Vals.Vísir/Diego Óskar Bjarni er þakklátur fyrir þá níu marka forystu sem liðið fer með sér út. „Það er alltaf gott að fá veganesti, maður þiggur það alltaf. Eins og seinni hálfleikurinn var þá áttum við að vinna með tíu til ellefu mörkum, við slökuðum aðeins á þarna á lokakaflanum. Ég veit að þeir verða öflugir eins og þeir sýndu í fyrri hálfleik, en þetta er gott veganesti og við þurfum bara að spila vel. Svo fáum við ÍBV í fyrsta leik í Olís-deildinni á miðvikudaginn og förum svo út á fimmtudaginn,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Valsmenn byrjuðu leikinn afar illa og var staðan 0-6 eftir níu mínútur. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að byrjunin hafi verið erfið. „Þetta var ansi erfitt. Þetta var 6-0 þarna í byrjun og þeir eru með hraðar og miklar klippingar og skyttur og við bara sátum eftir. Enginn að mæta þeim og í sjálfum sér var ekkert að ganga upp hjá okkur, vörn, sókn, hann var að verja tvö víti og allt þetta. Ég held að ég taki þetta bara að mestu á mig, við höfðum lagt með að vera aðeins of passívir.“ Úlfar Páll Monsi Þórðarson leikmaður Vals.Vísir/Lýður Heide Óskar Bjarni tók leikhlé eftir þessa erfiðu byrjun og breytti til. „Við breyttum aðeins og fórum að vera aðeins agresívari og tókum meira frumkvæði varnarlega. Við vissum að þetta yrði erfitt fyrir þá líka í 60 mínútur, en ég bjóst samt ekki við seinni hálfleiknum svona. Frábær seinni hálfleikur og Bjöggi kom sterkur inn og vörnin góð og allt annað lið í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni ósáttur með mætingu Valsara Óskar Bjarni telur að ómeðvitað hafi lítill áhugi, stuðningur og mæting Valsmanna á leikinn í kvöld haft áhrif á dapran leik liðsins í upphafi. „Ég held að við höfum orðið fyrir smá vonbrigðum. Þetta er Evrópu-dúkurinn og alltaf troðið hús og gaman og svona ómeðvitað þá voru ekki margir í húsinu. Síðast þegar við spiluðum var það til úrslita, úrslitaleikur, og við urðum Evrópumeistarar. Við bjuggumst við aðeins fleirum, en vorum samt aðeins búnir að ræða það. Það hafði svona smá áhrif að það voru engin læti. Svo vorum við líka bara of passívir. Þetta var ekki nógu vel upp lagt hjá okkur þjálfurunum í byrjun og við breyttum þessu svo saman í hálfleik. Það hentar líka Alexander Peterssyni og Róberti Aroni betur að fá aðeins að vaða út og klára þessar hröðu klippingar hjá þeim.“ „Það er alltaf gott að fá veganesti“ Óskar Bjarni á von á betri frammistöðu frá Króötunum í næsta leik eftir viku út í Króatíu. „Mér fannst þeir vera orðnir þreyttir í seinni hálfleik. Mikil ákefð og mikið hlaup. Eins og við vorum lélegir í byrjun þá finnst mér seinni hálfleikurinn vera of mikill munur á liðunum. Þeir voru að ferðast í gær og komu til landsins. Ég held að þeir verði mun betri í 60 mínútur út í Króatíu. Mér fannst þetta aðeins fuðra út hjá þeim í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni er þjálfari Vals.Vísir/Diego Óskar Bjarni er þakklátur fyrir þá níu marka forystu sem liðið fer með sér út. „Það er alltaf gott að fá veganesti, maður þiggur það alltaf. Eins og seinni hálfleikurinn var þá áttum við að vinna með tíu til ellefu mörkum, við slökuðum aðeins á þarna á lokakaflanum. Ég veit að þeir verða öflugir eins og þeir sýndu í fyrri hálfleik, en þetta er gott veganesti og við þurfum bara að spila vel. Svo fáum við ÍBV í fyrsta leik í Olís-deildinni á miðvikudaginn og förum svo út á fimmtudaginn,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira