Keppendur, fyrirmyndir og fordómar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 28. ágúst 2024 07:01 Í dag hefst Ólympíumót fatlaðra, Paralympics, í París. „Ég er ekki að leika mér, ég er að keppa“ er yfirskrift herferðar sem Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra stendur fyrir í aðdraganda mótsins. Þetta er vitundavakning um fordóma og fornfáleg viðhorf sem fatlað íþróttafólk verður gjarnan fyrir. Þau eru oft hlaðin lofi fyrir „að taka þátt“ í íþróttum, en ekki vegna hæfileika, dugs og keppnisskaps. Þetta er niðrandi viðmót og er því miður enn við lýði víða. Þó margt sé enn óunnið, þá er metfjöldi kvenna og metfjöldi þjóða skráð til leiks í Paralympics í ár, sem er verulega ánægjuleg þróun. Meðal íslenskra keppenda eru fimm afreks íþróttamenn og -konur sem etja munu kappi í sundgreinum og kúluvarpi á Paralympics í París. Þau eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir börn og unglinga sem dreymir um að ná langt í keppnisíþróttum. Árangri afreksfólksins okkar í París ber að fagna. En á sama tíma skulum við líta okkur nær. Einungis fjögur prósent fatlaðra barna á Íslandi eru virk í íþróttastarfi og er það allt of lágt hlutfall. Eldhugar hjá íþróttahreyfingunni (ÍSÍ, UMFÍ og ÍF) og samtökum foreldra fatlaðra barna settu málið á dagskrá og fengu þrjú ráðuneyti í lið með sér, ráðuneyti félags-, mennta- og heilbrigðis. Átaksverkefnið Allir með hefur það að markmiði að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Ég er bjartsýnn á framhaldið og er fullviss um að þetta framtak gefi fleiri fötluðum börnum kost á láta drauma sína rætast – til dæmis með því að keppa á Paralympics. Ég verð þess heiðurs aðnjótandi að heimsækja leikana í París um komandi helgi. Ég hlakka til að hvetja afreksfólkið okkar áfram og fagna árangri þeirra. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefst Ólympíumót fatlaðra, Paralympics, í París. „Ég er ekki að leika mér, ég er að keppa“ er yfirskrift herferðar sem Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra stendur fyrir í aðdraganda mótsins. Þetta er vitundavakning um fordóma og fornfáleg viðhorf sem fatlað íþróttafólk verður gjarnan fyrir. Þau eru oft hlaðin lofi fyrir „að taka þátt“ í íþróttum, en ekki vegna hæfileika, dugs og keppnisskaps. Þetta er niðrandi viðmót og er því miður enn við lýði víða. Þó margt sé enn óunnið, þá er metfjöldi kvenna og metfjöldi þjóða skráð til leiks í Paralympics í ár, sem er verulega ánægjuleg þróun. Meðal íslenskra keppenda eru fimm afreks íþróttamenn og -konur sem etja munu kappi í sundgreinum og kúluvarpi á Paralympics í París. Þau eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir börn og unglinga sem dreymir um að ná langt í keppnisíþróttum. Árangri afreksfólksins okkar í París ber að fagna. En á sama tíma skulum við líta okkur nær. Einungis fjögur prósent fatlaðra barna á Íslandi eru virk í íþróttastarfi og er það allt of lágt hlutfall. Eldhugar hjá íþróttahreyfingunni (ÍSÍ, UMFÍ og ÍF) og samtökum foreldra fatlaðra barna settu málið á dagskrá og fengu þrjú ráðuneyti í lið með sér, ráðuneyti félags-, mennta- og heilbrigðis. Átaksverkefnið Allir með hefur það að markmiði að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Ég er bjartsýnn á framhaldið og er fullviss um að þetta framtak gefi fleiri fötluðum börnum kost á láta drauma sína rætast – til dæmis með því að keppa á Paralympics. Ég verð þess heiðurs aðnjótandi að heimsækja leikana í París um komandi helgi. Ég hlakka til að hvetja afreksfólkið okkar áfram og fagna árangri þeirra. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun