Getur eitthvað toppað þetta ár? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 11:03 Veronica Kristiansen kyssir Ólympíugullið ásamt félögum sínum í norska landsliðinu. Hún missir af EM í desember en af ánægjulegri ástæðu. Getty/Alex Davidson/ Norska handboltakonan Veronica Kristiansen gleymir ekki árinu 2024 svo lengi sem hún lifir. „Getur eitthvað toppað þetta ár,“ spyr Kristiansen á samfélagsmiðlum sínum og það er ekkert skrýtið. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í júlí í fyrra og missti af HM í desember síðastliðnum. Endurkoman hefur aftur á móti verið eftirminnileg. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, tók hana aftur inn í norska landsliðshópinn fyrir Ólympíuleikana í París þar sem norsku stelpurnar unnu sitt fyrsta Ólympíugull í tólf ár. Kristiansen spilaði mikilvægt hlutverk í liðinu, ekki síst í varnarleiknum. Hún hafði orðið tvisvar heimsmeistari og þrisvar Evrópumeistari með norska landsliðinu en vantaði Ólympíugullið eftir bronsverðlaun bæði í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Kristiansen fékk nú loksins Ólympíugull um hálsinn. Stuttu eftir Ólympíuleikana var hún komin með trúlofunarhring á fingur eftir að kærastinn bað hennar. Um helgina tilkynnti hún svo um að hún væri ófrísk af þeirra öðru barni. Dóttirin Olivia eignast því systkini á næsta ári og nú er bara spurning hvenær brúðkaupið verður haldið. Ólympíugull, demantshringur og barnalukka. Já það verður erfitt fyrir alla að toppa árið 2024 hjá Veronicu. Verðandi eiginmaður og barnsfaðir Kristiansen er Ungverjinn Ádám Devecseri sem var sjúkraþjálfari hjá Győri ETO KC þar sem hún hefur spilað í sex ár. View this post on Instagram A post shared by Veronica Kristiansen (@veronicakristiansen) Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
„Getur eitthvað toppað þetta ár,“ spyr Kristiansen á samfélagsmiðlum sínum og það er ekkert skrýtið. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í júlí í fyrra og missti af HM í desember síðastliðnum. Endurkoman hefur aftur á móti verið eftirminnileg. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, tók hana aftur inn í norska landsliðshópinn fyrir Ólympíuleikana í París þar sem norsku stelpurnar unnu sitt fyrsta Ólympíugull í tólf ár. Kristiansen spilaði mikilvægt hlutverk í liðinu, ekki síst í varnarleiknum. Hún hafði orðið tvisvar heimsmeistari og þrisvar Evrópumeistari með norska landsliðinu en vantaði Ólympíugullið eftir bronsverðlaun bæði í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Kristiansen fékk nú loksins Ólympíugull um hálsinn. Stuttu eftir Ólympíuleikana var hún komin með trúlofunarhring á fingur eftir að kærastinn bað hennar. Um helgina tilkynnti hún svo um að hún væri ófrísk af þeirra öðru barni. Dóttirin Olivia eignast því systkini á næsta ári og nú er bara spurning hvenær brúðkaupið verður haldið. Ólympíugull, demantshringur og barnalukka. Já það verður erfitt fyrir alla að toppa árið 2024 hjá Veronicu. Verðandi eiginmaður og barnsfaðir Kristiansen er Ungverjinn Ádám Devecseri sem var sjúkraþjálfari hjá Győri ETO KC þar sem hún hefur spilað í sex ár. View this post on Instagram A post shared by Veronica Kristiansen (@veronicakristiansen)
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti