Hið heilaga laufblað Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 25. ágúst 2024 12:32 Nú þegar ágúst mánuður kveður okkur með norðan kulda og úrkomu sjáum við svo gjörla hvernig náttúran lútir örlögum sínum . Laufblöðin feykjast til í vindinum sem detta af og fölna og bíða þess sem verða vill. Yllirinn í garðinum mínum er jafnvel farinn að lúta höfði og fella blöðin en hann er sá fyrsti vorboði sem gleður okkur þegar við sjáum hann opna laufin sín á vorin og er þar dagamunur à. Já laufblöð hafa þann eiginleika að fölna, detta af trjánum, visna og deyja að hausti. Nú berast fréttir frá Kirkjugörðum Reykjavíkur að vegna fjölmenningar og breyttrar samfélagsgerðar hafi þau tekið krossinn, merki krists úr lógói sínu og sett þar laufblað í staðinn. Jafnvel standi til að breyta nafni þeirra og taka orðið kirkja út, því það séu margir sem eru jarðsettir á þeirra vegum sem standa utan trúfélaga eða tilheyra öðrum trúarbrögðum eða engum og því sé kirkja í nafni kirkjugarðanna og krossinn í merki þeirra ekki lengur viðeigandi. Mér leikur forvitni á að vita hverjum datt þessi vitleysa í hug. Þessi ákvörðun hlýtur að hafa hlotið málefnalega umfjöllun í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur, en þar eiga önnur trúfélög og líf skoðunar félög fulltrúa. Þessu verður að breyta og það strax. Vissulega hefur okkar samfélag breyst hratt að undanförnu. Okkur hefur fjölgað um 25% á liðnum 15 árum. Við höfum tekið vel á móti verkafólki frá Póllandi og Austur Evrópu en þau eru flest kaþólsk myndi ég ætla og skammast sín ekkert fyrir krossinn. Einnig hafa flóttamenn frá Gasa og suður Ameríku flúið erfiðar aðstæður heima fyrir og sum þeirra tilbiðja Alla og er hálfmàninn þeirra tákn. Fjöldi þeirra sem kjósa að vera utan trúfélaga hefur margfaldast á liðnum áratug en hafa hingað til þegið kveðjustund við andlát og hvíla mörg í okkar fallegu kirkjugörðum þó fugl eða blóm hafi verið notað sem tákn t.d í andláts tilkynningum þeirra. Við höfum tekið myndarlega á móti erlendum nýbúum þó vissulega þurfi að skerpa það regluverk. En að detta í hug að afmá krossinn úr merki kirkjugarðanna og setja laufblað í staðinn sem fölnar og deyr er ekki í lagi. Við afmáum ekki okkar 1000 ára sögu til að þóknast öðrum sem velja aðra siði. Við stöndum með okkar sið og venjum. En hvað táknar krossinn fyrir okkur Íslendinga ? Hann prýðir þjóðfána okkar sem við förum sparlega með og sínum ávallt virðingu. Fyrir mér með mína barnatrú er krossinn sigurtàkn lífsins yfir dauðanum og minnir okkur á eilíft líf að lokinni jarðvist okkar hér. Sumar mæður byrja daginn à að gera krossmark yfir börnum sínum áður en þau eru klædd að morgni. Aðrir bera krossinn um hálsinn eða sem annað skart. Þau okkar sem sækja messur hefjum stundina á signingu og það kennum við fermingarbörnum og öðru ungu fólki í barnastarfi kirkjunnar. Vissulega var Kristur krossfestur á krossi sem var hryllileg aðferð þeirra tíma til að refsa og lífláta misyndismenn. En hann reis upp á þriðja degi og síðan þá hefur krossinn verið sigurtákn fyrir milljónir manna um allan heim. Sem bera hann stolt um hálsinn eða í öðru skarti og signa yfir sofandi börn í vöggu. Ég treysti því að þeir sem þora muni breyta þessu til fyrra horfs og standi með sinni trú þar sem krossinn er sigurmerki sem prýðir kirkjur og kirkjugarða landsins. Verum stolt af okkar arfleifð og siðum þó nýir straumar bætist við samfélag okkar. Krossinn er merki okkar sem teljumst vera kristin og hann fölnar ekki eða deyr líkt og laufblaðið. Þau sem sækja kirkju og fallega kirkjugarða landsins sem geyma ómissandi fólk vilja hafa krossinn, merki Krists þar um ókomna tíð. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar ágúst mánuður kveður okkur með norðan kulda og úrkomu sjáum við svo gjörla hvernig náttúran lútir örlögum sínum . Laufblöðin feykjast til í vindinum sem detta af og fölna og bíða þess sem verða vill. Yllirinn í garðinum mínum er jafnvel farinn að lúta höfði og fella blöðin en hann er sá fyrsti vorboði sem gleður okkur þegar við sjáum hann opna laufin sín á vorin og er þar dagamunur à. Já laufblöð hafa þann eiginleika að fölna, detta af trjánum, visna og deyja að hausti. Nú berast fréttir frá Kirkjugörðum Reykjavíkur að vegna fjölmenningar og breyttrar samfélagsgerðar hafi þau tekið krossinn, merki krists úr lógói sínu og sett þar laufblað í staðinn. Jafnvel standi til að breyta nafni þeirra og taka orðið kirkja út, því það séu margir sem eru jarðsettir á þeirra vegum sem standa utan trúfélaga eða tilheyra öðrum trúarbrögðum eða engum og því sé kirkja í nafni kirkjugarðanna og krossinn í merki þeirra ekki lengur viðeigandi. Mér leikur forvitni á að vita hverjum datt þessi vitleysa í hug. Þessi ákvörðun hlýtur að hafa hlotið málefnalega umfjöllun í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur, en þar eiga önnur trúfélög og líf skoðunar félög fulltrúa. Þessu verður að breyta og það strax. Vissulega hefur okkar samfélag breyst hratt að undanförnu. Okkur hefur fjölgað um 25% á liðnum 15 árum. Við höfum tekið vel á móti verkafólki frá Póllandi og Austur Evrópu en þau eru flest kaþólsk myndi ég ætla og skammast sín ekkert fyrir krossinn. Einnig hafa flóttamenn frá Gasa og suður Ameríku flúið erfiðar aðstæður heima fyrir og sum þeirra tilbiðja Alla og er hálfmàninn þeirra tákn. Fjöldi þeirra sem kjósa að vera utan trúfélaga hefur margfaldast á liðnum áratug en hafa hingað til þegið kveðjustund við andlát og hvíla mörg í okkar fallegu kirkjugörðum þó fugl eða blóm hafi verið notað sem tákn t.d í andláts tilkynningum þeirra. Við höfum tekið myndarlega á móti erlendum nýbúum þó vissulega þurfi að skerpa það regluverk. En að detta í hug að afmá krossinn úr merki kirkjugarðanna og setja laufblað í staðinn sem fölnar og deyr er ekki í lagi. Við afmáum ekki okkar 1000 ára sögu til að þóknast öðrum sem velja aðra siði. Við stöndum með okkar sið og venjum. En hvað táknar krossinn fyrir okkur Íslendinga ? Hann prýðir þjóðfána okkar sem við förum sparlega með og sínum ávallt virðingu. Fyrir mér með mína barnatrú er krossinn sigurtàkn lífsins yfir dauðanum og minnir okkur á eilíft líf að lokinni jarðvist okkar hér. Sumar mæður byrja daginn à að gera krossmark yfir börnum sínum áður en þau eru klædd að morgni. Aðrir bera krossinn um hálsinn eða sem annað skart. Þau okkar sem sækja messur hefjum stundina á signingu og það kennum við fermingarbörnum og öðru ungu fólki í barnastarfi kirkjunnar. Vissulega var Kristur krossfestur á krossi sem var hryllileg aðferð þeirra tíma til að refsa og lífláta misyndismenn. En hann reis upp á þriðja degi og síðan þá hefur krossinn verið sigurtákn fyrir milljónir manna um allan heim. Sem bera hann stolt um hálsinn eða í öðru skarti og signa yfir sofandi börn í vöggu. Ég treysti því að þeir sem þora muni breyta þessu til fyrra horfs og standi með sinni trú þar sem krossinn er sigurmerki sem prýðir kirkjur og kirkjugarða landsins. Verum stolt af okkar arfleifð og siðum þó nýir straumar bætist við samfélag okkar. Krossinn er merki okkar sem teljumst vera kristin og hann fölnar ekki eða deyr líkt og laufblaðið. Þau sem sækja kirkju og fallega kirkjugarða landsins sem geyma ómissandi fólk vilja hafa krossinn, merki Krists þar um ókomna tíð. Höfundur er læknir.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar