Í skólabyrjun Dagbjört Harðardóttir og Sigurjón Már Fox skrifa 19. ágúst 2024 10:01 Nú þegar skólabyrjun nálgast er í ýmsu að snúast bæði hjá börnum og fullorðnum. Oft á tíðum er skólabyrjun tími mikilla breytinga hjá börnum og allskyns tilfinningar sem geta fylgt því. Sum eru spennt yfir því að byrja í skólanum og hitta skólafélaga og kennara. Sum alls ekkert spennt og eru kvíðin fyrir skólabyrjun. Hver og einn einstaklingur er sérstakur og höfum við öll mismunandi þarfir, þrár og langanir. Börn eru sterk á mismunandi sviðum og eru með mismunandi bakgrunn og áhugasvið. Hlutverk foreldra og starfsfólks skóla í lífi barna er því flókið og margþætt. Þegar huga á að farsæld barna er mikilvægt að öll þau sem koma að lífi barnanna standi saman og vinni að sömu markmiðunum. Það þurfa öll að róa í sömu átt. Lykilatriði er að leggja sig fram við að kynnast og vera tilbúin að vinna náið saman til þess að stuðla að því að börnunum líði sem best. Mikilvægt er að í skólanum geti öll börn tekið þátt og upplifað sig sem mikilvægan part af skólanum og bekknum. Þetta er stór partur af því að bæta námsumhverfið og stuðla að því að öll börn nái að auka hæfni sína og ná að vinna að sínum markmiðum. Starfsfólk skóla, foreldrar og börn skapa sína eigin skólamenningu. Án okkar er skóli ekkert annað en bygging,en með okkur er þessi bygging svo miklu meira. Við þurfum því að standa saman og byggja upp skólasamfélag þar sem öll eiga kost á því að finna og eltast við það sem gerir þau hamingjusöm. Foreldrasamstarf er gríðarlega mikilvægt í þessu ferli. Rannsóknir sýna að uppbyggilegsamskipti foreldra hafa jákvæð áhrif á skólastarf.Samstarf milli heimilis og skóla hefur ýmsan ávinning. Til dæmis betri líðan barnanna í skólanum, áhugi þeirra á náminu eykst sem skilar sér í bættum námsárangri. Sjálfstraust eykst og almennt verður viðhorf barnanna til skólans jákvæðara.Við hjá Heimili og Skóla, landsamtökum foreldra hvetjum alla foreldra til þess að staldra við og íhuga hvernig skilaboð er verið að senda til barnsins, hvert er viðhorfið gagnvart skólanum og skoða hvort jafnvel sé hægt að gera betur? Eins og sagt hefur verið í áranna rás, þá þarf þorp til þess að ala upp barn. Öll þau sem koma að degi barnsins þurfa að taka höndum saman og ganga í takt til þess að barnið upplifi sem mest öryggi og gleði. Höfundar eru sérfræðingar hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú þegar skólabyrjun nálgast er í ýmsu að snúast bæði hjá börnum og fullorðnum. Oft á tíðum er skólabyrjun tími mikilla breytinga hjá börnum og allskyns tilfinningar sem geta fylgt því. Sum eru spennt yfir því að byrja í skólanum og hitta skólafélaga og kennara. Sum alls ekkert spennt og eru kvíðin fyrir skólabyrjun. Hver og einn einstaklingur er sérstakur og höfum við öll mismunandi þarfir, þrár og langanir. Börn eru sterk á mismunandi sviðum og eru með mismunandi bakgrunn og áhugasvið. Hlutverk foreldra og starfsfólks skóla í lífi barna er því flókið og margþætt. Þegar huga á að farsæld barna er mikilvægt að öll þau sem koma að lífi barnanna standi saman og vinni að sömu markmiðunum. Það þurfa öll að róa í sömu átt. Lykilatriði er að leggja sig fram við að kynnast og vera tilbúin að vinna náið saman til þess að stuðla að því að börnunum líði sem best. Mikilvægt er að í skólanum geti öll börn tekið þátt og upplifað sig sem mikilvægan part af skólanum og bekknum. Þetta er stór partur af því að bæta námsumhverfið og stuðla að því að öll börn nái að auka hæfni sína og ná að vinna að sínum markmiðum. Starfsfólk skóla, foreldrar og börn skapa sína eigin skólamenningu. Án okkar er skóli ekkert annað en bygging,en með okkur er þessi bygging svo miklu meira. Við þurfum því að standa saman og byggja upp skólasamfélag þar sem öll eiga kost á því að finna og eltast við það sem gerir þau hamingjusöm. Foreldrasamstarf er gríðarlega mikilvægt í þessu ferli. Rannsóknir sýna að uppbyggilegsamskipti foreldra hafa jákvæð áhrif á skólastarf.Samstarf milli heimilis og skóla hefur ýmsan ávinning. Til dæmis betri líðan barnanna í skólanum, áhugi þeirra á náminu eykst sem skilar sér í bættum námsárangri. Sjálfstraust eykst og almennt verður viðhorf barnanna til skólans jákvæðara.Við hjá Heimili og Skóla, landsamtökum foreldra hvetjum alla foreldra til þess að staldra við og íhuga hvernig skilaboð er verið að senda til barnsins, hvert er viðhorfið gagnvart skólanum og skoða hvort jafnvel sé hægt að gera betur? Eins og sagt hefur verið í áranna rás, þá þarf þorp til þess að ala upp barn. Öll þau sem koma að degi barnsins þurfa að taka höndum saman og ganga í takt til þess að barnið upplifi sem mest öryggi og gleði. Höfundar eru sérfræðingar hjá Heimili og skóla.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar