Frigg nemendagrunnur – bylting í íslensku skólastarfi Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 15. ágúst 2024 15:00 Framundan eru einar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á íslensku menntakerfi. Til að ná fram slíkum breytingum með skilvirkum hætti og á sem skemmstum tíma þarf að byggja upp stafræna framtíð í menntakerfinu samhliða öðrum verkefnum. Í dag er staðan sú að utanumhald, skipulag og skráning er að miklu leyti unnin með handvirkum hætti, á víð og dreif milli kerfa og stofnana. Gögn um skólavist, námsmat og ýmsar aðrar upplýsingar eru geymd á mismunandi stöðum sem tala ekki saman. Þannig er í dag hvergi hægt að fá upplýsingar um hluti eins og námsárangur, stöðu og framvindu nemenda, hversu margir ÍSAT nemendur eru í hvaða sveitarfélagi og hvaða tungumál er þeirra móðurmál, hversu margir nemendur eru með staðfestar greiningar og þá hvaða greiningar og hvernig þær dreifast. Ekki er haldið utan um þann stuðning sem nemendur fá, hversu oft nemendur flytjast á milli skóla, hvaða nemendur eru með undanþágu frá skólaskyldu, hvaða nemendur á grunnskólastigi stunda nám í einstaka áföngum á menntaskólastigi og hversu margir nemendur ljúka ekki grunnskóla á tilskyldum tíma, svo eitthvað sé nefnt. Þá er með núverandi fyrirkomulagi erfitt að sjá hvort íhlutun skili tilætluðum árangri. Miðlægur gagnagrunnur – lykilþáttur í þróun menntakerfisins Mikið hefur verið rætt um Matsferil, hið nýja námsmat sem mun leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. Með nýju námsmatskerfi munum við ekki bara ná að fylgjast betur með hverju barni jafnt og þétt í gegnum skólagöngu þess og tryggja þannig að það fái viðeigandi kennslu og stuðning, Matsferill mun líka gefa okkur upplýsingar um stöðu skólakerfisins í heild og þar með tækifæri til að grípa inn í þar sem þörf er á. Matsferill er þó aðeins hluti af þeim breytingum sem framundan eru. Undanfarin misseri hefur verið unnið að þróun miðlægs stafræns gagnagrunns sem hefur fengið nafnið Frigg. Í fyrsta skipti verður til heildstæður gagnagrunnur sem heldur utan um upplýsingar um alla nemendur innan skólakerfisins á landsvísu, allt fram að háskólanámi. Slíkur gagnagrunnur er forsenda þess að byggja upp miðlægt prófakerfi og því verða niðurstöður úr Matsferli mikilvægur hluti af Frigg en þó aðeins hluti af þeim ávinningi sem verkefnið hefur í för með sér. Miðlæg skráning gagna er forsenda fyrir heildræna sýn yfir stöðu menntakerfisins og gefur okkur færi á að stórbæta skilvirkni, gæði og áreiðanleika þess. Frigg er þannig lykilþáttur í stafrænni þróun menntakerfisins til framtíðar, þróun sem er bæði óhjákvæmileg og nauðsynleg til að tryggja hverju barni umhverfi til að þroskast og dafna á eigin forsendum. Mælaborð fyrir kennara, forsjáraðila, börn og stjórnvöld Einn af stóru kostunum sem tilkoma Friggjar hefur í för með sér er bætt aðgengi forsjáraðila og barna að upplýsingum er varða þau sjálf. Þannig munu foreldrar hafa skýra sýn yfir stöðu og framvindu barnsins í gegnum skólakerfið, allt frá leikskóla til framhaldsskóla, þau úrræði sem gripið er til og mat á árangri á þeim. Þannig er hægt að stuðla að snemmtækri íhlutun en þannig er hægt að bregðast við í tíma og tryggja að öll börn fái aðstoð um leið þörf vaknar. Þannig drögum við úr eða komum í veg fyrir frekari námsvanda á síðari stigum. Frigg mun einnig innihalda nýtt mælaborð sem greinir rauntímagögn úr menntakerfinu og gerir okkur í fyrsta skipti kleift að sjá miðlægt þróun og stöðu þess. Það mun gera stofnunum og skólastjórnendum kleift að bregðast hraðar við og gera úrbætur með markvissum hætti. Fyrir stjórnvöld er svo ómetanlegt að sjá þessi gögn til að meta árangur af stefnu og aðgerðum hvers tíma og móta þannig viðbrögð og áherslur hverju sinni. Það er því miður staðreynd að börn börn týnast í kerfinu eins og það er byggt upp í dag. Með Frigg verður hægt að tryggja að ekkert barn lendi milli stafs og hurðar í menntakerfinu. Síðast, en ekki síst, mun Frigg svo hjálpa kennurum og skólastjórnendum að halda betur utan um nemendur sína. Með aukinni yfirsýn verður hægt að mæta hverju barni þar sem það er statt hverju sinni og veita því viðeigandi stuðning. Staða verkefnisins Þróun Friggjar byggir á ítarlegri þarfagreiningu sem unnin var í samstarfi við lykilþátttakendur í menntakerfinu. Tæknivinna og forritun eru í fullum gangi og verkefnið hefur verið kynnt fyrir þeim opinberu aðilum sem málið varðar eins og ráðuneyti, sveitarfélögum og skólum. Fyrir áramót lítur fyrsta útgáfa Friggjar ljós. Það er óhætt að segja að við, hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, séum mjög einbeitt í vinnu okkar að öllum þeim mikilvægu verkefnum sem okkur hafa verið falin, þar með talið þróun Friggjar. Það er nauðsynlegur grunnur að bættu menntakerfi að auka skilvirkni og gæði náms með betri upplýsingum og verkfærum til að geta markvisst ráðist í nauðsynlegar úrbætur. Við hlökkum til að koma Frigg og Matsferli á laggirnar og byggja upp öflugt kerfi, öllum börnum og samfélaginu til heilla. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Framundan eru einar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á íslensku menntakerfi. Til að ná fram slíkum breytingum með skilvirkum hætti og á sem skemmstum tíma þarf að byggja upp stafræna framtíð í menntakerfinu samhliða öðrum verkefnum. Í dag er staðan sú að utanumhald, skipulag og skráning er að miklu leyti unnin með handvirkum hætti, á víð og dreif milli kerfa og stofnana. Gögn um skólavist, námsmat og ýmsar aðrar upplýsingar eru geymd á mismunandi stöðum sem tala ekki saman. Þannig er í dag hvergi hægt að fá upplýsingar um hluti eins og námsárangur, stöðu og framvindu nemenda, hversu margir ÍSAT nemendur eru í hvaða sveitarfélagi og hvaða tungumál er þeirra móðurmál, hversu margir nemendur eru með staðfestar greiningar og þá hvaða greiningar og hvernig þær dreifast. Ekki er haldið utan um þann stuðning sem nemendur fá, hversu oft nemendur flytjast á milli skóla, hvaða nemendur eru með undanþágu frá skólaskyldu, hvaða nemendur á grunnskólastigi stunda nám í einstaka áföngum á menntaskólastigi og hversu margir nemendur ljúka ekki grunnskóla á tilskyldum tíma, svo eitthvað sé nefnt. Þá er með núverandi fyrirkomulagi erfitt að sjá hvort íhlutun skili tilætluðum árangri. Miðlægur gagnagrunnur – lykilþáttur í þróun menntakerfisins Mikið hefur verið rætt um Matsferil, hið nýja námsmat sem mun leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. Með nýju námsmatskerfi munum við ekki bara ná að fylgjast betur með hverju barni jafnt og þétt í gegnum skólagöngu þess og tryggja þannig að það fái viðeigandi kennslu og stuðning, Matsferill mun líka gefa okkur upplýsingar um stöðu skólakerfisins í heild og þar með tækifæri til að grípa inn í þar sem þörf er á. Matsferill er þó aðeins hluti af þeim breytingum sem framundan eru. Undanfarin misseri hefur verið unnið að þróun miðlægs stafræns gagnagrunns sem hefur fengið nafnið Frigg. Í fyrsta skipti verður til heildstæður gagnagrunnur sem heldur utan um upplýsingar um alla nemendur innan skólakerfisins á landsvísu, allt fram að háskólanámi. Slíkur gagnagrunnur er forsenda þess að byggja upp miðlægt prófakerfi og því verða niðurstöður úr Matsferli mikilvægur hluti af Frigg en þó aðeins hluti af þeim ávinningi sem verkefnið hefur í för með sér. Miðlæg skráning gagna er forsenda fyrir heildræna sýn yfir stöðu menntakerfisins og gefur okkur færi á að stórbæta skilvirkni, gæði og áreiðanleika þess. Frigg er þannig lykilþáttur í stafrænni þróun menntakerfisins til framtíðar, þróun sem er bæði óhjákvæmileg og nauðsynleg til að tryggja hverju barni umhverfi til að þroskast og dafna á eigin forsendum. Mælaborð fyrir kennara, forsjáraðila, börn og stjórnvöld Einn af stóru kostunum sem tilkoma Friggjar hefur í för með sér er bætt aðgengi forsjáraðila og barna að upplýsingum er varða þau sjálf. Þannig munu foreldrar hafa skýra sýn yfir stöðu og framvindu barnsins í gegnum skólakerfið, allt frá leikskóla til framhaldsskóla, þau úrræði sem gripið er til og mat á árangri á þeim. Þannig er hægt að stuðla að snemmtækri íhlutun en þannig er hægt að bregðast við í tíma og tryggja að öll börn fái aðstoð um leið þörf vaknar. Þannig drögum við úr eða komum í veg fyrir frekari námsvanda á síðari stigum. Frigg mun einnig innihalda nýtt mælaborð sem greinir rauntímagögn úr menntakerfinu og gerir okkur í fyrsta skipti kleift að sjá miðlægt þróun og stöðu þess. Það mun gera stofnunum og skólastjórnendum kleift að bregðast hraðar við og gera úrbætur með markvissum hætti. Fyrir stjórnvöld er svo ómetanlegt að sjá þessi gögn til að meta árangur af stefnu og aðgerðum hvers tíma og móta þannig viðbrögð og áherslur hverju sinni. Það er því miður staðreynd að börn börn týnast í kerfinu eins og það er byggt upp í dag. Með Frigg verður hægt að tryggja að ekkert barn lendi milli stafs og hurðar í menntakerfinu. Síðast, en ekki síst, mun Frigg svo hjálpa kennurum og skólastjórnendum að halda betur utan um nemendur sína. Með aukinni yfirsýn verður hægt að mæta hverju barni þar sem það er statt hverju sinni og veita því viðeigandi stuðning. Staða verkefnisins Þróun Friggjar byggir á ítarlegri þarfagreiningu sem unnin var í samstarfi við lykilþátttakendur í menntakerfinu. Tæknivinna og forritun eru í fullum gangi og verkefnið hefur verið kynnt fyrir þeim opinberu aðilum sem málið varðar eins og ráðuneyti, sveitarfélögum og skólum. Fyrir áramót lítur fyrsta útgáfa Friggjar ljós. Það er óhætt að segja að við, hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, séum mjög einbeitt í vinnu okkar að öllum þeim mikilvægu verkefnum sem okkur hafa verið falin, þar með talið þróun Friggjar. Það er nauðsynlegur grunnur að bættu menntakerfi að auka skilvirkni og gæði náms með betri upplýsingum og verkfærum til að geta markvisst ráðist í nauðsynlegar úrbætur. Við hlökkum til að koma Frigg og Matsferli á laggirnar og byggja upp öflugt kerfi, öllum börnum og samfélaginu til heilla. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar