Hamstrar barnið þitt blýanta? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 14. ágúst 2024 13:30 Nýverið fjallaði háskólaráðherra um þá ógn sem hugmyndafræðinni um eignarréttinn og ábyrgð stafaði af því að grunnskólabörn fái námsgögn án endurgjalds í skólanum. Þar sagði hún sögur af börnum sem koma heim með töskur fullar af ritföngum og öðrum námsgögnum sem þau hafa ekki notað og hélt því fullum fetum fram að ómögulegt væri að koma fyrir hjá þeim ábyrgðartilfinningu gagnvart þessum hlutum vegna þess að þau ættu þau ekki. Nú búa tvö börn á mínu heimili og ég get í fullri hreinskilni sagt að þau hafa aldrei – ekki einu sinni – komið heim með töskur fullar af ritföngum. Vissulega er reynsla mín takmörkuð við þessi tvö börn, en ég á ofboðslega erfitt með að ímynda mér að stílabækur og blýantar séu svo heillandi fyrir grunnskólabörnum að stórir hópar þeirra finni hjá sér þörfina til að hamstra þeim. Sé það raunin myndi ég ætla að þar væri kjörið tækifæri fyrir foreldra til að ræða við börnin sín um sjálfstjórn. Að þó eitthvað sé frítt þá þýði það ekki að maður þurfi að taka alla hrúguna. Það er gífurlega mikilvægt að við temjum börnunum okkar að bera virðingu fyrir hlutunum og ganga vel um þá jafnvel þó þau eigi þá ekki ein. Dæmi um hluti sem börn komast í kynni við daglega sem þau hafa afnot af en eiga ekki sjálf eru leiktæki á leikvöllum, skólabyggingin, íþróttahúsið og búnaðurinn þar, nú og bara nær öll íslensk náttúra. Að sjálfsögðu þurfa þau að læra að fara vel með eigin muni (sem gengur alla jafna upp og ofan) en það er engu síður mikilvægt að þau læri að fara vel með eigur annarra og hluti sem eru í eigu okkar allra. Upphaf skólaársins er kvíðavaldur fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að passa upp á hverja krónu til að ná endum saman í hverjum mánuði og þurfa nú að kljást við öll viðbótar útgjöldin sem nýju skólaári fylgir. Þó það sé vissulega ekki stærsti bitinn af kökunni þá er það tvímælalaust mörgum fjölskyldum kærkomin búbót að þurfa ekki að bæta námsgögnum við í það reikningsdæmi. Mér þykir þetta því áhugaverð tímasetning fyrir háskólaráðherra til að bridda upp á þessu umræðuefni, því þó þessir einstaklingar séu kannski ekki í hennar nærumhverfi þá eru þeir svo sannarlega til og eru, að mér sýnist, umtalsvert fleiri en hana grunar. Það að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til menntunar felur í sér að tryggja þeim aðgengi að þeim tækjum og tólum sem þarf til að stunda nám. Ég er því þakklát að jafnt aðgengi allra barna að menntun vegi þyngra í huga mennta- og barnamálaráðherra en áhyggjur af meintum hömstruðum blýöntum. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Mjóbaksverkir – Hvað er rétt og rangt? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Hatursorðræða á Íslandi Einar Baldvin Skoðun Hvernig væri nú að spyrja unga fólkið? – Um dagleg mannréttindabrot okkar á börnum og unglingum Jón Karl Stefánsson Skoðun Sannleikurinn um Evrópusambandið III: Eflum álfuna okkar, Evrópu, og þar með ESB, barnanna okkar vegna! Ole Anton Bieldtvedt Skoðun Bókin er minn óvinur David Bergmann Skoðun Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis: Brettum upp ermar! Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Er traustið endanlega farið? Bubbi Morthens Skoðun Októberfest, opið bréf/erindi til Stúdentaráðs, rektors, Háskólaráðs Háskóla Íslands og háskólaráðherra Aðalsteinn Gunnarsson,Björn Sævar Einarsson Skoðun Af hverju er ég að þyngjast? Ég hef engu breytt! Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur David Bergmann skrifar Skoðun Hatursorðræða á Íslandi Einar Baldvin skrifar Skoðun Hvernig væri nú að spyrja unga fólkið? – Um dagleg mannréttindabrot okkar á börnum og unglingum Jón Karl Stefánsson skrifar Skoðun Mjóbaksverkir – Hvað er rétt og rangt? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Sannleikurinn um Evrópusambandið III: Eflum álfuna okkar, Evrópu, og þar með ESB, barnanna okkar vegna! Ole Anton Bieldtvedt skrifar Skoðun Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis: Brettum upp ermar! Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Af upplýsingaóreiðu um orkumál Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Póstur í rugli? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er traustið endanlega farið? Bubbi Morthens skrifar Skoðun Breytingar, gjörið svo vel Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Um fyrirsjáanleika aflaheimilda og tvöfeldni SFS Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að hjóla í manninn! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hrund Traustadóttir,Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir,Ólöf Björk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólarnir eru fjöregg samfélagsins Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Októberfest, opið bréf/erindi til Stúdentaráðs, rektors, Háskólaráðs Háskóla Íslands og háskólaráðherra Aðalsteinn Gunnarsson,Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Hvað ef við hefðum val? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Hvernig komum við í veg fyrir uppfærslu á afbrotaforritinu hjá ungum afbrotamönnum? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kópavogsmódelið - Hagsmunir og þarfir barna Halla Ösp Hallsdóttir skrifar Skoðun Stefnumótun í málefnum innflytjenda: Samfélag okkar allra Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnan er skýr - höldum ótrauð áfram Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Það er fæddur einstaklingur Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börn eru fjöregg þjóðar Alma D. Möller skrifar Skoðun Kópavogsmódelið er lífgjöf til leikskólans Rakel Ýr Isaksen skrifar Skoðun Matmálstímar hafa forvarnargildi Fjalar Freyr Einarsson skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar – kafli 2 Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ég að þyngjast? Ég hef engu breytt! Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið: Kvenréttindafélagið og BSRB á villigötum Sigrún Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í börnum framtíðarinnar með því að fjárfesta í kennurum Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Er skeið Sjálfstæðisflokksins liðið? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðin – fyrir hverja? Pálína Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fjallaði háskólaráðherra um þá ógn sem hugmyndafræðinni um eignarréttinn og ábyrgð stafaði af því að grunnskólabörn fái námsgögn án endurgjalds í skólanum. Þar sagði hún sögur af börnum sem koma heim með töskur fullar af ritföngum og öðrum námsgögnum sem þau hafa ekki notað og hélt því fullum fetum fram að ómögulegt væri að koma fyrir hjá þeim ábyrgðartilfinningu gagnvart þessum hlutum vegna þess að þau ættu þau ekki. Nú búa tvö börn á mínu heimili og ég get í fullri hreinskilni sagt að þau hafa aldrei – ekki einu sinni – komið heim með töskur fullar af ritföngum. Vissulega er reynsla mín takmörkuð við þessi tvö börn, en ég á ofboðslega erfitt með að ímynda mér að stílabækur og blýantar séu svo heillandi fyrir grunnskólabörnum að stórir hópar þeirra finni hjá sér þörfina til að hamstra þeim. Sé það raunin myndi ég ætla að þar væri kjörið tækifæri fyrir foreldra til að ræða við börnin sín um sjálfstjórn. Að þó eitthvað sé frítt þá þýði það ekki að maður þurfi að taka alla hrúguna. Það er gífurlega mikilvægt að við temjum börnunum okkar að bera virðingu fyrir hlutunum og ganga vel um þá jafnvel þó þau eigi þá ekki ein. Dæmi um hluti sem börn komast í kynni við daglega sem þau hafa afnot af en eiga ekki sjálf eru leiktæki á leikvöllum, skólabyggingin, íþróttahúsið og búnaðurinn þar, nú og bara nær öll íslensk náttúra. Að sjálfsögðu þurfa þau að læra að fara vel með eigin muni (sem gengur alla jafna upp og ofan) en það er engu síður mikilvægt að þau læri að fara vel með eigur annarra og hluti sem eru í eigu okkar allra. Upphaf skólaársins er kvíðavaldur fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að passa upp á hverja krónu til að ná endum saman í hverjum mánuði og þurfa nú að kljást við öll viðbótar útgjöldin sem nýju skólaári fylgir. Þó það sé vissulega ekki stærsti bitinn af kökunni þá er það tvímælalaust mörgum fjölskyldum kærkomin búbót að þurfa ekki að bæta námsgögnum við í það reikningsdæmi. Mér þykir þetta því áhugaverð tímasetning fyrir háskólaráðherra til að bridda upp á þessu umræðuefni, því þó þessir einstaklingar séu kannski ekki í hennar nærumhverfi þá eru þeir svo sannarlega til og eru, að mér sýnist, umtalsvert fleiri en hana grunar. Það að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til menntunar felur í sér að tryggja þeim aðgengi að þeim tækjum og tólum sem þarf til að stunda nám. Ég er því þakklát að jafnt aðgengi allra barna að menntun vegi þyngra í huga mennta- og barnamálaráðherra en áhyggjur af meintum hömstruðum blýöntum. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna
Hvernig væri nú að spyrja unga fólkið? – Um dagleg mannréttindabrot okkar á börnum og unglingum Jón Karl Stefánsson Skoðun
Sannleikurinn um Evrópusambandið III: Eflum álfuna okkar, Evrópu, og þar með ESB, barnanna okkar vegna! Ole Anton Bieldtvedt Skoðun
Októberfest, opið bréf/erindi til Stúdentaráðs, rektors, Háskólaráðs Háskóla Íslands og háskólaráðherra Aðalsteinn Gunnarsson,Björn Sævar Einarsson Skoðun
Skoðun Hvernig væri nú að spyrja unga fólkið? – Um dagleg mannréttindabrot okkar á börnum og unglingum Jón Karl Stefánsson skrifar
Skoðun Sannleikurinn um Evrópusambandið III: Eflum álfuna okkar, Evrópu, og þar með ESB, barnanna okkar vegna! Ole Anton Bieldtvedt skrifar
Skoðun Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hrund Traustadóttir,Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir,Ólöf Björk Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Októberfest, opið bréf/erindi til Stúdentaráðs, rektors, Háskólaráðs Háskóla Íslands og háskólaráðherra Aðalsteinn Gunnarsson,Björn Sævar Einarsson skrifar
Skoðun Hvernig komum við í veg fyrir uppfærslu á afbrotaforritinu hjá ungum afbrotamönnum? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stefnumótun í málefnum innflytjenda: Samfélag okkar allra Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið: Kvenréttindafélagið og BSRB á villigötum Sigrún Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í börnum framtíðarinnar með því að fjárfesta í kennurum Jónína Einarsdóttir skrifar
Hvernig væri nú að spyrja unga fólkið? – Um dagleg mannréttindabrot okkar á börnum og unglingum Jón Karl Stefánsson Skoðun
Sannleikurinn um Evrópusambandið III: Eflum álfuna okkar, Evrópu, og þar með ESB, barnanna okkar vegna! Ole Anton Bieldtvedt Skoðun
Októberfest, opið bréf/erindi til Stúdentaráðs, rektors, Háskólaráðs Háskóla Íslands og háskólaráðherra Aðalsteinn Gunnarsson,Björn Sævar Einarsson Skoðun