„Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 08:00 Þórir Hergeirsson með Ólympíugullið. Hann hefur þó fengið þetta lánað frá einum leikmanni sínum því þjálfarar á Ólympíuleikum fá ekki verðlaun. @mariathorisdottir María Þórisdóttir var meðal áhorfanda í París um helgina þegar faðir hennar, Þórir Hergeirsson, gerði norska kvennalandsliðið í handbolta að Ólympíumeisturum. María er mjög stolt af föður sínum sem hefur nú unnið tíu gullverðlaun á stórmótum sem aðalþjálfari norska liðsins. Norsku stelpurnar unnu þarna sitt fyrsta Ólympíugull frá árinu 2012 en í millitíðinni hafði liðið unnið tvo heimsmeistaratitla og fjóra Evrópumeistaratitla undir stjórn Þóris. Nú náðu þær aftur í Ólympíugullið. „Ólympíugullverðlaunahafi. Ég finn ekki orðin til að lýsa því hversu stolt ég er af þér. Leikmennirnir þínir og starfsfólkið þitt hafið náð þessu enn á ný. Þvílíkt afrek,“ skrifaði María. „Ég svo ánægð með að hafa fengið að upplifa þetta. Þvílík lífsreynsla,“ skrifaði María. „Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af sem er að veiða á Íslandi,“ skrifaði María. Hún birti myndir af föður sínum með gullverðlaunin og fjölskyldunni sem var komin til að horfa á Þóri landa gullinu. Þórir gaf ekkert upp um framtíðarplön sín eftir sigurinn á Frökkum í úrslitaleiknum. Hann er með lausan samning en ætlar að taka sér út ágúst til að meta stöðuna. Þórir sagði frá því eftir leikinn að hann væri á leiðinni til Íslands til að veiða í Veiðivötnum. Okkar sigursælasti stóramótaþjálfari mun því anda að sér íslenska fjallaloftinu og njóta kyrrðarinnar á hálendi Íslands til að finna út hvað sé best í stöðunni. Það er stór ákvörðun að halda áfram með norska liðið enda lykilmenn líklega að hætta að spila með landsliðinu auk þess að margir leikmenn liðsins eru komnar yfir þrítugt. Haldi Þórir áfram þá þarf hann að byggja upp nýtt lið eins og hann hefur gert svo oft áður. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir) Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikil sorg hjá Haaland Enski boltinn „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Íslenski boltinn Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Enski boltinn Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Lést í hlaupi til minningar um systur sína Sport Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Íslenski boltinn Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Given vorkennir Heimi Fótbolti Uppgjörið: KA - Haukar 26-34 | Stórsigur gestanna á Akureyri Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf gaman að spila í KA heimilinu” HK lagði Íslandsmeistarana og Grótta vann í Breiðholti Uppgjörið: KA - Haukar 26-34 | Stórsigur gestanna á Akureyri Haukur gekk frá lærisveinum Guðmundar Guðmundur Bragi gerði gæfumuninn Ein sú besta framlengir um þrjú ár Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla Birkir Fannar í Kaplakrika út leiktíðina Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Fær ekki keppnisleyfi þar sem uppeldisbætur hafa ekki verið greiddar Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Teitur Örn frábær og Gummersbach mætir FH Viggó og Andri Már öflugir í sigri Leipzig Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven og Orri Freyr fer vel af stað Valur líka í Evrópudeildina eftir háspennu í Króatíu Grótta stakk KA af í fyrsta leik Ómar og Gísli heitir en Elvar og Arnar flugu inn í Evrópudeildina Grótta hrelldi ÍBV í fyrsta leik en meistararnir fóru á flug Fram og ÍR með stórsigra í Olís-deildunum Arnór hafði betur gegn Guðmundi Ólafur ekki með FH næstu vikurnar Selja bjór til minningar um Fidda Skarphéðinn tryggði Haukum sigurinn með frábæru marki „Þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði“ Stjörnumenn sterkari á móti nágrönnunum Uppgjörið: FH - Fram 27-23 | Hefja titilvörnina á sigri Rut Arnfjörð: Þetta hafa verið krefjandi mánuðir Sjá meira
María er mjög stolt af föður sínum sem hefur nú unnið tíu gullverðlaun á stórmótum sem aðalþjálfari norska liðsins. Norsku stelpurnar unnu þarna sitt fyrsta Ólympíugull frá árinu 2012 en í millitíðinni hafði liðið unnið tvo heimsmeistaratitla og fjóra Evrópumeistaratitla undir stjórn Þóris. Nú náðu þær aftur í Ólympíugullið. „Ólympíugullverðlaunahafi. Ég finn ekki orðin til að lýsa því hversu stolt ég er af þér. Leikmennirnir þínir og starfsfólkið þitt hafið náð þessu enn á ný. Þvílíkt afrek,“ skrifaði María. „Ég svo ánægð með að hafa fengið að upplifa þetta. Þvílík lífsreynsla,“ skrifaði María. „Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af sem er að veiða á Íslandi,“ skrifaði María. Hún birti myndir af föður sínum með gullverðlaunin og fjölskyldunni sem var komin til að horfa á Þóri landa gullinu. Þórir gaf ekkert upp um framtíðarplön sín eftir sigurinn á Frökkum í úrslitaleiknum. Hann er með lausan samning en ætlar að taka sér út ágúst til að meta stöðuna. Þórir sagði frá því eftir leikinn að hann væri á leiðinni til Íslands til að veiða í Veiðivötnum. Okkar sigursælasti stóramótaþjálfari mun því anda að sér íslenska fjallaloftinu og njóta kyrrðarinnar á hálendi Íslands til að finna út hvað sé best í stöðunni. Það er stór ákvörðun að halda áfram með norska liðið enda lykilmenn líklega að hætta að spila með landsliðinu auk þess að margir leikmenn liðsins eru komnar yfir þrítugt. Haldi Þórir áfram þá þarf hann að byggja upp nýtt lið eins og hann hefur gert svo oft áður. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir)
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikil sorg hjá Haaland Enski boltinn „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Íslenski boltinn Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Enski boltinn Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Lést í hlaupi til minningar um systur sína Sport Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Íslenski boltinn Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Given vorkennir Heimi Fótbolti Uppgjörið: KA - Haukar 26-34 | Stórsigur gestanna á Akureyri Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf gaman að spila í KA heimilinu” HK lagði Íslandsmeistarana og Grótta vann í Breiðholti Uppgjörið: KA - Haukar 26-34 | Stórsigur gestanna á Akureyri Haukur gekk frá lærisveinum Guðmundar Guðmundur Bragi gerði gæfumuninn Ein sú besta framlengir um þrjú ár Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla Birkir Fannar í Kaplakrika út leiktíðina Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Fær ekki keppnisleyfi þar sem uppeldisbætur hafa ekki verið greiddar Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Teitur Örn frábær og Gummersbach mætir FH Viggó og Andri Már öflugir í sigri Leipzig Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven og Orri Freyr fer vel af stað Valur líka í Evrópudeildina eftir háspennu í Króatíu Grótta stakk KA af í fyrsta leik Ómar og Gísli heitir en Elvar og Arnar flugu inn í Evrópudeildina Grótta hrelldi ÍBV í fyrsta leik en meistararnir fóru á flug Fram og ÍR með stórsigra í Olís-deildunum Arnór hafði betur gegn Guðmundi Ólafur ekki með FH næstu vikurnar Selja bjór til minningar um Fidda Skarphéðinn tryggði Haukum sigurinn með frábæru marki „Þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði“ Stjörnumenn sterkari á móti nágrönnunum Uppgjörið: FH - Fram 27-23 | Hefja titilvörnina á sigri Rut Arnfjörð: Þetta hafa verið krefjandi mánuðir Sjá meira