Stjörnuleikur Curry bjargaði Bandaríkjamönnum Smári Jökull Jónsson skrifar 8. ágúst 2024 20:56 Steph Curry og Kevin Durant sáttir með gang mála. Vísir/Getty Stórleikur Steph Curry kom í veg fyrir sigur Serba gegn Bandaríkjamönnum í undanúrslitum körfuboltans á Ólympíuleikunum. Serbar leiddu nær allan tímann en gáfu eftir undir lokin. Bandaríkjamenn lentu í vandræðum snemma leiks. Serbar komust sjö stigum yfir um miðjan fyrsta leikhlutann og leiddu með átta stigum að honum loknum. Þeir juku síðan á forskotið í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 54-43 Serbum í vil. Svipuð þróun hélt áfram í þriðja leikhlutanum. Bandaríkjamenn náðu aðeins að minnka muninn en Serbar svöruðu og komust mest fimmtán stigum yfir undir lok leikhlutans. Áhlaup Bandaríkjamanna kom hins vegar í fjórða leikhlutanum. Á örskömmum tíma breyttu þeir stöðunni úr 80-73 í 84-84. Allt jafnt og undir lokin stigu stjörnur Bandaríkjamanna upp á meðan Nikola Jokic og félagar virtust sprungnir og gátu ekki keypt sér körfu. LeBron James og Nikola Jokic berjast í leiknum.Vísir/Getty Steph Curry setti niður þrist og kom Bandaríkjamönnum í 87-86 og LeBron James og Curry skoruðu síðan tvær hraðaupphlaupskörfur í röð og staðan skyndilega orðin 91-86 Bandaríkjunum í vil. Serbum tókst að minnka muninn í tvö stig í tvígang en höfðu ekki kraftana í meira en það. Bandaríkjamenn unnu lokafjórðunginn með sautján stigum og leikinn 95-91. Eins og áður segir var það Steph Curry sem var maðurinn á bakvið sigur Bandaríkjamanna. Hann skoraði 36 stig og hitti úr níu af fjórtán þriggja stiga skotum sínum sem gerir 64% nýtingu. Mögnuð frammistaða. STEPH CURRY IN THE COMEBACK WIN:36 PTS12/19 FG 9/14 3PT8 REBDIFFERENT 🔥 pic.twitter.com/i0aKTZXcAu— Overtime (@overtime) August 8, 2024 Joel Embiid skoraði 19 stig fyrir Bandaríkjamenn og LeBron James átti frábæran leik líkt og Curry með16 stig auk þess að taka 12 fráköst og gefa 10 stoðsendingar. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Serbíu með 20 stig og Nikola Jokic skoraði 17. Bandaríkjamenn mæta Frökkum í úrslitum á sunnudag. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikil sorg hjá Haaland Enski boltinn Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Enski boltinn Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Íslenski boltinn „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína“ Fótbolti Hungrið enn til staðar hjá Gunnari: Með augun á næsta bardaga Sport Man United tapaði yfir tuttugu milljörðum á síðasta ári Enski boltinn Given vorkennir Heimi Fótbolti Tah getur valið úr gylliboðum næsta sumar Fótbolti Enzo missir bílprófið og fær sekt upp á hálfa milljón Enski boltinn Ronaldo gagnrýnir Ten Hag: Man Utd þarf að endurbyggja allt Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík fær tvo Valin best þriðju vikuna í röð Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Undirbýr sig fyrir NBA tímabilið á bólakafi Benni Gumm fann Grikkja fyrir Tindastólsliðið: „Tók sinn tíma“ Cailtin Clark áritaði kornabarn Barkley gaf eftir hundrað milljónir til að halda tryggð við TNT Tróð yfir LeBron James og dreymir um að komast í NBA Sjá meira
Bandaríkjamenn lentu í vandræðum snemma leiks. Serbar komust sjö stigum yfir um miðjan fyrsta leikhlutann og leiddu með átta stigum að honum loknum. Þeir juku síðan á forskotið í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 54-43 Serbum í vil. Svipuð þróun hélt áfram í þriðja leikhlutanum. Bandaríkjamenn náðu aðeins að minnka muninn en Serbar svöruðu og komust mest fimmtán stigum yfir undir lok leikhlutans. Áhlaup Bandaríkjamanna kom hins vegar í fjórða leikhlutanum. Á örskömmum tíma breyttu þeir stöðunni úr 80-73 í 84-84. Allt jafnt og undir lokin stigu stjörnur Bandaríkjamanna upp á meðan Nikola Jokic og félagar virtust sprungnir og gátu ekki keypt sér körfu. LeBron James og Nikola Jokic berjast í leiknum.Vísir/Getty Steph Curry setti niður þrist og kom Bandaríkjamönnum í 87-86 og LeBron James og Curry skoruðu síðan tvær hraðaupphlaupskörfur í röð og staðan skyndilega orðin 91-86 Bandaríkjunum í vil. Serbum tókst að minnka muninn í tvö stig í tvígang en höfðu ekki kraftana í meira en það. Bandaríkjamenn unnu lokafjórðunginn með sautján stigum og leikinn 95-91. Eins og áður segir var það Steph Curry sem var maðurinn á bakvið sigur Bandaríkjamanna. Hann skoraði 36 stig og hitti úr níu af fjórtán þriggja stiga skotum sínum sem gerir 64% nýtingu. Mögnuð frammistaða. STEPH CURRY IN THE COMEBACK WIN:36 PTS12/19 FG 9/14 3PT8 REBDIFFERENT 🔥 pic.twitter.com/i0aKTZXcAu— Overtime (@overtime) August 8, 2024 Joel Embiid skoraði 19 stig fyrir Bandaríkjamenn og LeBron James átti frábæran leik líkt og Curry með16 stig auk þess að taka 12 fráköst og gefa 10 stoðsendingar. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Serbíu með 20 stig og Nikola Jokic skoraði 17. Bandaríkjamenn mæta Frökkum í úrslitum á sunnudag.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikil sorg hjá Haaland Enski boltinn Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Enski boltinn Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Íslenski boltinn „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína“ Fótbolti Hungrið enn til staðar hjá Gunnari: Með augun á næsta bardaga Sport Man United tapaði yfir tuttugu milljörðum á síðasta ári Enski boltinn Given vorkennir Heimi Fótbolti Tah getur valið úr gylliboðum næsta sumar Fótbolti Enzo missir bílprófið og fær sekt upp á hálfa milljón Enski boltinn Ronaldo gagnrýnir Ten Hag: Man Utd þarf að endurbyggja allt Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík fær tvo Valin best þriðju vikuna í röð Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Undirbýr sig fyrir NBA tímabilið á bólakafi Benni Gumm fann Grikkja fyrir Tindastólsliðið: „Tók sinn tíma“ Cailtin Clark áritaði kornabarn Barkley gaf eftir hundrað milljónir til að halda tryggð við TNT Tróð yfir LeBron James og dreymir um að komast í NBA Sjá meira