Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 07:00 Björn Brynjúlfur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að fella brott tolla sem lagðir eru á innflutt matvæli. Vísir/Vilhelm/Getty Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli. Viðskiptaráð hefur tekið saman áhrif þessara tolla á verð nokkurra vara sem eru vinsælar í innkaupakörfum íslenskra heimila. Ef tollar væru afnumdir myndi verð þeirra lækka umtalsvert,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Tekin eru eftirfarandi dæmi: Häagen-Dazs rjómaís myndi lækka um 19% McCain franskar kartöflur myndu lækka um 32% Írskar nautalundir myndu lækka um 37% Mozzarella ostur myndi lækka um 38% Philadelphia rjómostur myndi lækka um 38% Danskar kjúklingabringur myndu lækka um 43% Afnám tolla væri kjarabót fyrir íslensk heimili Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttar matvörur, en reynslan sýni að það væri meiriháttar kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. „Tollar eru ofurskattar á mat og stærsta orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Heildarskattlagning á framangreindar matvörur nemur frá 38 prósentum upp í 105 prósent ofan á innflutningsverð. Tollar, í formi magntolls og verðtolls, vega þar þyngst,“ segir í tilkynningunni. Verð á dönskum kjúklingabringum myndi lækka um 43 prósent.Getty Tollar dragi einnig úr úrvali og gæðum Viðskiptaráð segir skaðsemi tolla ekki einungis birtast í hærra matvælaverði, heldur dragi þeir einnig úr vöruúrvali og gæðum. Það stafi af því að minna sé flutt inn af mat sem beri tolla. Fyrir vikið verði vöruúrval fátæklegra, valkostir neytenda færri og gæðin minni. Þá valdi tollar einnig óhagkvæmi þar sem þeir hamla samkeppni í viðkomandi atvinnugreinum. Einnig er bent á það að árin 2015 til 2016 hafi vörugjöld og allir tollar verið afnumdir á allar vörur nema matvörur. Hér má sjá þá skatta sem lagðir eru á innfluttar matvörur.Viðskiptaráð „Sú breyting leiddi til verulegra verðlækkana og hefur reynst ein stærsta kjarabót íslenskra heimila undanfarna áratugi. Úttekt Hagfræðistofnunar á áhrifum afnámsins sýndi að það skilaði sér til neytenda og verð allra vara sem undir voru lækkaði,“ segir Viðskiptaráð. Sagt er að engin ein aðgerð stjórnvalda myndi bæta kjör íslenskra heimila jafn mikið og afnám tolla á matvörur. „Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema að fullu tolla á matvörur. Auk lægra matvælaverðs, aukins vöruúrvals og meiri gæða felst í þeirri aðgerð samfélagslegur ávinningur í formi aukinnar samkeppni, hagkvæmni og verðmætasköpunar.“ Skattar og tollar Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
„Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli. Viðskiptaráð hefur tekið saman áhrif þessara tolla á verð nokkurra vara sem eru vinsælar í innkaupakörfum íslenskra heimila. Ef tollar væru afnumdir myndi verð þeirra lækka umtalsvert,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Tekin eru eftirfarandi dæmi: Häagen-Dazs rjómaís myndi lækka um 19% McCain franskar kartöflur myndu lækka um 32% Írskar nautalundir myndu lækka um 37% Mozzarella ostur myndi lækka um 38% Philadelphia rjómostur myndi lækka um 38% Danskar kjúklingabringur myndu lækka um 43% Afnám tolla væri kjarabót fyrir íslensk heimili Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttar matvörur, en reynslan sýni að það væri meiriháttar kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. „Tollar eru ofurskattar á mat og stærsta orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Heildarskattlagning á framangreindar matvörur nemur frá 38 prósentum upp í 105 prósent ofan á innflutningsverð. Tollar, í formi magntolls og verðtolls, vega þar þyngst,“ segir í tilkynningunni. Verð á dönskum kjúklingabringum myndi lækka um 43 prósent.Getty Tollar dragi einnig úr úrvali og gæðum Viðskiptaráð segir skaðsemi tolla ekki einungis birtast í hærra matvælaverði, heldur dragi þeir einnig úr vöruúrvali og gæðum. Það stafi af því að minna sé flutt inn af mat sem beri tolla. Fyrir vikið verði vöruúrval fátæklegra, valkostir neytenda færri og gæðin minni. Þá valdi tollar einnig óhagkvæmi þar sem þeir hamla samkeppni í viðkomandi atvinnugreinum. Einnig er bent á það að árin 2015 til 2016 hafi vörugjöld og allir tollar verið afnumdir á allar vörur nema matvörur. Hér má sjá þá skatta sem lagðir eru á innfluttar matvörur.Viðskiptaráð „Sú breyting leiddi til verulegra verðlækkana og hefur reynst ein stærsta kjarabót íslenskra heimila undanfarna áratugi. Úttekt Hagfræðistofnunar á áhrifum afnámsins sýndi að það skilaði sér til neytenda og verð allra vara sem undir voru lækkaði,“ segir Viðskiptaráð. Sagt er að engin ein aðgerð stjórnvalda myndi bæta kjör íslenskra heimila jafn mikið og afnám tolla á matvörur. „Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema að fullu tolla á matvörur. Auk lægra matvælaverðs, aukins vöruúrvals og meiri gæða felst í þeirri aðgerð samfélagslegur ávinningur í formi aukinnar samkeppni, hagkvæmni og verðmætasköpunar.“
Skattar og tollar Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun