Lokaleikir riðlakeppninnar fóru fram í dag og þar fögnuðu Noregur, Danmörk og Svíþjóð öll sigri í sínum leikjum.
Nágrannaþjóðirnar enduðu þar með allar með sex stig í riðlinum en þær norsku urðu efstar á innbyrðis viðureignum þökk sé stórsigri sínum á Dönum. Svíar urðu í öðru sæti og Danir í því þriðja.
Noregur mætir því Brasilíu í átta liða úrslitunum en Brasilía endaði í fjórða sæti í hinum riðlinum.
Svíar spila við Ungverjaland og Danir mæta Hollendingum. Lokaleikur átta liða úrslitanna er síðan á milli Frakklands og Þýskalands.
Vinni Noregur leik sinn í átta liða úrslitunum þá bíður þeirra leikur á móti annað hvort Danmörku eða Hollandi í undanúrslitunum.
Leikirnir í átta liða úrslitum fara fram 6. ágúst næstkomandi.
- Átta liða úrslit í handbolta kvenna á ÓL 2024:
- Noregur-Brasilía
- Danmörk-Holland
- Svíþjóð-Ungverjaland
- Frakkland-Þýskaland