Einn besti dagur sumarsins í Reykjavík um helgina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. júlí 2024 12:13 Stærsta ferðahelgi ársins er fram undan en sumarblíðuna verður líklega helst að finna á höfuðborgarsvæðinu. vísir/Vilhelm Það stefnir í einn besta dag sumarsins í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Enn önnur lægðin er við landið og veldur rigningu og hlýjum blæstri um næstu helgi. Ein stærsta ferðahelgi ársins er fram undan; Verslunarmannahelgin með tilheyrandi bæjar- og útihátíðum. Veðrið leikur eflaust stóran þátt í skipulagningu einhverra og að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, hefur útlitið verið betra. „Það er lægð, dálítið mikil um sig miðað við sumarið, sem mun stjórna veðrinu hjá okkur. Hún verður fyrir sunnan landið og við verðum ekki fyrir beinum áhrifum frá henni, fyrir utan blástur á miðvikudag og fimmtudag og skil lægðarinnar ganga yfir landið. Síðan á föstudag er gert ráð fyrir að þessi sama lægð beini til okkar nýjum skammti af röku en líka hlýju lofti,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir/Vilhelm Þessu fylgir kunnugleg spá suðaustan og austanlands, eða talsverð rigning. Á laugardag mun síðan hvessa en blásturinn verður þó hlýr og hitinn gæti farið upp í allt að tuttugu stig á Snæfellsnesi. Horfurnar eru bestar í kringum höfuðborgarsvæðið. „Það er óvenjulegt þegar maður flettir upp tjaldveðrinu á Bliku að þá kemur tjaldsvæðið í Reykjavík þar hæst. Ég hef aldrei séð það áður. Og þar á eftir tjaldsvæðið í Selvogi.“ Útlitið sé sérstaklega gott á laugardag, eða sól og hlýindi. „Hitinn í Reykjavík gæti þess vegna farið í sautján til nítján stig sem gerði þann dag þá að einum af bestu dögum sumarsins.“ Í Vestmannaeyjum verður talsverður dagamunur á veðrinu. Helgin hefst með strekkingi á föstudag. „Síðan snýst hann í norðaustanátt á laugardag og þá er nú yfirleitt skjól í Eyjum en það gæti mögulega rignt. Svo er fínasta veður á sunnudag, svona í stórum dráttum.“ Veður Ferðalög Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Ein stærsta ferðahelgi ársins er fram undan; Verslunarmannahelgin með tilheyrandi bæjar- og útihátíðum. Veðrið leikur eflaust stóran þátt í skipulagningu einhverra og að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, hefur útlitið verið betra. „Það er lægð, dálítið mikil um sig miðað við sumarið, sem mun stjórna veðrinu hjá okkur. Hún verður fyrir sunnan landið og við verðum ekki fyrir beinum áhrifum frá henni, fyrir utan blástur á miðvikudag og fimmtudag og skil lægðarinnar ganga yfir landið. Síðan á föstudag er gert ráð fyrir að þessi sama lægð beini til okkar nýjum skammti af röku en líka hlýju lofti,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir/Vilhelm Þessu fylgir kunnugleg spá suðaustan og austanlands, eða talsverð rigning. Á laugardag mun síðan hvessa en blásturinn verður þó hlýr og hitinn gæti farið upp í allt að tuttugu stig á Snæfellsnesi. Horfurnar eru bestar í kringum höfuðborgarsvæðið. „Það er óvenjulegt þegar maður flettir upp tjaldveðrinu á Bliku að þá kemur tjaldsvæðið í Reykjavík þar hæst. Ég hef aldrei séð það áður. Og þar á eftir tjaldsvæðið í Selvogi.“ Útlitið sé sérstaklega gott á laugardag, eða sól og hlýindi. „Hitinn í Reykjavík gæti þess vegna farið í sautján til nítján stig sem gerði þann dag þá að einum af bestu dögum sumarsins.“ Í Vestmannaeyjum verður talsverður dagamunur á veðrinu. Helgin hefst með strekkingi á föstudag. „Síðan snýst hann í norðaustanátt á laugardag og þá er nú yfirleitt skjól í Eyjum en það gæti mögulega rignt. Svo er fínasta veður á sunnudag, svona í stórum dráttum.“
Veður Ferðalög Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira