Auðvitað á að treysta fólki sjálfu fyrir því hvert það beinir viðskiptum sínum Sigurður G. Guðjónsson skrifar 29. júlí 2024 09:00 Kröftug umræða hefur verið í sumar um viðskiptahætti fyrirtækja sem bjóða áhættuspil á netinu. Einsog áður hefur verið bent á í greinum hér á Vísi er mikilvægt að gera skýran greinarmun á fyrirtækjum sem vanda til verka og hinna sem gera það ekki. Morgan Stanley gefur Betsson AAA í einkunn Skjólstæðingur minn, Betsson, sem skráð er í sænsku kauphöllinni, er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa um árabil lagt mikla áherslu á að gefa engan afslátt af góðum viðskiptaháttum. Þann 12. júlí gaf til dæmis matsfyrirtæki Morgan Stanley Capital International (MSCI) Betsson hæstu mögulegu einkunn, AAA, þegar kemur að viðmiðinu um ,,Umhverfislega og félagslega þætti og stjórnarhætti” (Environmental, Social and Governance - ESG). Þetta er viðmið sem fjárfestar styðjast við til að meta mögulegar fjárfestingar sínar út frá aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga, þar á meðal hvernig fyrirtæki kemur fram við starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið sem það starfar í. Óvandaður málflutningur Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi sunnudaginn 21. júlí sl. lét Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), aðaleiganda stærsta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, gamminn geysa um starfsemi þessa. Bauð hann upp á fjölda staðreyndavillana og bar sakir um ólögmæta starfsemi á öll erlend fyrirtæki sem bjóða fjárhættuspil á netinu. Lárus má fullyrti þannig að tuttugu til þrjátíu milljarðar króna fari úr landi vegna starfsemi erlendra veðmálasíðna. Lárus nefndi engar heimildir til stuðnings þessari fullyrðingu sagði bara „menn segja“. Lárus á hins vegar að að vita betur því hann sat í starfshópi á vegum dómsmálaráðherra, sem ætlað var að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála, og aflaði starfshópurinn sér upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um mögulegt umfang fjárhættuspila á erlendum veðmálasíðum. Samkvæmt þeim gögnum var umfangið metið á bilinu 10,5 til 12 milljarðar króna á ári. Um þetta má lesa á blaðsíðu 22 í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra. Þar er nefnt að Íslendingar „eyði“ þessari tölu á erlendum veðmálasíðum en ekki lagt mat á hvað þeir hafi fengið til baka. Þá mátti skilja á Lárusi að stjórnvöld um alla Evrópu stæðu í stórræðum við að loka fjárhættuspilasíðum á netinu og að þar væru aðeins starfandi einokunarfyrirtæki á borð við þau sem hann kemur að hér á landi fyrir hönd ÍSÍ. Þetta er rangt, eins og hefur nú verið útskýrt kurteisislega fyrir Lárusi og öðrum áhugasömum lesendum í aðsendri grein. Ísland og Noregur eru nánast einu rikin eftir innan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa ekki uppfært löggjöf sína um fjárhættuspil með tilliti til nútímans þar sem verslun og þjónusta á netinu er hluti af daglegu lífi. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Í grunninn hafa stjórnvöld víðast um álfuna ákveðið að treysta fólki sjálfu fyrir því við hverja það kýs að eiga viðskipti. Eðilega, myndu örugglega flestir segja. Engin veðmál á leiki yngri flokka hjá Betsson Hjá Betsson er ekki í boði að veðja á leiki yngri flokka (sem er því miður raunin hjá ýmsum öðrum síðum). Þá leggur fyrirtækið blátt bann við því að fólk undir 18 ára aldri opni reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist. Er þetta hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins, sem hvergi er hvikað frá. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kröftug umræða hefur verið í sumar um viðskiptahætti fyrirtækja sem bjóða áhættuspil á netinu. Einsog áður hefur verið bent á í greinum hér á Vísi er mikilvægt að gera skýran greinarmun á fyrirtækjum sem vanda til verka og hinna sem gera það ekki. Morgan Stanley gefur Betsson AAA í einkunn Skjólstæðingur minn, Betsson, sem skráð er í sænsku kauphöllinni, er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa um árabil lagt mikla áherslu á að gefa engan afslátt af góðum viðskiptaháttum. Þann 12. júlí gaf til dæmis matsfyrirtæki Morgan Stanley Capital International (MSCI) Betsson hæstu mögulegu einkunn, AAA, þegar kemur að viðmiðinu um ,,Umhverfislega og félagslega þætti og stjórnarhætti” (Environmental, Social and Governance - ESG). Þetta er viðmið sem fjárfestar styðjast við til að meta mögulegar fjárfestingar sínar út frá aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga, þar á meðal hvernig fyrirtæki kemur fram við starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið sem það starfar í. Óvandaður málflutningur Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi sunnudaginn 21. júlí sl. lét Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), aðaleiganda stærsta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, gamminn geysa um starfsemi þessa. Bauð hann upp á fjölda staðreyndavillana og bar sakir um ólögmæta starfsemi á öll erlend fyrirtæki sem bjóða fjárhættuspil á netinu. Lárus má fullyrti þannig að tuttugu til þrjátíu milljarðar króna fari úr landi vegna starfsemi erlendra veðmálasíðna. Lárus nefndi engar heimildir til stuðnings þessari fullyrðingu sagði bara „menn segja“. Lárus á hins vegar að að vita betur því hann sat í starfshópi á vegum dómsmálaráðherra, sem ætlað var að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála, og aflaði starfshópurinn sér upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um mögulegt umfang fjárhættuspila á erlendum veðmálasíðum. Samkvæmt þeim gögnum var umfangið metið á bilinu 10,5 til 12 milljarðar króna á ári. Um þetta má lesa á blaðsíðu 22 í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra. Þar er nefnt að Íslendingar „eyði“ þessari tölu á erlendum veðmálasíðum en ekki lagt mat á hvað þeir hafi fengið til baka. Þá mátti skilja á Lárusi að stjórnvöld um alla Evrópu stæðu í stórræðum við að loka fjárhættuspilasíðum á netinu og að þar væru aðeins starfandi einokunarfyrirtæki á borð við þau sem hann kemur að hér á landi fyrir hönd ÍSÍ. Þetta er rangt, eins og hefur nú verið útskýrt kurteisislega fyrir Lárusi og öðrum áhugasömum lesendum í aðsendri grein. Ísland og Noregur eru nánast einu rikin eftir innan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa ekki uppfært löggjöf sína um fjárhættuspil með tilliti til nútímans þar sem verslun og þjónusta á netinu er hluti af daglegu lífi. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Í grunninn hafa stjórnvöld víðast um álfuna ákveðið að treysta fólki sjálfu fyrir því við hverja það kýs að eiga viðskipti. Eðilega, myndu örugglega flestir segja. Engin veðmál á leiki yngri flokka hjá Betsson Hjá Betsson er ekki í boði að veðja á leiki yngri flokka (sem er því miður raunin hjá ýmsum öðrum síðum). Þá leggur fyrirtækið blátt bann við því að fólk undir 18 ára aldri opni reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist. Er þetta hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins, sem hvergi er hvikað frá. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar