Hulda Clara og Aron Snær Íslandsmeistarar í golfi Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2024 23:02 Íslandsmeistarar í annað sinn, bæði tvö. Aron og Hulda urðu einnig meistarar 2021. Golf.is/Seth Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson eru Íslandsmeistarar í golfi 2024 en þau eru bæði í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þetta er í annað sinn sem þau fagna þessum titli en þau sigruðu bæði í fyrsta sinn árið 2021. Íslandsmótið kláraðist á Hólmsvelli í Leiru í dag. Lokadagurinn var einkar spennandi en Aron Snær lék á 14 höggum undir pari vallar á keppnisdögunum fjórum. Þar með setti hann nýtt mótsmet. Aron Emil Gunnarsson, GOS, varð annar á tólf höggum undir pari. Jafnir í þriðja sæti voru Böðvar Bragi Pálsson, GR og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, á níu höggum undir pari. Alls léku 15 kylfingar samtals undir pari vallar. Aron Emil fékk Björgvinsskálina fyrir framgang sinn á mótinu en hana hlýtur sá áhugakylfingur sem nær bestu skori. Hulda með bikarinn.Golf.is/Seth Hulda Clara lék á 289 höggum eða fimm höggum yfir pari vallar og varð Íslandsmeistari í annað sinn. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, var á einu höggi á eftir, og Andrea Björg Bergsdóttir, GKG, varð þriðja. Hulda Clara fékk Guðfinnubikarinn, sem var veittur í fyrsta sinn, þeim áhugakylfingi sem leikur á besta skorinu í kvennaflokki. Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslandsmótið kláraðist á Hólmsvelli í Leiru í dag. Lokadagurinn var einkar spennandi en Aron Snær lék á 14 höggum undir pari vallar á keppnisdögunum fjórum. Þar með setti hann nýtt mótsmet. Aron Emil Gunnarsson, GOS, varð annar á tólf höggum undir pari. Jafnir í þriðja sæti voru Böðvar Bragi Pálsson, GR og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, á níu höggum undir pari. Alls léku 15 kylfingar samtals undir pari vallar. Aron Emil fékk Björgvinsskálina fyrir framgang sinn á mótinu en hana hlýtur sá áhugakylfingur sem nær bestu skori. Hulda með bikarinn.Golf.is/Seth Hulda Clara lék á 289 höggum eða fimm höggum yfir pari vallar og varð Íslandsmeistari í annað sinn. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, var á einu höggi á eftir, og Andrea Björg Bergsdóttir, GKG, varð þriðja. Hulda Clara fékk Guðfinnubikarinn, sem var veittur í fyrsta sinn, þeim áhugakylfingi sem leikur á besta skorinu í kvennaflokki.
Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira