Harpa vill létta lund veðurbugaðra höfuðborgarbúa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 15:25 Hildur hvetur önnur fyrirtæki sem sjá sér það fært að leggja sitt af mörkum til að létta lund borgarbúa. Vísir/Samsett Harpa ætlar að bjóða höfuðborgarbúum sem komast ekki austur á firði upp á tónleikamiða á helmingsverði og ókeypis mímósur vegna leiðindaveðursins sem herjar á borgina um helgina. Hildur Ottesen Hauksdóttir kynningarstjóri Hörpunnar segist finna fyrir bugun höfuðborgarbúa og hvetur önnur fyrirtæki til að létta lund þeirra. Hildur segir hugmyndina hafa fæðst í grámóskulegri bílferðinni í vinnuna í morgun. „Hugmyndin fæddist í leiðinni í vinnuna í morgun í þessu veðurfari sem er núna. Fólk er pínu bugað maður finnur það. Við finnum fyrir því í Hörpu að þegar það er verra veður þá fáum við fleiri útlendinga. Þá fórum við að hugsa hvort við gætum ekki gert eitthvað fyrir borgarbúa sem eru heima um helgina,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Harpa hefur því ákveðið að bjóða upp á tveir-fyrir-einn-tilboð á hádegistónleikum um helgina sem eru hluti af nýrri tónleikaröð Hörpu. Ásamt því verður einnig tveir-fyrir-einn-tilboð á gagnvirku upplifunarsýninguna Hringáttu. Samhliða því býður veitingastaðurinn Hnoss á jarðhæð Hörpu upp á ókeypis mímósu með brönsmatseðli. „Við erum að hugsa að reyna að létta lundina. Þetta er það sem við getum gert. Svo fórum við að hugsa þetta lengra. Það væri gaman ef við gætum búið til einhverja stemningu fyrir því að jafnvel fleiri gætu gert eitthvað,“ segir Hildur. „Það væri gaman ef fleiri fyrirtæki sæju sér fært að taka þátt í að gleðja höfuðborgarbúa í þessari gulu veðurviðvörun.“ Harpa Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Hildur segir hugmyndina hafa fæðst í grámóskulegri bílferðinni í vinnuna í morgun. „Hugmyndin fæddist í leiðinni í vinnuna í morgun í þessu veðurfari sem er núna. Fólk er pínu bugað maður finnur það. Við finnum fyrir því í Hörpu að þegar það er verra veður þá fáum við fleiri útlendinga. Þá fórum við að hugsa hvort við gætum ekki gert eitthvað fyrir borgarbúa sem eru heima um helgina,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Harpa hefur því ákveðið að bjóða upp á tveir-fyrir-einn-tilboð á hádegistónleikum um helgina sem eru hluti af nýrri tónleikaröð Hörpu. Ásamt því verður einnig tveir-fyrir-einn-tilboð á gagnvirku upplifunarsýninguna Hringáttu. Samhliða því býður veitingastaðurinn Hnoss á jarðhæð Hörpu upp á ókeypis mímósu með brönsmatseðli. „Við erum að hugsa að reyna að létta lundina. Þetta er það sem við getum gert. Svo fórum við að hugsa þetta lengra. Það væri gaman ef við gætum búið til einhverja stemningu fyrir því að jafnvel fleiri gætu gert eitthvað,“ segir Hildur. „Það væri gaman ef fleiri fyrirtæki sæju sér fært að taka þátt í að gleðja höfuðborgarbúa í þessari gulu veðurviðvörun.“
Harpa Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira