Ber endurhæfing ávöxt? Berglind Gunnarsdóttir og skrifa 13. júlí 2024 08:00 Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins. Til endurhæfingar á Reykjalundi koma einstaklingar eftir margs konar veikindi, slys og áföll og þar er veitt sérhæfð endurhæfingarþjónusta óháð búsetu. Þverfagleg þjónusta er veitt gegnum ólík meðferðarteymi. Á Reykjalundi eru átta meðferðarteymi: Efnaskipta-og offituteymi, geðheilsuteymi, gigtarteymi, hjartateymi, lungnateymi, taugateymi og verkjateymi. Auk þessa er starfrækt legudeild, Miðgarður, sem sinnir fjölbreyttum viðfangsefnum og tekur m.a. við sjúklingum frá Landspítala með það að sjónarmiði að geta, með öflugri endurhæfingarmeðferð, útskrifað þá heim. Á Reykjalund koma einstaklingar með flókinn og margþættan vanda þar sem stök úrræði í nærsamfélagi duga ekki til. Reykjalundur leggur áherslu á að vernda atvinnutengingu og stuðla að samfélagslegri þátttöku á meðan á endurhæfingu stendur. Sé þess nokkur kostur, er leitast við að hefja inngrip meðan virk atvinnutenging er til staðar eða einstaklingur er virkur í námi. Einnig er áhersla lögð á snemmbæra íhlutun í tilvikum foreldra með forsjá yfir börnum. Markmið endurhæfingarinnar snúa fyrst og fremst að því að bæta lífsgæði, rjúfa einangrun og auka færni í daglegu lífi. Tölurnar tala sínu máli Nýlega voru tekin saman á Reykjalundi gögn sem beina sjónum að þeim árangri sem þverfagleg endurhæfing skilaði árið 2023. Stuðst var við margs konar mælikvarða, mælingar á andlegum þáttum, svefni og lífsgæðum auk þess sem beinar líkamlegar mælingar eru framkvæmdar við innskrift og útskrift. Hér má sjá örfá dæmi um þann árangur sem skapast þegar þverfaglegri nálgun er beitt. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á þunglyndiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á kvíðakvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á svefnleysiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á gönguprófi á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á sjálfsmati þegar einstaklingar eru beðnir um að meta heilsu sína í dag á kvarða 0-100. Róttæk breyting verður á meðaltölum á öllum teymum Reykjalundar. Matið er hluti af alþjóðlegum lífsgæðakvarða EuroQol EQ-5D-5L sem víða er nýttur í rannsóknum og mati á fjárhagslegum og heilsufarslegum ávinningi í heilbrigðisþjónustu. Sláandi er hversu árangur þverfaglegrar endurhæfingar er bersýnilegur, hvert sem litið er. Ef nýskráð lyf á markaði sýndi sama árangur værum við líklega snögg til að kaupa hlutabréf. Endurhæfing er jú fjárfesting, ein sú ábatasamasta sem völ er á. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Þá er einnig gríðarlegur samfélagslegur ávinningur af öllum þeim sem öðlast aukna getu til atvinnuþátttöku, eru betur í stakk búnir að sinna foreldrahlutverki, þurfa í minna mæli að nýta sér heilbrigðisþjónustu eða geta útskrifast heim í stað þess að fara á hjúkrunarheimili. Árangur endurhæfingarmeðferðar skapar einstaklingnum grunn til þess að vinna áfram í átt að sínum markmiðum en framhaldið ræðst af mörgum þáttum. Búast má við bakslögum og betri dögum og ljóst er að margir þurfa áframhaldandi stuðning. Því eru tengsl við nærþjónustu einstaklings mikilvæg til eftirfylgdar. Stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi Við á Reykjalundi njótum þeirra forréttinda að fylgja okkar fólki gegnum tímabil vaxta og uppskeru. Suma daga eru skrefin þung, aðra daga léttari en þegar allt kemur til alls eru það markmið hvers einstaklings sem skipta mestu máli. Hvort sem markmiðin felast í því að geta haldið á börnunum, farið í göngu, sinnt félagsstörfum eða eldað kvöldverð skiptir öllu að við spyrjum út í, berum virðingu fyrir og lyftum því upp sem skiptir einstaklinginn mestu máli hverju sinni. Margir koma til endurhæfingar uppfullir vonleysis en með von að láni frá meðferðaraðilum geta þeir smátt og smátt farið að feta sína braut upp á við. Öll getum við þurft að standa frammi fyrir því að þurfa á endurhæfingarþjónustu að halda eftir áföll, veikindi eða slys. Ávinningur endurhæfingar er augljós hvort sem litið er til einstaklings eða samfélags. Fjárfestum í fólki og stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi. Það margborgar sig. Höfundur er gæðastjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins. Til endurhæfingar á Reykjalundi koma einstaklingar eftir margs konar veikindi, slys og áföll og þar er veitt sérhæfð endurhæfingarþjónusta óháð búsetu. Þverfagleg þjónusta er veitt gegnum ólík meðferðarteymi. Á Reykjalundi eru átta meðferðarteymi: Efnaskipta-og offituteymi, geðheilsuteymi, gigtarteymi, hjartateymi, lungnateymi, taugateymi og verkjateymi. Auk þessa er starfrækt legudeild, Miðgarður, sem sinnir fjölbreyttum viðfangsefnum og tekur m.a. við sjúklingum frá Landspítala með það að sjónarmiði að geta, með öflugri endurhæfingarmeðferð, útskrifað þá heim. Á Reykjalund koma einstaklingar með flókinn og margþættan vanda þar sem stök úrræði í nærsamfélagi duga ekki til. Reykjalundur leggur áherslu á að vernda atvinnutengingu og stuðla að samfélagslegri þátttöku á meðan á endurhæfingu stendur. Sé þess nokkur kostur, er leitast við að hefja inngrip meðan virk atvinnutenging er til staðar eða einstaklingur er virkur í námi. Einnig er áhersla lögð á snemmbæra íhlutun í tilvikum foreldra með forsjá yfir börnum. Markmið endurhæfingarinnar snúa fyrst og fremst að því að bæta lífsgæði, rjúfa einangrun og auka færni í daglegu lífi. Tölurnar tala sínu máli Nýlega voru tekin saman á Reykjalundi gögn sem beina sjónum að þeim árangri sem þverfagleg endurhæfing skilaði árið 2023. Stuðst var við margs konar mælikvarða, mælingar á andlegum þáttum, svefni og lífsgæðum auk þess sem beinar líkamlegar mælingar eru framkvæmdar við innskrift og útskrift. Hér má sjá örfá dæmi um þann árangur sem skapast þegar þverfaglegri nálgun er beitt. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á þunglyndiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á kvíðakvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á svefnleysiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á gönguprófi á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á sjálfsmati þegar einstaklingar eru beðnir um að meta heilsu sína í dag á kvarða 0-100. Róttæk breyting verður á meðaltölum á öllum teymum Reykjalundar. Matið er hluti af alþjóðlegum lífsgæðakvarða EuroQol EQ-5D-5L sem víða er nýttur í rannsóknum og mati á fjárhagslegum og heilsufarslegum ávinningi í heilbrigðisþjónustu. Sláandi er hversu árangur þverfaglegrar endurhæfingar er bersýnilegur, hvert sem litið er. Ef nýskráð lyf á markaði sýndi sama árangur værum við líklega snögg til að kaupa hlutabréf. Endurhæfing er jú fjárfesting, ein sú ábatasamasta sem völ er á. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Þá er einnig gríðarlegur samfélagslegur ávinningur af öllum þeim sem öðlast aukna getu til atvinnuþátttöku, eru betur í stakk búnir að sinna foreldrahlutverki, þurfa í minna mæli að nýta sér heilbrigðisþjónustu eða geta útskrifast heim í stað þess að fara á hjúkrunarheimili. Árangur endurhæfingarmeðferðar skapar einstaklingnum grunn til þess að vinna áfram í átt að sínum markmiðum en framhaldið ræðst af mörgum þáttum. Búast má við bakslögum og betri dögum og ljóst er að margir þurfa áframhaldandi stuðning. Því eru tengsl við nærþjónustu einstaklings mikilvæg til eftirfylgdar. Stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi Við á Reykjalundi njótum þeirra forréttinda að fylgja okkar fólki gegnum tímabil vaxta og uppskeru. Suma daga eru skrefin þung, aðra daga léttari en þegar allt kemur til alls eru það markmið hvers einstaklings sem skipta mestu máli. Hvort sem markmiðin felast í því að geta haldið á börnunum, farið í göngu, sinnt félagsstörfum eða eldað kvöldverð skiptir öllu að við spyrjum út í, berum virðingu fyrir og lyftum því upp sem skiptir einstaklinginn mestu máli hverju sinni. Margir koma til endurhæfingar uppfullir vonleysis en með von að láni frá meðferðaraðilum geta þeir smátt og smátt farið að feta sína braut upp á við. Öll getum við þurft að standa frammi fyrir því að þurfa á endurhæfingarþjónustu að halda eftir áföll, veikindi eða slys. Ávinningur endurhæfingar er augljós hvort sem litið er til einstaklings eða samfélags. Fjárfestum í fólki og stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi. Það margborgar sig. Höfundur er gæðastjóri Reykjalundar.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun