Fleiri farþegar en minni sætanýting Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 17:24 Farþegum Play fjölgar milli ára, en sætanýting er minni. Forstjóri er ánægður með farþegafjölgunina, en kennir aukinni samkeppni um verri sætanýtingu. Vísir/Vilhelm Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Hlutur Play á íslenska markaðnum vex Fram kemur að nokkrir þættir hafi áhrif á að sætanýting lækki milli ára, en helsta ástæðan fyrir því sé aukið framboð á flugsætum yfir Atlantshafið frá samkeppnisaðilum. Af þeim farþegum sem flugu með Play í júní hafi 31,9 prósent verið á leið frá Íslandi, 24,3 prósent á leið til Íslands og 43,8 prósent hafi verið tengifarþegar. „Hlutfall þeirra farþega sem flugu með Play frá Íslandi jókst úr 29,8 prósentum í júní í fyrra í 31,9 prósent í júní í ár, sem sýnir áframhaldandi vöxt Play á íslenska markaðinum.“ Þá segir einnig að stundvísi Play hafi verið framúrskarandi, hún hafi verið 91,4 prósent og því verið vel yfir 85 prósenta markmiði Play fyrir allt árið. Þar væri talsverð bæting frá í júní í fyrra þegar stundvísi var 81,2 prósent. Play fagnaði þriggja ára afmæli sínu 24. júní síðastliðinn, en á þessum þremur árum hefur félagið vaxið hratt. Árið 2021 voru farþegaþotur félagsins þrjár, en telja nú tíu og telja starfsmenn félagsins um 500 manns. Fyrir þremur árum hafi verið flogið til sjö áfangastaða en þeir telji nú um fjörutíu. Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars. Flugfélagið hefur vaxið mikið síðustu þrjú ár.Einar Árnason Play var annað árið í röð valið besta lággjaldaflugfélag Norður-Evrópu, samkvæmt árlegum lista World Airline Awards, sem byggir á umsögnum flugfarþega. Vill auka eftirspurn eftir Íslandsferðum með samhentu átaki „Við erum ánægð að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefðum viljað sjá hærri sætanýtingu. Þessa niðurstöðu má rekja til aukinnar samkeppni í flug yfir Atlantshafið og til fækkunar farþega til Íslands sem er afleiðing af öflugu markaðsstarfi sem nágrannaríki okkar hafa ráðist í,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Mikil umræða hefur verið um samdráttinn í ferðaþjónustu á Íslandi, og Einar Örn tekur þarna undir með röddum sem heyrst hafa úr ferðaþjónustunni sem hafa kallað eftir markaðssetningarátaki fyrir ferðaþjónustuna. „Við trúum því staðfastlega að með samhentu átaki ferðaþjónustunnar og íslenska ríkisins sé hægt að auka eftirspurnina eftir ferðum til Íslands, líkt og við höfum áður greint frá,“ segir Einar. Hann kveðst ánægður með að sjá að flugfélagið sé enn að auka hlut sinn á íslenska markaðinum. Íbúar Íslands hafi tekið þjónustu þeirra fagnandi, og augljóst sé að áhersla þeirra á að vera leiðandi í sólarlandaflugi frá Íslandi sé að leggjast vel í markaðinn. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Hlutur Play á íslenska markaðnum vex Fram kemur að nokkrir þættir hafi áhrif á að sætanýting lækki milli ára, en helsta ástæðan fyrir því sé aukið framboð á flugsætum yfir Atlantshafið frá samkeppnisaðilum. Af þeim farþegum sem flugu með Play í júní hafi 31,9 prósent verið á leið frá Íslandi, 24,3 prósent á leið til Íslands og 43,8 prósent hafi verið tengifarþegar. „Hlutfall þeirra farþega sem flugu með Play frá Íslandi jókst úr 29,8 prósentum í júní í fyrra í 31,9 prósent í júní í ár, sem sýnir áframhaldandi vöxt Play á íslenska markaðinum.“ Þá segir einnig að stundvísi Play hafi verið framúrskarandi, hún hafi verið 91,4 prósent og því verið vel yfir 85 prósenta markmiði Play fyrir allt árið. Þar væri talsverð bæting frá í júní í fyrra þegar stundvísi var 81,2 prósent. Play fagnaði þriggja ára afmæli sínu 24. júní síðastliðinn, en á þessum þremur árum hefur félagið vaxið hratt. Árið 2021 voru farþegaþotur félagsins þrjár, en telja nú tíu og telja starfsmenn félagsins um 500 manns. Fyrir þremur árum hafi verið flogið til sjö áfangastaða en þeir telji nú um fjörutíu. Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars. Flugfélagið hefur vaxið mikið síðustu þrjú ár.Einar Árnason Play var annað árið í röð valið besta lággjaldaflugfélag Norður-Evrópu, samkvæmt árlegum lista World Airline Awards, sem byggir á umsögnum flugfarþega. Vill auka eftirspurn eftir Íslandsferðum með samhentu átaki „Við erum ánægð að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefðum viljað sjá hærri sætanýtingu. Þessa niðurstöðu má rekja til aukinnar samkeppni í flug yfir Atlantshafið og til fækkunar farþega til Íslands sem er afleiðing af öflugu markaðsstarfi sem nágrannaríki okkar hafa ráðist í,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Mikil umræða hefur verið um samdráttinn í ferðaþjónustu á Íslandi, og Einar Örn tekur þarna undir með röddum sem heyrst hafa úr ferðaþjónustunni sem hafa kallað eftir markaðssetningarátaki fyrir ferðaþjónustuna. „Við trúum því staðfastlega að með samhentu átaki ferðaþjónustunnar og íslenska ríkisins sé hægt að auka eftirspurnina eftir ferðum til Íslands, líkt og við höfum áður greint frá,“ segir Einar. Hann kveðst ánægður með að sjá að flugfélagið sé enn að auka hlut sinn á íslenska markaðinum. Íbúar Íslands hafi tekið þjónustu þeirra fagnandi, og augljóst sé að áhersla þeirra á að vera leiðandi í sólarlandaflugi frá Íslandi sé að leggjast vel í markaðinn.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira