Fleiri farþegar en minni sætanýting Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 17:24 Farþegum Play fjölgar milli ára, en sætanýting er minni. Forstjóri er ánægður með farþegafjölgunina, en kennir aukinni samkeppni um verri sætanýtingu. Vísir/Vilhelm Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Hlutur Play á íslenska markaðnum vex Fram kemur að nokkrir þættir hafi áhrif á að sætanýting lækki milli ára, en helsta ástæðan fyrir því sé aukið framboð á flugsætum yfir Atlantshafið frá samkeppnisaðilum. Af þeim farþegum sem flugu með Play í júní hafi 31,9 prósent verið á leið frá Íslandi, 24,3 prósent á leið til Íslands og 43,8 prósent hafi verið tengifarþegar. „Hlutfall þeirra farþega sem flugu með Play frá Íslandi jókst úr 29,8 prósentum í júní í fyrra í 31,9 prósent í júní í ár, sem sýnir áframhaldandi vöxt Play á íslenska markaðinum.“ Þá segir einnig að stundvísi Play hafi verið framúrskarandi, hún hafi verið 91,4 prósent og því verið vel yfir 85 prósenta markmiði Play fyrir allt árið. Þar væri talsverð bæting frá í júní í fyrra þegar stundvísi var 81,2 prósent. Play fagnaði þriggja ára afmæli sínu 24. júní síðastliðinn, en á þessum þremur árum hefur félagið vaxið hratt. Árið 2021 voru farþegaþotur félagsins þrjár, en telja nú tíu og telja starfsmenn félagsins um 500 manns. Fyrir þremur árum hafi verið flogið til sjö áfangastaða en þeir telji nú um fjörutíu. Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars. Flugfélagið hefur vaxið mikið síðustu þrjú ár.Einar Árnason Play var annað árið í röð valið besta lággjaldaflugfélag Norður-Evrópu, samkvæmt árlegum lista World Airline Awards, sem byggir á umsögnum flugfarþega. Vill auka eftirspurn eftir Íslandsferðum með samhentu átaki „Við erum ánægð að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefðum viljað sjá hærri sætanýtingu. Þessa niðurstöðu má rekja til aukinnar samkeppni í flug yfir Atlantshafið og til fækkunar farþega til Íslands sem er afleiðing af öflugu markaðsstarfi sem nágrannaríki okkar hafa ráðist í,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Mikil umræða hefur verið um samdráttinn í ferðaþjónustu á Íslandi, og Einar Örn tekur þarna undir með röddum sem heyrst hafa úr ferðaþjónustunni sem hafa kallað eftir markaðssetningarátaki fyrir ferðaþjónustuna. „Við trúum því staðfastlega að með samhentu átaki ferðaþjónustunnar og íslenska ríkisins sé hægt að auka eftirspurnina eftir ferðum til Íslands, líkt og við höfum áður greint frá,“ segir Einar. Hann kveðst ánægður með að sjá að flugfélagið sé enn að auka hlut sinn á íslenska markaðinum. Íbúar Íslands hafi tekið þjónustu þeirra fagnandi, og augljóst sé að áhersla þeirra á að vera leiðandi í sólarlandaflugi frá Íslandi sé að leggjast vel í markaðinn. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Hlutur Play á íslenska markaðnum vex Fram kemur að nokkrir þættir hafi áhrif á að sætanýting lækki milli ára, en helsta ástæðan fyrir því sé aukið framboð á flugsætum yfir Atlantshafið frá samkeppnisaðilum. Af þeim farþegum sem flugu með Play í júní hafi 31,9 prósent verið á leið frá Íslandi, 24,3 prósent á leið til Íslands og 43,8 prósent hafi verið tengifarþegar. „Hlutfall þeirra farþega sem flugu með Play frá Íslandi jókst úr 29,8 prósentum í júní í fyrra í 31,9 prósent í júní í ár, sem sýnir áframhaldandi vöxt Play á íslenska markaðinum.“ Þá segir einnig að stundvísi Play hafi verið framúrskarandi, hún hafi verið 91,4 prósent og því verið vel yfir 85 prósenta markmiði Play fyrir allt árið. Þar væri talsverð bæting frá í júní í fyrra þegar stundvísi var 81,2 prósent. Play fagnaði þriggja ára afmæli sínu 24. júní síðastliðinn, en á þessum þremur árum hefur félagið vaxið hratt. Árið 2021 voru farþegaþotur félagsins þrjár, en telja nú tíu og telja starfsmenn félagsins um 500 manns. Fyrir þremur árum hafi verið flogið til sjö áfangastaða en þeir telji nú um fjörutíu. Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars. Flugfélagið hefur vaxið mikið síðustu þrjú ár.Einar Árnason Play var annað árið í röð valið besta lággjaldaflugfélag Norður-Evrópu, samkvæmt árlegum lista World Airline Awards, sem byggir á umsögnum flugfarþega. Vill auka eftirspurn eftir Íslandsferðum með samhentu átaki „Við erum ánægð að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefðum viljað sjá hærri sætanýtingu. Þessa niðurstöðu má rekja til aukinnar samkeppni í flug yfir Atlantshafið og til fækkunar farþega til Íslands sem er afleiðing af öflugu markaðsstarfi sem nágrannaríki okkar hafa ráðist í,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Mikil umræða hefur verið um samdráttinn í ferðaþjónustu á Íslandi, og Einar Örn tekur þarna undir með röddum sem heyrst hafa úr ferðaþjónustunni sem hafa kallað eftir markaðssetningarátaki fyrir ferðaþjónustuna. „Við trúum því staðfastlega að með samhentu átaki ferðaþjónustunnar og íslenska ríkisins sé hægt að auka eftirspurnina eftir ferðum til Íslands, líkt og við höfum áður greint frá,“ segir Einar. Hann kveðst ánægður með að sjá að flugfélagið sé enn að auka hlut sinn á íslenska markaðinum. Íbúar Íslands hafi tekið þjónustu þeirra fagnandi, og augljóst sé að áhersla þeirra á að vera leiðandi í sólarlandaflugi frá Íslandi sé að leggjast vel í markaðinn.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent