Hroki og villimennska ríkisstjórnar Netanjahú og heimska Hamas-samtakanna Katrín Harðardóttir skrifar 8. júlí 2024 11:30 Þetta er grein sem upphaflega er skrifuð af palestinskum flóttamanni á Íslandi sem Katrín Harðardóttir þýddi. En þar er fjallað um Gaza sem er á milli steins og sleggju. Í meira en átta mánuði hefur Gaza þjáðst og beðið með vonarglætu um árangur af sáttarumræðum undir forystu Bandaríkjamanna, Katara, Frakka og Egypta. Í hvert einasta skipti fara viðræður um vopnahlé út um þúfur og íbúar Gaza verða fyrir vonbrigðum. Það eina sem fólkið á Gaza vill er að þjóðarmorðinu, sem rænt hefur það öllu, linni. Hin mikla eyðilegging sem þjóðarmorðið hefur valdið er mjög svipuð því sem orsakast af mestu jarðskjálftum heims. Þetta er eyðilegging til að útrýma palestínsku þjóðinni á Gaza sem Bandaríkin og Evrópa hafa fjármagnað. Fólkið á Gaza bíður eftir fréttum sem gefa því einhverja von um að þjóðarmorðinu ljúki svo neyð þeirra aukist ekki, það fái ekki enn fleiri hræðilegri fréttir og svo komið sé í veg fyrir dauða eftirlifandi ástvina. Fólkið horfir til ákvarðana alþjóðastofnana eins og Alþjóðadómstólsins, Alþjóðlega sakamáladómstólsins og annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna, en í ljósi vanhæfni þessara stofnana til að standa með ákvörðunum sínum og láta Ísrael svara til saka, eru vonbrigðin endurtekin. Ísrael heldur áfram þjóðarmorðinu, þar sem flest fórnarlömbin eru börn, konur og aldraðir, með einu ógeðslegasta blóðbaði síðustu ára. Viðbrögð ísraelskra embættismanna við ákvörðunum þessara alþjóðlegu stofnana juku enn á vonbrigðin. Fyrst viðbrögð Benjamíns Netanjahú, sem lýsti ákvörðun Karims Khan, saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins, um að gefa út handtökuskipanir á hendur ísraelskum leiðtogum vegna ákæru um að þeir hafi framið þjóðarmorð, sem hneyksli. Sagði hann það að hóta handtöku her- og embættismanna í eina lýðræðisríki Miðausturlanda og eina gyðingaríkinu í heiminum vera „skammarlegt og ógeðslegt“. Má einnig nefna fáránlegar yfirlýsingar ísraelskra öfgamanna eins og Gilads Erdan, sendifulltrúa Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, sem fordæmdi ákvörðun saksóknarans og hefur hér í hótunum við Aðalframkvæmdastjóra SÞ, Antonio Guiterrez.Það sem gerði illt verra var löggjöf sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings gaf út um refsiaðgerðir gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna handtökuskipunarinnar. Þessa afstöðu mátti einnig lesa úr yfirlýsingum bandarískra fulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hvað varðar neitun Bandaríkjanna á ákvörðun sem samþykkt var af 143 ríkjum heims um að veita Palestínu fulla aðild að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eru vonbrigðin ekki þau fyrstu, önnur, né þau þriðju og verða svo sannarlega ekki þau síðustu sem palestínska þjóðin fær að þola. Palestínska þjóðin mun þurfa að þola enn fleiri vonbrigði. Gagnvart þessari katastrófu, gríðarlegri eyðileggingunni og hinum mikla fjölda píslarvotta, fanga og særðra, og í ljósi einhliða og blindrar afstöðu Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands, hefðu leiðtogar Hamas-samtakanna átt að setja hagsmuni palestínsku þjóðarinnar í forgang. Þeir hefðu getað notað tækifærið til að afhjúpa hroka og villimennsku Netanjahú og öfgastjórnar hans með því að grípa til allra mögulegra aðgerða til að binda enda á þessa grimmd, stöðva blóðbaðið og um leið þá palestínsku sundrung sem hefur kvalið Gaza-búa í yfir átján ár. Ákvörðun Hamas um að svara sífelldum árásum og brotum Ísraels þann sjöunda október lagði fólkið á Gaza í mikla hættu. Nokkrum mánuðum síðar fóru fram kröfugöngur gegn stríðinu á Gaza, þar sem þess var krafist að Netanjahú og Hamas myndu binda enda á það. Skilaboðin voru að ekki virða líf fólks að vettugi. Útspilið þann sjöunda var dýrkeypt. Engu að síður bældi Hamas mótmælin niður með valdi og sleppti óþokkum sínum lausum til að þagga niður í kröfum almennings. Fólkið á Gaza má ekki einu sinni öskra þrátt fyrir sársaukann sem það líður. Eftir alla þessa mánuði hafa leiðtogar Hamas ekki enn áttað sig á því að hagsmunir þjóðarinnar felast í að Palestínubúar séu á sínu landi. Það er mikilvægara en tálmyndir þeirra ímyndaða sigurs. Palestínska þjóðin hefur ekki gleymt tilraunum Netanyahu og fasistastjórnar hans til að dýpka sundrungina og breikka bilið í samfélaginu með því að halda leiðtogum Hamas-samtakanna uppi með peningum frá Katar. Töskurnar sem sjálfur sendiherra Katar, Muhammad Al-Emadi, ferðaðist með eru til vitnis um það. Í staðinn stöðvuðu Hamas-samtökin mótmælin sem hún hafði fyrst kallað eftir, þegar Netanyahu kom í veg fyrir að fjármunirnir kæmust frá Katar. Mikið var um limlestingar á þessu tímabili. Fólkið á Gaza er á milli steins og sleggju, þ.e. á milli fasískrar öfgastjórnar hernámsins og heimsku Hamas. Það besta í stöðunni fyrir leiðtoga Hamas er að ganga til liðs við Frelsissamtök Palestínu, eina lögmæta fulltrúa palestínsku þjóðarinnar, sem hefur viðurkennt ályktanir um alþjóðlegt lögmæti landsins. Greinin er upphaflega skrifuð af palestínskum flóttamanni á Íslandi en Katrín Harðardóttir þýddi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er grein sem upphaflega er skrifuð af palestinskum flóttamanni á Íslandi sem Katrín Harðardóttir þýddi. En þar er fjallað um Gaza sem er á milli steins og sleggju. Í meira en átta mánuði hefur Gaza þjáðst og beðið með vonarglætu um árangur af sáttarumræðum undir forystu Bandaríkjamanna, Katara, Frakka og Egypta. Í hvert einasta skipti fara viðræður um vopnahlé út um þúfur og íbúar Gaza verða fyrir vonbrigðum. Það eina sem fólkið á Gaza vill er að þjóðarmorðinu, sem rænt hefur það öllu, linni. Hin mikla eyðilegging sem þjóðarmorðið hefur valdið er mjög svipuð því sem orsakast af mestu jarðskjálftum heims. Þetta er eyðilegging til að útrýma palestínsku þjóðinni á Gaza sem Bandaríkin og Evrópa hafa fjármagnað. Fólkið á Gaza bíður eftir fréttum sem gefa því einhverja von um að þjóðarmorðinu ljúki svo neyð þeirra aukist ekki, það fái ekki enn fleiri hræðilegri fréttir og svo komið sé í veg fyrir dauða eftirlifandi ástvina. Fólkið horfir til ákvarðana alþjóðastofnana eins og Alþjóðadómstólsins, Alþjóðlega sakamáladómstólsins og annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna, en í ljósi vanhæfni þessara stofnana til að standa með ákvörðunum sínum og láta Ísrael svara til saka, eru vonbrigðin endurtekin. Ísrael heldur áfram þjóðarmorðinu, þar sem flest fórnarlömbin eru börn, konur og aldraðir, með einu ógeðslegasta blóðbaði síðustu ára. Viðbrögð ísraelskra embættismanna við ákvörðunum þessara alþjóðlegu stofnana juku enn á vonbrigðin. Fyrst viðbrögð Benjamíns Netanjahú, sem lýsti ákvörðun Karims Khan, saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins, um að gefa út handtökuskipanir á hendur ísraelskum leiðtogum vegna ákæru um að þeir hafi framið þjóðarmorð, sem hneyksli. Sagði hann það að hóta handtöku her- og embættismanna í eina lýðræðisríki Miðausturlanda og eina gyðingaríkinu í heiminum vera „skammarlegt og ógeðslegt“. Má einnig nefna fáránlegar yfirlýsingar ísraelskra öfgamanna eins og Gilads Erdan, sendifulltrúa Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, sem fordæmdi ákvörðun saksóknarans og hefur hér í hótunum við Aðalframkvæmdastjóra SÞ, Antonio Guiterrez.Það sem gerði illt verra var löggjöf sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings gaf út um refsiaðgerðir gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna handtökuskipunarinnar. Þessa afstöðu mátti einnig lesa úr yfirlýsingum bandarískra fulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hvað varðar neitun Bandaríkjanna á ákvörðun sem samþykkt var af 143 ríkjum heims um að veita Palestínu fulla aðild að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eru vonbrigðin ekki þau fyrstu, önnur, né þau þriðju og verða svo sannarlega ekki þau síðustu sem palestínska þjóðin fær að þola. Palestínska þjóðin mun þurfa að þola enn fleiri vonbrigði. Gagnvart þessari katastrófu, gríðarlegri eyðileggingunni og hinum mikla fjölda píslarvotta, fanga og særðra, og í ljósi einhliða og blindrar afstöðu Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands, hefðu leiðtogar Hamas-samtakanna átt að setja hagsmuni palestínsku þjóðarinnar í forgang. Þeir hefðu getað notað tækifærið til að afhjúpa hroka og villimennsku Netanjahú og öfgastjórnar hans með því að grípa til allra mögulegra aðgerða til að binda enda á þessa grimmd, stöðva blóðbaðið og um leið þá palestínsku sundrung sem hefur kvalið Gaza-búa í yfir átján ár. Ákvörðun Hamas um að svara sífelldum árásum og brotum Ísraels þann sjöunda október lagði fólkið á Gaza í mikla hættu. Nokkrum mánuðum síðar fóru fram kröfugöngur gegn stríðinu á Gaza, þar sem þess var krafist að Netanjahú og Hamas myndu binda enda á það. Skilaboðin voru að ekki virða líf fólks að vettugi. Útspilið þann sjöunda var dýrkeypt. Engu að síður bældi Hamas mótmælin niður með valdi og sleppti óþokkum sínum lausum til að þagga niður í kröfum almennings. Fólkið á Gaza má ekki einu sinni öskra þrátt fyrir sársaukann sem það líður. Eftir alla þessa mánuði hafa leiðtogar Hamas ekki enn áttað sig á því að hagsmunir þjóðarinnar felast í að Palestínubúar séu á sínu landi. Það er mikilvægara en tálmyndir þeirra ímyndaða sigurs. Palestínska þjóðin hefur ekki gleymt tilraunum Netanyahu og fasistastjórnar hans til að dýpka sundrungina og breikka bilið í samfélaginu með því að halda leiðtogum Hamas-samtakanna uppi með peningum frá Katar. Töskurnar sem sjálfur sendiherra Katar, Muhammad Al-Emadi, ferðaðist með eru til vitnis um það. Í staðinn stöðvuðu Hamas-samtökin mótmælin sem hún hafði fyrst kallað eftir, þegar Netanyahu kom í veg fyrir að fjármunirnir kæmust frá Katar. Mikið var um limlestingar á þessu tímabili. Fólkið á Gaza er á milli steins og sleggju, þ.e. á milli fasískrar öfgastjórnar hernámsins og heimsku Hamas. Það besta í stöðunni fyrir leiðtoga Hamas er að ganga til liðs við Frelsissamtök Palestínu, eina lögmæta fulltrúa palestínsku þjóðarinnar, sem hefur viðurkennt ályktanir um alþjóðlegt lögmæti landsins. Greinin er upphaflega skrifuð af palestínskum flóttamanni á Íslandi en Katrín Harðardóttir þýddi.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar