Uppbygging almannahagsmuna á Íslandi Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 2. júlí 2024 07:31 Þá er ég loksins búinn að klára skiptin úr Arion banka í ríkisbankann Íslandsbanka og ég vill endilega hvetja fólk til þess að sniðganga Arion banka. Ástæður skiptanna voru þrjár. Fyrsta ástæðan eru tengsl bankans við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem er allt í öllu í íslenskum viðskiptum og hefur lýst yfir stuðningi við þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum í Gaza sem telur dráp á um 14 þúsund palestínskum börnum og allt í allt um 35 þúsund manns á aðeins nokkrum undanförnum mánuðum. Önnur ástæðan er sú að Arion banki er einkarekinn banki með rætur í bandarískum kapítalisma. Hagnaður Arion banka eflir ekki íslenskt samfélag heldur færist hann yfir til eigenda bankans og færir þannig í raun úr landi þjóðararðinn sem myndi skapast ef við héldum öllum bankarekstri í eigu ríkisins, sem sé sameign almennings. Nokkrir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í bankanum og stærsti íslenski hluthafinn er Gildi lífeyrissjóður með tæp 10%. Það er ljóst að 10% hlutur er ekki til þess fallinn að afnema kapítalíska menningu bankans en slíkt afnám er að mínu mati nauðsynlegt til þess að breyta Íslandi úr okursamfélagi í velferðarsamfélag þar sem uppbygging samfélagsins er í forgangi. Þriðja ástæðan byggir að nokkru á ástæðu númer 2. Arion banki hefur á þessu ári skipað sér sess sem lykilaðili í okri á leigumarkaðnum. Leigumiðlunin Igloo er á vegum Arion banka og á hverjum degi er að finna auglýsingar á leiguíbúðum þar sem verðin eru ótrúlega há og mun hærri heldur en hið háa verð sem við höfum vanist á undanförnum árum á leigumarkaðnum. Fjölmargir hafa fært sig yfir til Indó en ég persónulega mæli gegn því af sömu ástæðum og ég mæli gegn Arion banka. Indó er einkafyrirtæki sem er m.a. í eigu fjárfestingarfélaga sem munu að sjálfsögðu gera kröfu um arðsemi og arðgreiðslur, ef ekki strax þá fljótlega. Í samhenginu við leigumarkaðinn vill ég hvet ég alla á leigumarkaðnum til þess að skrá sig á lista hjá Bjargi íbúðafélagi verkalýðsfélaganna í landinu. Þar er leiguverð langt undir venjulegu verði á almenna markaðnum og hvað þá í samanburði við leiguíbúðirnar sem Arion banki auglýsir. Á Íslandi eru fjölmargir aðilar sem líta hornauga á svona skilaboð og ég vill gjarnan hvetja fólk til þess að hlusta ekki á áróður atvinnulífsins sem alltaf vill segja okkur að við höfum ekkert um málin að segja, við eigum bara að borga það verð sem okkur er sett. En við getum tekið ákvörðun um að taka völdin í okkar hendur, lýðræði en ekki auðræði á Íslandi öðlumst við með ákveðni fyrir hagsmunum almennings en ekki fyrirtækja sem greiða sér arð ofan á laun, eitthvað sem almenningur fær ekki. Slík ákvörðun gæti t.d. falist í því að gera kröfu um lagabreytingar sem banna arðgreiðslur einkafyrirtækja, létta á með minni fyrirtækjum sem eru rekin með tapi og gera kröfu um að einkafyrirtæki sem sýna fram á hæfni til hagnaðar leggi sig fram fyrir samfélagið og til uppbyggingar þess. Þessa hugmynd um fyrirtækjarekstur á Íslandi getum við tekið upp ef við höfum áhuga á slíku, burtséð frá því hversu margir segja okkur að við getum ekki gert þetta eða annað. Í slíkum málflutningi felast þau skilaboð að við eigum bara að sætta okkur við að vera undir hæl ríka fólksins og persónulega er ég tilbúinn til að vinna gegn þeirri stöðu sem nú er uppi í íslensku samfélagi. En þú? Höfundur er klínískur starfsmaður á Landspítala, opinbera heilbrigðiskerfinu sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Arion banki Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þá er ég loksins búinn að klára skiptin úr Arion banka í ríkisbankann Íslandsbanka og ég vill endilega hvetja fólk til þess að sniðganga Arion banka. Ástæður skiptanna voru þrjár. Fyrsta ástæðan eru tengsl bankans við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem er allt í öllu í íslenskum viðskiptum og hefur lýst yfir stuðningi við þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum í Gaza sem telur dráp á um 14 þúsund palestínskum börnum og allt í allt um 35 þúsund manns á aðeins nokkrum undanförnum mánuðum. Önnur ástæðan er sú að Arion banki er einkarekinn banki með rætur í bandarískum kapítalisma. Hagnaður Arion banka eflir ekki íslenskt samfélag heldur færist hann yfir til eigenda bankans og færir þannig í raun úr landi þjóðararðinn sem myndi skapast ef við héldum öllum bankarekstri í eigu ríkisins, sem sé sameign almennings. Nokkrir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í bankanum og stærsti íslenski hluthafinn er Gildi lífeyrissjóður með tæp 10%. Það er ljóst að 10% hlutur er ekki til þess fallinn að afnema kapítalíska menningu bankans en slíkt afnám er að mínu mati nauðsynlegt til þess að breyta Íslandi úr okursamfélagi í velferðarsamfélag þar sem uppbygging samfélagsins er í forgangi. Þriðja ástæðan byggir að nokkru á ástæðu númer 2. Arion banki hefur á þessu ári skipað sér sess sem lykilaðili í okri á leigumarkaðnum. Leigumiðlunin Igloo er á vegum Arion banka og á hverjum degi er að finna auglýsingar á leiguíbúðum þar sem verðin eru ótrúlega há og mun hærri heldur en hið háa verð sem við höfum vanist á undanförnum árum á leigumarkaðnum. Fjölmargir hafa fært sig yfir til Indó en ég persónulega mæli gegn því af sömu ástæðum og ég mæli gegn Arion banka. Indó er einkafyrirtæki sem er m.a. í eigu fjárfestingarfélaga sem munu að sjálfsögðu gera kröfu um arðsemi og arðgreiðslur, ef ekki strax þá fljótlega. Í samhenginu við leigumarkaðinn vill ég hvet ég alla á leigumarkaðnum til þess að skrá sig á lista hjá Bjargi íbúðafélagi verkalýðsfélaganna í landinu. Þar er leiguverð langt undir venjulegu verði á almenna markaðnum og hvað þá í samanburði við leiguíbúðirnar sem Arion banki auglýsir. Á Íslandi eru fjölmargir aðilar sem líta hornauga á svona skilaboð og ég vill gjarnan hvetja fólk til þess að hlusta ekki á áróður atvinnulífsins sem alltaf vill segja okkur að við höfum ekkert um málin að segja, við eigum bara að borga það verð sem okkur er sett. En við getum tekið ákvörðun um að taka völdin í okkar hendur, lýðræði en ekki auðræði á Íslandi öðlumst við með ákveðni fyrir hagsmunum almennings en ekki fyrirtækja sem greiða sér arð ofan á laun, eitthvað sem almenningur fær ekki. Slík ákvörðun gæti t.d. falist í því að gera kröfu um lagabreytingar sem banna arðgreiðslur einkafyrirtækja, létta á með minni fyrirtækjum sem eru rekin með tapi og gera kröfu um að einkafyrirtæki sem sýna fram á hæfni til hagnaðar leggi sig fram fyrir samfélagið og til uppbyggingar þess. Þessa hugmynd um fyrirtækjarekstur á Íslandi getum við tekið upp ef við höfum áhuga á slíku, burtséð frá því hversu margir segja okkur að við getum ekki gert þetta eða annað. Í slíkum málflutningi felast þau skilaboð að við eigum bara að sætta okkur við að vera undir hæl ríka fólksins og persónulega er ég tilbúinn til að vinna gegn þeirri stöðu sem nú er uppi í íslensku samfélagi. En þú? Höfundur er klínískur starfsmaður á Landspítala, opinbera heilbrigðiskerfinu sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar