Svekkjandi uppgjör og aðstoðarforstjórinn látinn róa Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 07:55 Stjórnendur Ölgerðinnar, sem fækkaði um einn í gær, hafa lækkað afkomuspá félagins. Vísir/Vilhelm Ölgerðin tilkynnti í gær að staða aðstoðarforstjóra hafi verið lögð niður og Gunnari B. Sigurgeirssyni, sem gegnt hefur þeirri stöðu, hafi verið sagt upp störfum. Daginn áður birti félagið ársfjórðungsuppgjör og lækkaði afkomuspá. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að breytingar á skipuriti taki þegar gildi. „Gunnar hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 2008 og komið að þróun og uppbyggingu á flestum vörumerkjum Ölgerðarinnar. Ég þakka honum fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin og óska honum velfarnaðar í framtíðinni“, er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. Töluvert minni hagnaður Í fyrri tilkynningu félagsins segir að vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hafi verið tvö prósent meiri á fyrsta ársfjórðungi 2024 en á sama tímabili 2023 og framlegð aukist um sjö prósent. EBITDA, hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir, hafi numið 1.055 milljónum króna samanborið við 1.157 milljónir króna á fyrsta árfjórðungi ársins 2023, sem jafngildi níu prósent lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta hafi verið 482 milljónir króna á ársfjórðungnum og lækki um helming frá fyrra ári. Sé leiðrétt fyrir einskiptishlutdeildartekjum frá sama tímabili í fyrra að upphæð 386 milljónum króna lækki hagnaður um 114 milljónir króna frá fyrra ári, eða nítján prósent. Eigið fé í lok fyrsta ársfjórðungs 2024 hafi numið 15,8 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall verið 48,2 prósent, samanborið við 49,1 prósent við lok síðasta fjárhagsárs. Collab hefur slæm áhrif á afkomuspá Í tilkynningunni segir að afkomuspá stjórnenda fyrir samstæðu Ölgerðarinnar geri ráð fyrir að EBITDA verði 5.100 til 5.500 milljónir króna í stað 5.500 til 5.900 milljóna króna afkomuspár við upphaf fjárhagsársins. Afkomuspá lækki aðallega vegna útlits um minnkandi tekjur af ferðamönnum vegna fækkunar gistinátta á þessu ári og minni neyslu. Af lækkun afkomuspár séu 100 milljónir króna vegna aukinnar markaðssóknar Collab erlendis. Í fyrri spá hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna neikvæðum áhrifum á EBITDA. Samtals sé því gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab. Neikvæð áhrif á EBITDA vegna Collab útflutnings hafi numið fimmtíu milljónum króna á ársfjórðungnum. Ölgerðin Gosdrykkir Vistaskipti Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að breytingar á skipuriti taki þegar gildi. „Gunnar hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 2008 og komið að þróun og uppbyggingu á flestum vörumerkjum Ölgerðarinnar. Ég þakka honum fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin og óska honum velfarnaðar í framtíðinni“, er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. Töluvert minni hagnaður Í fyrri tilkynningu félagsins segir að vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hafi verið tvö prósent meiri á fyrsta ársfjórðungi 2024 en á sama tímabili 2023 og framlegð aukist um sjö prósent. EBITDA, hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir, hafi numið 1.055 milljónum króna samanborið við 1.157 milljónir króna á fyrsta árfjórðungi ársins 2023, sem jafngildi níu prósent lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta hafi verið 482 milljónir króna á ársfjórðungnum og lækki um helming frá fyrra ári. Sé leiðrétt fyrir einskiptishlutdeildartekjum frá sama tímabili í fyrra að upphæð 386 milljónum króna lækki hagnaður um 114 milljónir króna frá fyrra ári, eða nítján prósent. Eigið fé í lok fyrsta ársfjórðungs 2024 hafi numið 15,8 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall verið 48,2 prósent, samanborið við 49,1 prósent við lok síðasta fjárhagsárs. Collab hefur slæm áhrif á afkomuspá Í tilkynningunni segir að afkomuspá stjórnenda fyrir samstæðu Ölgerðarinnar geri ráð fyrir að EBITDA verði 5.100 til 5.500 milljónir króna í stað 5.500 til 5.900 milljóna króna afkomuspár við upphaf fjárhagsársins. Afkomuspá lækki aðallega vegna útlits um minnkandi tekjur af ferðamönnum vegna fækkunar gistinátta á þessu ári og minni neyslu. Af lækkun afkomuspár séu 100 milljónir króna vegna aukinnar markaðssóknar Collab erlendis. Í fyrri spá hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna neikvæðum áhrifum á EBITDA. Samtals sé því gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab. Neikvæð áhrif á EBITDA vegna Collab útflutnings hafi numið fimmtíu milljónum króna á ársfjórðungnum.
Ölgerðin Gosdrykkir Vistaskipti Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira