Svekkjandi uppgjör og aðstoðarforstjórinn látinn róa Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 07:55 Stjórnendur Ölgerðinnar, sem fækkaði um einn í gær, hafa lækkað afkomuspá félagins. Vísir/Vilhelm Ölgerðin tilkynnti í gær að staða aðstoðarforstjóra hafi verið lögð niður og Gunnari B. Sigurgeirssyni, sem gegnt hefur þeirri stöðu, hafi verið sagt upp störfum. Daginn áður birti félagið ársfjórðungsuppgjör og lækkaði afkomuspá. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að breytingar á skipuriti taki þegar gildi. „Gunnar hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 2008 og komið að þróun og uppbyggingu á flestum vörumerkjum Ölgerðarinnar. Ég þakka honum fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin og óska honum velfarnaðar í framtíðinni“, er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. Töluvert minni hagnaður Í fyrri tilkynningu félagsins segir að vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hafi verið tvö prósent meiri á fyrsta ársfjórðungi 2024 en á sama tímabili 2023 og framlegð aukist um sjö prósent. EBITDA, hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir, hafi numið 1.055 milljónum króna samanborið við 1.157 milljónir króna á fyrsta árfjórðungi ársins 2023, sem jafngildi níu prósent lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta hafi verið 482 milljónir króna á ársfjórðungnum og lækki um helming frá fyrra ári. Sé leiðrétt fyrir einskiptishlutdeildartekjum frá sama tímabili í fyrra að upphæð 386 milljónum króna lækki hagnaður um 114 milljónir króna frá fyrra ári, eða nítján prósent. Eigið fé í lok fyrsta ársfjórðungs 2024 hafi numið 15,8 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall verið 48,2 prósent, samanborið við 49,1 prósent við lok síðasta fjárhagsárs. Collab hefur slæm áhrif á afkomuspá Í tilkynningunni segir að afkomuspá stjórnenda fyrir samstæðu Ölgerðarinnar geri ráð fyrir að EBITDA verði 5.100 til 5.500 milljónir króna í stað 5.500 til 5.900 milljóna króna afkomuspár við upphaf fjárhagsársins. Afkomuspá lækki aðallega vegna útlits um minnkandi tekjur af ferðamönnum vegna fækkunar gistinátta á þessu ári og minni neyslu. Af lækkun afkomuspár séu 100 milljónir króna vegna aukinnar markaðssóknar Collab erlendis. Í fyrri spá hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna neikvæðum áhrifum á EBITDA. Samtals sé því gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab. Neikvæð áhrif á EBITDA vegna Collab útflutnings hafi numið fimmtíu milljónum króna á ársfjórðungnum. Ölgerðin Gosdrykkir Vistaskipti Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að breytingar á skipuriti taki þegar gildi. „Gunnar hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 2008 og komið að þróun og uppbyggingu á flestum vörumerkjum Ölgerðarinnar. Ég þakka honum fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin og óska honum velfarnaðar í framtíðinni“, er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. Töluvert minni hagnaður Í fyrri tilkynningu félagsins segir að vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hafi verið tvö prósent meiri á fyrsta ársfjórðungi 2024 en á sama tímabili 2023 og framlegð aukist um sjö prósent. EBITDA, hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir, hafi numið 1.055 milljónum króna samanborið við 1.157 milljónir króna á fyrsta árfjórðungi ársins 2023, sem jafngildi níu prósent lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta hafi verið 482 milljónir króna á ársfjórðungnum og lækki um helming frá fyrra ári. Sé leiðrétt fyrir einskiptishlutdeildartekjum frá sama tímabili í fyrra að upphæð 386 milljónum króna lækki hagnaður um 114 milljónir króna frá fyrra ári, eða nítján prósent. Eigið fé í lok fyrsta ársfjórðungs 2024 hafi numið 15,8 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall verið 48,2 prósent, samanborið við 49,1 prósent við lok síðasta fjárhagsárs. Collab hefur slæm áhrif á afkomuspá Í tilkynningunni segir að afkomuspá stjórnenda fyrir samstæðu Ölgerðarinnar geri ráð fyrir að EBITDA verði 5.100 til 5.500 milljónir króna í stað 5.500 til 5.900 milljóna króna afkomuspár við upphaf fjárhagsársins. Afkomuspá lækki aðallega vegna útlits um minnkandi tekjur af ferðamönnum vegna fækkunar gistinátta á þessu ári og minni neyslu. Af lækkun afkomuspár séu 100 milljónir króna vegna aukinnar markaðssóknar Collab erlendis. Í fyrri spá hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna neikvæðum áhrifum á EBITDA. Samtals sé því gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab. Neikvæð áhrif á EBITDA vegna Collab útflutnings hafi numið fimmtíu milljónum króna á ársfjórðungnum.
Ölgerðin Gosdrykkir Vistaskipti Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira