Riðlar Meistaradeildarinnar klárir: Íslendingar áberandi í bestu deild í heimi Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 21:46 Hér má sjá sex af þrettán fulltrúum Íslands í Meistaradeildinni í handbolta á næsta tímabili. Guðmundur Guðmundsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Bjarki Már Elísson, VIktor Gísli Hallgrímsson, Orri Freyr Þorkelsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson Vísir/Samsett mynd Þrettán Íslendingar fengu að vita hverjir mótherjar sínir verða í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta þegar dregið var í dag í Vínarborg. Óhætt er að segja að B-riðill keppninnar sé hálfgerður martraðarriðill. Eins og staðan er núna munu tólf íslenskir leikmenn spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þeim gæti þó fjölgað eftir því sem dregur nær. Þá verður einn íslenskur þjálfari í eldlínunni með sína lærisveina í þessari bestu félagsliða deild í heimi, Guðmundur Guðmundsson mætir þar til leiks með danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta skiptist upp í tvo riðla, A- og B-riðil. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fór, hvaða lið eru í hvaða riðli og fyrir aftan í sviga hvaða Íslendingar eru á mála hjá hvaða liði. Riðlar Meistaradeildarinnar í handbolta: A-riðill: Wisla Plock (Viktor Gísli Hallgrímsson) Vezprém (Bjarki Már Elísson) Paris Saint-Germain Fredericia (Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - Arnór Viðarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson) Fuchse Berlin Sporting CP (Orri Freyr Þorkelsson) Dinamo Bucuresti HC Eurofarm Pelister B-riðill: Álaborg Magdeburg (Gísli Þorgeirs Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) Barcelona Kielce (Haukur Þrastarson) PICK Szeged (Janus Daði Smárason) Nantes Zagreb Kolstad (Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson) Fyrstu leikir Meistaradeildarinnar munu fara fram þann 11.september síðar á þessu ári en fyrirfram er óhætt að segja að B-riðillinn sé sterkari þar sem er að finna þrjú af þeim fjórum liðum sem komust alla leið í úrslitahelgi keppninnar á síðasta tímabili. Er þar um að ræða nú ríkjandi Evrópumeistara Barcelona frá Spáni sem og liðið sem þeir mættu í sjálfum úrslitaleiknum, Danmerkurmeistara Álaborgar. Þá er Íslendingalið Magdeburg sem, hefur verið með bestu félagsliðum heims, einnig í B-riðli. Leiknar verða fjórtán umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og munu efstu tvö lið hvers riðils fyrir sig tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Liðin sem enda í þriðja til sjötta sæti riðlanna munu svo mætast í umspili um þau fjögur lausu sæti sem eftir verða í átta liða úrslitunum. Liðin sem enda í sjöunda og áttunda sæti riðlanna falla úr leik eftir riðlakeppnina. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Eins og staðan er núna munu tólf íslenskir leikmenn spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þeim gæti þó fjölgað eftir því sem dregur nær. Þá verður einn íslenskur þjálfari í eldlínunni með sína lærisveina í þessari bestu félagsliða deild í heimi, Guðmundur Guðmundsson mætir þar til leiks með danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta skiptist upp í tvo riðla, A- og B-riðil. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fór, hvaða lið eru í hvaða riðli og fyrir aftan í sviga hvaða Íslendingar eru á mála hjá hvaða liði. Riðlar Meistaradeildarinnar í handbolta: A-riðill: Wisla Plock (Viktor Gísli Hallgrímsson) Vezprém (Bjarki Már Elísson) Paris Saint-Germain Fredericia (Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - Arnór Viðarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson) Fuchse Berlin Sporting CP (Orri Freyr Þorkelsson) Dinamo Bucuresti HC Eurofarm Pelister B-riðill: Álaborg Magdeburg (Gísli Þorgeirs Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) Barcelona Kielce (Haukur Þrastarson) PICK Szeged (Janus Daði Smárason) Nantes Zagreb Kolstad (Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson) Fyrstu leikir Meistaradeildarinnar munu fara fram þann 11.september síðar á þessu ári en fyrirfram er óhætt að segja að B-riðillinn sé sterkari þar sem er að finna þrjú af þeim fjórum liðum sem komust alla leið í úrslitahelgi keppninnar á síðasta tímabili. Er þar um að ræða nú ríkjandi Evrópumeistara Barcelona frá Spáni sem og liðið sem þeir mættu í sjálfum úrslitaleiknum, Danmerkurmeistara Álaborgar. Þá er Íslendingalið Magdeburg sem, hefur verið með bestu félagsliðum heims, einnig í B-riðli. Leiknar verða fjórtán umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og munu efstu tvö lið hvers riðils fyrir sig tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Liðin sem enda í þriðja til sjötta sæti riðlanna munu svo mætast í umspili um þau fjögur lausu sæti sem eftir verða í átta liða úrslitunum. Liðin sem enda í sjöunda og áttunda sæti riðlanna falla úr leik eftir riðlakeppnina.
Riðlar Meistaradeildarinnar í handbolta: A-riðill: Wisla Plock (Viktor Gísli Hallgrímsson) Vezprém (Bjarki Már Elísson) Paris Saint-Germain Fredericia (Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - Arnór Viðarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson) Fuchse Berlin Sporting CP (Orri Freyr Þorkelsson) Dinamo Bucuresti HC Eurofarm Pelister B-riðill: Álaborg Magdeburg (Gísli Þorgeirs Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) Barcelona Kielce (Haukur Þrastarson) PICK Szeged (Janus Daði Smárason) Nantes Zagreb Kolstad (Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson)
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira