Riðlar Meistaradeildarinnar klárir: Íslendingar áberandi í bestu deild í heimi Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 21:46 Hér má sjá sex af þrettán fulltrúum Íslands í Meistaradeildinni í handbolta á næsta tímabili. Guðmundur Guðmundsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Bjarki Már Elísson, VIktor Gísli Hallgrímsson, Orri Freyr Þorkelsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson Vísir/Samsett mynd Þrettán Íslendingar fengu að vita hverjir mótherjar sínir verða í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta þegar dregið var í dag í Vínarborg. Óhætt er að segja að B-riðill keppninnar sé hálfgerður martraðarriðill. Eins og staðan er núna munu tólf íslenskir leikmenn spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þeim gæti þó fjölgað eftir því sem dregur nær. Þá verður einn íslenskur þjálfari í eldlínunni með sína lærisveina í þessari bestu félagsliða deild í heimi, Guðmundur Guðmundsson mætir þar til leiks með danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta skiptist upp í tvo riðla, A- og B-riðil. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fór, hvaða lið eru í hvaða riðli og fyrir aftan í sviga hvaða Íslendingar eru á mála hjá hvaða liði. Riðlar Meistaradeildarinnar í handbolta: A-riðill: Wisla Plock (Viktor Gísli Hallgrímsson) Vezprém (Bjarki Már Elísson) Paris Saint-Germain Fredericia (Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - Arnór Viðarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson) Fuchse Berlin Sporting CP (Orri Freyr Þorkelsson) Dinamo Bucuresti HC Eurofarm Pelister B-riðill: Álaborg Magdeburg (Gísli Þorgeirs Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) Barcelona Kielce (Haukur Þrastarson) PICK Szeged (Janus Daði Smárason) Nantes Zagreb Kolstad (Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson) Fyrstu leikir Meistaradeildarinnar munu fara fram þann 11.september síðar á þessu ári en fyrirfram er óhætt að segja að B-riðillinn sé sterkari þar sem er að finna þrjú af þeim fjórum liðum sem komust alla leið í úrslitahelgi keppninnar á síðasta tímabili. Er þar um að ræða nú ríkjandi Evrópumeistara Barcelona frá Spáni sem og liðið sem þeir mættu í sjálfum úrslitaleiknum, Danmerkurmeistara Álaborgar. Þá er Íslendingalið Magdeburg sem, hefur verið með bestu félagsliðum heims, einnig í B-riðli. Leiknar verða fjórtán umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og munu efstu tvö lið hvers riðils fyrir sig tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Liðin sem enda í þriðja til sjötta sæti riðlanna munu svo mætast í umspili um þau fjögur lausu sæti sem eftir verða í átta liða úrslitunum. Liðin sem enda í sjöunda og áttunda sæti riðlanna falla úr leik eftir riðlakeppnina. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Sjá meira
Eins og staðan er núna munu tólf íslenskir leikmenn spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þeim gæti þó fjölgað eftir því sem dregur nær. Þá verður einn íslenskur þjálfari í eldlínunni með sína lærisveina í þessari bestu félagsliða deild í heimi, Guðmundur Guðmundsson mætir þar til leiks með danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta skiptist upp í tvo riðla, A- og B-riðil. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fór, hvaða lið eru í hvaða riðli og fyrir aftan í sviga hvaða Íslendingar eru á mála hjá hvaða liði. Riðlar Meistaradeildarinnar í handbolta: A-riðill: Wisla Plock (Viktor Gísli Hallgrímsson) Vezprém (Bjarki Már Elísson) Paris Saint-Germain Fredericia (Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - Arnór Viðarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson) Fuchse Berlin Sporting CP (Orri Freyr Þorkelsson) Dinamo Bucuresti HC Eurofarm Pelister B-riðill: Álaborg Magdeburg (Gísli Þorgeirs Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) Barcelona Kielce (Haukur Þrastarson) PICK Szeged (Janus Daði Smárason) Nantes Zagreb Kolstad (Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson) Fyrstu leikir Meistaradeildarinnar munu fara fram þann 11.september síðar á þessu ári en fyrirfram er óhætt að segja að B-riðillinn sé sterkari þar sem er að finna þrjú af þeim fjórum liðum sem komust alla leið í úrslitahelgi keppninnar á síðasta tímabili. Er þar um að ræða nú ríkjandi Evrópumeistara Barcelona frá Spáni sem og liðið sem þeir mættu í sjálfum úrslitaleiknum, Danmerkurmeistara Álaborgar. Þá er Íslendingalið Magdeburg sem, hefur verið með bestu félagsliðum heims, einnig í B-riðli. Leiknar verða fjórtán umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og munu efstu tvö lið hvers riðils fyrir sig tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Liðin sem enda í þriðja til sjötta sæti riðlanna munu svo mætast í umspili um þau fjögur lausu sæti sem eftir verða í átta liða úrslitunum. Liðin sem enda í sjöunda og áttunda sæti riðlanna falla úr leik eftir riðlakeppnina.
Riðlar Meistaradeildarinnar í handbolta: A-riðill: Wisla Plock (Viktor Gísli Hallgrímsson) Vezprém (Bjarki Már Elísson) Paris Saint-Germain Fredericia (Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - Arnór Viðarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson) Fuchse Berlin Sporting CP (Orri Freyr Þorkelsson) Dinamo Bucuresti HC Eurofarm Pelister B-riðill: Álaborg Magdeburg (Gísli Þorgeirs Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) Barcelona Kielce (Haukur Þrastarson) PICK Szeged (Janus Daði Smárason) Nantes Zagreb Kolstad (Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson)
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Sjá meira