Hetjuleg barátta dugði ekki til sigurs gegn Evrópumeisturunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2024 15:31 Framundan er erfitt verkefni hjá íslenska liðinu gegn ríkjandi Evrópumeisturum Ungverjalands. HSÍ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri laut í lægra haldi gegn Evrópumeisturunum frá Ungverjalandi í framlengdum leik átta liða úrslitum á HM í kvöld. Stelpurnar okkar sýndu hetjulega baráttu í leiknum. Fyrir leik var ljóst að stelpurnar okkar myndu þurfa að hitta á sinn besta dag til þess að skáka öflugu liði Ungverjalands. Íslenska liðið hafði þó sýnt það fram að leik dagsins á mótinu að þær voru til alls líklegar. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir bæði lið því eftir aðeins um eina mínútu fór rafmagnið af höllinni í Norður-Makedóníu þar sem að leikurinn fór fram og fór svo að ekki tókst að hefja leika aftur fyrr en tuttugu mínútum síðar. Leikar stóðu 19-12 Evrópumeisturunum frá Ungverjalandi, sjö marka forysta þeim í vil í hálfleik. Stelpurnar okkar bitu þó frá sér í seinni hálfleik og náðu fljótt að saxa á forystu Evrópumeistaranna og skildu aðeins tvö mörk liðin að þegar að fjórar mínútur eftir lifðu af leiknum, 28-26, Ungverjum í vil. Það býr mikill kraftur í okkar stelpum sem náðu að minnka muninn niður í eitt mark þegar að innan við mínúta eftir lifði leiks. 29-28, Ungverjarnir brunuðu síðan í sókn en töpuðu boltanum. Tækifæri fyrir Ísland að jafna leikinn. Íslensku stelpurnar geystust fram í sókn og fengu vítakast. Lilja Ágústsdóttir skoraði úr því vítakasti og jafnaði leikinn. Hreint út sagt lygileg endurkoma hjá okkar stelpum sem knúðu fram framlengingu eftir að hafa brúað sjö marka forystu Evrópumeistaranna frá því í háflleik. Ungverjarnir reyndust þó sterkari í framlengingunni og fóru að lokum með þriggja marka sigur af hólmi, 34-31. Það verður þó ekki tekið af stelpunum okkar að barátta þeirra var hetjuleg með meiru. Íslenska liðið mun í framhaldinu leika um sæti fimm til átta á HM. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Fótbolti Spilaði fótbolta í efstu deild á Englandi, Frakklandi og Spáni en æfir nú körfubolta Fótbolti Tiger í enn eina bakaðgerðina Golf Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna Handbolti „Þurfum að vera fljótir að læra“ Handbolti Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Handbolti Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Handbolti „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Íslenski boltinn „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 31-34 | Frábær sigur gestanna Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna „Þurfum að vera fljótir að læra“ Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Uppgjörið: Valur - Afturelding 31-34 | Frábær sigur gestanna „Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“ „Alltaf gaman að spila í KA heimilinu” HK lagði Íslandsmeistarana og Grótta vann í Breiðholti Uppgjörið: KA - Haukar 26-34 | Stórsigur gestanna á Akureyri Haukur gekk frá lærisveinum Guðmundar Guðmundur Bragi gerði gæfumuninn Ein sú besta framlengir um þrjú ár Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla Birkir Fannar í Kaplakrika út leiktíðina Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Fær ekki keppnisleyfi þar sem uppeldisbætur hafa ekki verið greiddar Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Teitur Örn frábær og Gummersbach mætir FH Viggó og Andri Már öflugir í sigri Leipzig Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven og Orri Freyr fer vel af stað Valur líka í Evrópudeildina eftir háspennu í Króatíu Grótta stakk KA af í fyrsta leik Ómar og Gísli heitir en Elvar og Arnar flugu inn í Evrópudeildina Grótta hrelldi ÍBV í fyrsta leik en meistararnir fóru á flug Fram og ÍR með stórsigra í Olís-deildunum Arnór hafði betur gegn Guðmundi Ólafur ekki með FH næstu vikurnar Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að stelpurnar okkar myndu þurfa að hitta á sinn besta dag til þess að skáka öflugu liði Ungverjalands. Íslenska liðið hafði þó sýnt það fram að leik dagsins á mótinu að þær voru til alls líklegar. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir bæði lið því eftir aðeins um eina mínútu fór rafmagnið af höllinni í Norður-Makedóníu þar sem að leikurinn fór fram og fór svo að ekki tókst að hefja leika aftur fyrr en tuttugu mínútum síðar. Leikar stóðu 19-12 Evrópumeisturunum frá Ungverjalandi, sjö marka forysta þeim í vil í hálfleik. Stelpurnar okkar bitu þó frá sér í seinni hálfleik og náðu fljótt að saxa á forystu Evrópumeistaranna og skildu aðeins tvö mörk liðin að þegar að fjórar mínútur eftir lifðu af leiknum, 28-26, Ungverjum í vil. Það býr mikill kraftur í okkar stelpum sem náðu að minnka muninn niður í eitt mark þegar að innan við mínúta eftir lifði leiks. 29-28, Ungverjarnir brunuðu síðan í sókn en töpuðu boltanum. Tækifæri fyrir Ísland að jafna leikinn. Íslensku stelpurnar geystust fram í sókn og fengu vítakast. Lilja Ágústsdóttir skoraði úr því vítakasti og jafnaði leikinn. Hreint út sagt lygileg endurkoma hjá okkar stelpum sem knúðu fram framlengingu eftir að hafa brúað sjö marka forystu Evrópumeistaranna frá því í háflleik. Ungverjarnir reyndust þó sterkari í framlengingunni og fóru að lokum með þriggja marka sigur af hólmi, 34-31. Það verður þó ekki tekið af stelpunum okkar að barátta þeirra var hetjuleg með meiru. Íslenska liðið mun í framhaldinu leika um sæti fimm til átta á HM.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Fótbolti Spilaði fótbolta í efstu deild á Englandi, Frakklandi og Spáni en æfir nú körfubolta Fótbolti Tiger í enn eina bakaðgerðina Golf Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna Handbolti „Þurfum að vera fljótir að læra“ Handbolti Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Handbolti Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Handbolti „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Íslenski boltinn „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 31-34 | Frábær sigur gestanna Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna „Þurfum að vera fljótir að læra“ Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Uppgjörið: Valur - Afturelding 31-34 | Frábær sigur gestanna „Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“ „Alltaf gaman að spila í KA heimilinu” HK lagði Íslandsmeistarana og Grótta vann í Breiðholti Uppgjörið: KA - Haukar 26-34 | Stórsigur gestanna á Akureyri Haukur gekk frá lærisveinum Guðmundar Guðmundur Bragi gerði gæfumuninn Ein sú besta framlengir um þrjú ár Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla Birkir Fannar í Kaplakrika út leiktíðina Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Fær ekki keppnisleyfi þar sem uppeldisbætur hafa ekki verið greiddar Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Teitur Örn frábær og Gummersbach mætir FH Viggó og Andri Már öflugir í sigri Leipzig Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven og Orri Freyr fer vel af stað Valur líka í Evrópudeildina eftir háspennu í Króatíu Grótta stakk KA af í fyrsta leik Ómar og Gísli heitir en Elvar og Arnar flugu inn í Evrópudeildina Grótta hrelldi ÍBV í fyrsta leik en meistararnir fóru á flug Fram og ÍR með stórsigra í Olís-deildunum Arnór hafði betur gegn Guðmundi Ólafur ekki með FH næstu vikurnar Sjá meira