Nýkrýndur meistari á Opna bandaríska: „Pirraður og vonsvikinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 10:31 Bryson DeChambeau fagnar hér með bikarinn eftir sigur sinn á Opna bandaríska meistaramótinu á Pinehurst vellinum. Getty/Sean M. Haffey Bryson DeChambeau var maður helgarinnar í golfinu þegar hann tryggði sér sigur á Opna bandaríska meistaramótinu á Pinehurst vellinum. Hann fékk aftur á móti ekki góðar fréttir í kjölfarið. Þá kom í ljós að DeChambeau verður ekki í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í París. „Ég er pirraður og vonsvikinn,“ sagði Bryson DeChambeau í viðtali í „The Pat McAfee Show“. Samkeppnin er mikil um sæti í bandaríska golflandsliðinu. Þeir fjórir karlar sem voru valdir eru allir meðal þeirra sjö efstu á heimslistanum. Scottie Scheffler, Xander Schauffele, Wyndham Clark og Collin Morikawa munu skipa Ólympíulið Bandaríkjanna í karlaflokki að þessu sinni. DeChambeau hækkaði sig úr 38. sæti upp í það tíunda á heimslistanum með sigrinum á risamótinu um helgina en það dugði ekki. „Ég myndi elska það að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði DeChambeau. Hann þarf að bíða í fjögur ár eftir þeim möguleika. Valið í liðið er byggt á stöðu manna á heimslistanum. Þar hefur það komið í bakið á DeChambeau að hann samdi við LIV mótaröðina í Sádí Arabíu. Árangur hans á mótum á vegum LIV telst því ekki til tekna við útreikning á heimslistanum. DeChambeau er sagður hafa fengið meira en hundrað milljónir dollara fyrir samning sinn við LIV eða meira en fjórtán milljarða íslenskra króna. „Ég tók stóra ákvörðun og það hafði sínar afleiðingar. Ég ber virðingu fyrir því. Vonandi getum við samt leyst þetta sem fyrst,“ sagði DeChambeau og vísar þar til samningaviðræðna milli LIV og PGA um mögulegt samstarf og lausn á deilunum. Bryson DeChambeau tells @PatMcAfeeShow about his disappointment in not being eligible to play in the upcoming Paris Olympics.In golf, players qualify for the Olympics through the Official World Golf Rankings (OWGR), with a maximum of four golfers from a single country.… pic.twitter.com/LKClhNnv9C— ESPN (@espn) June 17, 2024 Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þá kom í ljós að DeChambeau verður ekki í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í París. „Ég er pirraður og vonsvikinn,“ sagði Bryson DeChambeau í viðtali í „The Pat McAfee Show“. Samkeppnin er mikil um sæti í bandaríska golflandsliðinu. Þeir fjórir karlar sem voru valdir eru allir meðal þeirra sjö efstu á heimslistanum. Scottie Scheffler, Xander Schauffele, Wyndham Clark og Collin Morikawa munu skipa Ólympíulið Bandaríkjanna í karlaflokki að þessu sinni. DeChambeau hækkaði sig úr 38. sæti upp í það tíunda á heimslistanum með sigrinum á risamótinu um helgina en það dugði ekki. „Ég myndi elska það að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði DeChambeau. Hann þarf að bíða í fjögur ár eftir þeim möguleika. Valið í liðið er byggt á stöðu manna á heimslistanum. Þar hefur það komið í bakið á DeChambeau að hann samdi við LIV mótaröðina í Sádí Arabíu. Árangur hans á mótum á vegum LIV telst því ekki til tekna við útreikning á heimslistanum. DeChambeau er sagður hafa fengið meira en hundrað milljónir dollara fyrir samning sinn við LIV eða meira en fjórtán milljarða íslenskra króna. „Ég tók stóra ákvörðun og það hafði sínar afleiðingar. Ég ber virðingu fyrir því. Vonandi getum við samt leyst þetta sem fyrst,“ sagði DeChambeau og vísar þar til samningaviðræðna milli LIV og PGA um mögulegt samstarf og lausn á deilunum. Bryson DeChambeau tells @PatMcAfeeShow about his disappointment in not being eligible to play in the upcoming Paris Olympics.In golf, players qualify for the Olympics through the Official World Golf Rankings (OWGR), with a maximum of four golfers from a single country.… pic.twitter.com/LKClhNnv9C— ESPN (@espn) June 17, 2024
Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira