Þegar rusl verður dýrmæt auðlind Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 19. júní 2024 07:01 Nýtt og samræmt flokkunarkerfi innan sorphirðu var innleitt á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2023 og var um risastóra breytingu að ræða. Sérsöfnun lífræns úrgangs og söfnun á plasti og pappír við hvert heimili hefur haft áhrif á hegðun okkar inni á heimilunum og hefur haft gríðarlega jákvæð umhverfisáhrif. Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA sem komið var á fót í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu tók til starfa á árinu 2020 og skapaði grundvöll fyrir þessari mikilvægu breytingu. Með flokkun og hirðu á matarleifum og vinnslu þeirra í GAJU er dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og svo styður þetta við nýtingu þeirra næringarefna sem felast í matarleifunum okkar. Þetta er hringrásarhagkerfið að störfum. Gert er ráð fyrir að um 24.000 tonn af matarleifum fari gegnum GAJU árið 2024. Þetta mun draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 19.200 tonnum af koldíoxíði en það samsvarar losun um 10.000 fólksbíla. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, 2024, var urðunin 89% minni en fyrsta ársfjórðung 2023. Þegar kemur að flokkun og hirðu við heimili í Reykjavík í samanburði fyrstu fjögurra mánaða á árunum 2022 og 2024 er 187% aukning á flokkun á plasti, 32% aukning á flokkun á pappír og 4761% aukning á flokkun matarleifa. Blandaður úrgangur hefur þá dregist saman um 37%. Áður var plasti safnað við 40% heimila og pappír við 70% heimila svo þessi mikla aukning á söfnun plasts er þannig ekki bara tilkomið vegna breyttrar sorphirðu heldur er fólk einfaldlega duglegra að flokka plast í dag og ber að þakka fyrir það. Við erum komin allan hringinn. Á sumardaginn fyrsta var fyrstu uppskerunni af næringarríkri moltu í GAJU fagnað þar sem boðið var upp á ókeypis moltu og í opið hús. Sveitarfélögin og Sorpa þökkuðu með þessu fyrir góðan árangur við flokkun á matarleifum og buðu íbúum moltu endurgjaldslaust á völdum stöðum í maí og júní. Molta verður áfram í boði endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum. Sorphirðan í Reykjavík siglir nú nokkuð lygnan sjó og tafir hafa ekki orðið í hálft ár. Tafir urðu síðast á hirðu um áramótin vegna verulegra bilana á hirðubílum og erfiðrar færðar í kjölfar mikillar neyslu um hátíðirnar. Við erum búin að bæta tækjakost síðan og erum farin að slípast til í nýju kerfi. Það er áskorun að gera stórar breytingar. Það getur meira að segja verið bras og vesen eins og við þekkjum af reynslunni af byggingu GAJU og svo breytingu á sorphirðunni. En gleymum ekki stóru myndinni og hvert við þurfum að stefna og hvert við erum að stefna í þágu umhverfisins. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Sorphirða Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Nýtt og samræmt flokkunarkerfi innan sorphirðu var innleitt á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2023 og var um risastóra breytingu að ræða. Sérsöfnun lífræns úrgangs og söfnun á plasti og pappír við hvert heimili hefur haft áhrif á hegðun okkar inni á heimilunum og hefur haft gríðarlega jákvæð umhverfisáhrif. Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA sem komið var á fót í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu tók til starfa á árinu 2020 og skapaði grundvöll fyrir þessari mikilvægu breytingu. Með flokkun og hirðu á matarleifum og vinnslu þeirra í GAJU er dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og svo styður þetta við nýtingu þeirra næringarefna sem felast í matarleifunum okkar. Þetta er hringrásarhagkerfið að störfum. Gert er ráð fyrir að um 24.000 tonn af matarleifum fari gegnum GAJU árið 2024. Þetta mun draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 19.200 tonnum af koldíoxíði en það samsvarar losun um 10.000 fólksbíla. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, 2024, var urðunin 89% minni en fyrsta ársfjórðung 2023. Þegar kemur að flokkun og hirðu við heimili í Reykjavík í samanburði fyrstu fjögurra mánaða á árunum 2022 og 2024 er 187% aukning á flokkun á plasti, 32% aukning á flokkun á pappír og 4761% aukning á flokkun matarleifa. Blandaður úrgangur hefur þá dregist saman um 37%. Áður var plasti safnað við 40% heimila og pappír við 70% heimila svo þessi mikla aukning á söfnun plasts er þannig ekki bara tilkomið vegna breyttrar sorphirðu heldur er fólk einfaldlega duglegra að flokka plast í dag og ber að þakka fyrir það. Við erum komin allan hringinn. Á sumardaginn fyrsta var fyrstu uppskerunni af næringarríkri moltu í GAJU fagnað þar sem boðið var upp á ókeypis moltu og í opið hús. Sveitarfélögin og Sorpa þökkuðu með þessu fyrir góðan árangur við flokkun á matarleifum og buðu íbúum moltu endurgjaldslaust á völdum stöðum í maí og júní. Molta verður áfram í boði endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum. Sorphirðan í Reykjavík siglir nú nokkuð lygnan sjó og tafir hafa ekki orðið í hálft ár. Tafir urðu síðast á hirðu um áramótin vegna verulegra bilana á hirðubílum og erfiðrar færðar í kjölfar mikillar neyslu um hátíðirnar. Við erum búin að bæta tækjakost síðan og erum farin að slípast til í nýju kerfi. Það er áskorun að gera stórar breytingar. Það getur meira að segja verið bras og vesen eins og við þekkjum af reynslunni af byggingu GAJU og svo breytingu á sorphirðunni. En gleymum ekki stóru myndinni og hvert við þurfum að stefna og hvert við erum að stefna í þágu umhverfisins. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun