Pylsuvagninn á Selfossi er 40 ára í dag: Fríar pylsur og kók Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2024 12:15 Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundardóttir, sem fagna 40 ára afmæli Pylsuvagnsins á Selfossi í dag, 9. júní. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Selfossi og næsta nágrenni þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir í dag því Pylsuvagninn býður upp á fríar pylsur og kók frá klukkan 14:00 til 16:00. Ástæðan er 40 ára afmæli pylsuvagnsins, sem hefur verið með um eitt þúsund starfsmenn í þessi 40 ára. Pylsuvagninn á Selfossi er einn af allra vinsælustu stöðunum á staðnum þegar kemur að því að fá sér eitthvað gott í gogginn. Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir, sem stofnaði vagninn fyrir 40 árum og Þórdís Sólmundardóttir hafa rekið vagnin saman síðustu ár. Starfsmennirnir eru 36 í dag, allt stelpur. „Pylsuvagninn hefur ekki rekið sig svona vel í 40 ár nema þökk sé starfsfólkinu mínu, það er bara yndislegt starfsfólk, við höfum verið svo heppin, þetta eru svo flottar stelpur allt,“ segir Ingunn alsæl með daginn. Um þúsund starfsmenn hafa unnið í Pylsuvagninum í þessi 40 ár, þar af bara þrír karlmenn en þeim var öllum sagt upp því þeir stóðu sig ekki í þrifum í vagninum. En það stendur mikið til í dag 9. júní í pylsuvagninum, sem er akkúrat 40 ára afmælisdagurinn. „Það verður 40 prósent afsláttur hérna allan daginn. Svo verðum við með fríar pylsur og kók úti við vagninn á milli 14:00 og 16:00 og gefa og BMX brós ætlar að sýna listir sínar,“ segir Þórdís.´ Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundardóttir, sem fagna 40 ára afmæli Pylsuvagnsins á Selfossi í dag, 9. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru breytingar hjá mæðgunum því þær hafa ákveðið að selja Pylsuvagninn. „Já, við erum búnar að hugsa þetta lengi og við erum báðar rosalega sáttar og við erum alveg tilbúnar að láta þetta frá okkur og leyfa einhverjum öðrum að taka við,“ segir Þórdís. Ingunn, áttu ekki eftir að gráta í koddann þegar þú hættir hérna? „Nei, ég er orðin það gömul, þannig að ég ætla bara að fara að njóta núna eftir 40 ár.“ Pylsuvagninn er nú komin á sölu og það verður því spennandi að sjá hver eða hverjir verða nýir eigendur vagnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Veitingastaðir Tímamót Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Pylsuvagninn á Selfossi er einn af allra vinsælustu stöðunum á staðnum þegar kemur að því að fá sér eitthvað gott í gogginn. Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir, sem stofnaði vagninn fyrir 40 árum og Þórdís Sólmundardóttir hafa rekið vagnin saman síðustu ár. Starfsmennirnir eru 36 í dag, allt stelpur. „Pylsuvagninn hefur ekki rekið sig svona vel í 40 ár nema þökk sé starfsfólkinu mínu, það er bara yndislegt starfsfólk, við höfum verið svo heppin, þetta eru svo flottar stelpur allt,“ segir Ingunn alsæl með daginn. Um þúsund starfsmenn hafa unnið í Pylsuvagninum í þessi 40 ár, þar af bara þrír karlmenn en þeim var öllum sagt upp því þeir stóðu sig ekki í þrifum í vagninum. En það stendur mikið til í dag 9. júní í pylsuvagninum, sem er akkúrat 40 ára afmælisdagurinn. „Það verður 40 prósent afsláttur hérna allan daginn. Svo verðum við með fríar pylsur og kók úti við vagninn á milli 14:00 og 16:00 og gefa og BMX brós ætlar að sýna listir sínar,“ segir Þórdís.´ Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundardóttir, sem fagna 40 ára afmæli Pylsuvagnsins á Selfossi í dag, 9. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru breytingar hjá mæðgunum því þær hafa ákveðið að selja Pylsuvagninn. „Já, við erum búnar að hugsa þetta lengi og við erum báðar rosalega sáttar og við erum alveg tilbúnar að láta þetta frá okkur og leyfa einhverjum öðrum að taka við,“ segir Þórdís. Ingunn, áttu ekki eftir að gráta í koddann þegar þú hættir hérna? „Nei, ég er orðin það gömul, þannig að ég ætla bara að fara að njóta núna eftir 40 ár.“ Pylsuvagninn er nú komin á sölu og það verður því spennandi að sjá hver eða hverjir verða nýir eigendur vagnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Veitingastaðir Tímamót Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira