Alls ekki auðveld ákvörðun að selja Bjórböðin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2024 10:09 Agnes Anna og fjölskylda í bjórböðunum sem hafa sett svip sinn á ferðaþjónustu á Norðurlandi undanfarin ár. Þau vonast til að fá góðan granna til að taka við rekstrinum. Bjórböðin Bjórböðin á Árskógssandi í Eyjafirði hafa verið auglýst til sölu. Eigandi Bjórbaðanna segir ákvörðunina ekki einfalda en reksturinn hafi verið afar erfiður í Covid auk þess sem vaxtastefna Seðlabankans hafi alls ekki hjálpað til. Mbl greindi fyrst frá sölu Bjórbaðanna sem voru formlega opnuð sumarið 2017 af eigendum bruggverksmiðjunnar Kalda. Í bjórböðunum liggur fólk í stóru keri fyllt af bjór og getur svo fengið sér að borða á veitingastað. Agnes Anna Sigurðardóttir rekur bruggverksmiðjuna ásamt fjölskyldu sinnar. „Fyrirtækið var ungt þegar að Covid skall á og stóð yfir í þrjú ár,“ segir Agnes Anna. Þau hafi fengið líflínu frá bankanum til að halda öllu opnu í gegnum Covid. Eftir á að hyggja hefði verið farsælla að loka að sögn Agnesar Önnu. Keyrt í mínus alla daga „Þetta var langur tími sem mátti bara vera með tíu manns í einu,“ segir Agnes Anna en auk þess hafi allt verið lokað fleiri fleiri vikur. Það hafi reynst mikil áskorun að vera bæði með veitingastað og böð. Það kalli á mikinn mannskap á báðum stöðum og launakostnaður hafi verið afar mikill. „Við vorum að keyra þetta í mínus alla daga.“ Agnes Anna lítur um öxl og dregur lærdóm af þessum skrýtnu tímum. „Þetta er okkur að kenna. Maður var svo peppaður að láta hlutina ganga í Covid. Að halda öllu opnu. Upptekin af því að þjóðarskútan myndi sigla áfram þó svo það væri einhver öldugangur.“ Skuldirnar hafi hækkað gríðarlega mikið á þessum þremur faraldsárum. Vaxtastefnan afar erfið „Þær voru áttatíu milljónir þegar við byrjuðum. Í lok Covid voru þær orðnar 110 milljónir í lán og svo bætist við yfirdráttur. Þá tekur þessi vaxtastefna við. Þó við höfum náð að snúa helling við þá er bara rosalega erfitt að hægja á skútunni og snúa henni við.“ Fjölskyldan ætli að einbeita sér að bruggverksmiðjunni og leitar að góðum nágranna til að taka við bjórböðunum. „Aðsóknin er góð og fyrirtækið í heild sinni er gríðarlega vel heppnað. Svona fyrirtæki þarf bara mikla ást og umhyggju.“ Seðlabankinn ekki gengið í takt Agnes Anna staldrar við vaxtastefnuna en stýrivextir eru 9,25 prósent og hafa haldist óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. „Það má ekkert mikið út af bera eins og við þekkjum með heimilin okkar. Þá þarf fólk að taka yfirdrátt,“ segir Agnes Anna hugsi yfir vaxtamálum. „Seðlabankinn gekk ekki í takt við okkur í vor eins og ég hélt að hann myndi gera eftir að búið var að skrifa undir kjarasamninga,“ segir Agnes Anna. Þá hafi þau misst kraftinn. „Manni þykir ofboðslega vænt um þetta. Þetta er ekki auðvelt ákvörðun.“ Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Mbl greindi fyrst frá sölu Bjórbaðanna sem voru formlega opnuð sumarið 2017 af eigendum bruggverksmiðjunnar Kalda. Í bjórböðunum liggur fólk í stóru keri fyllt af bjór og getur svo fengið sér að borða á veitingastað. Agnes Anna Sigurðardóttir rekur bruggverksmiðjuna ásamt fjölskyldu sinnar. „Fyrirtækið var ungt þegar að Covid skall á og stóð yfir í þrjú ár,“ segir Agnes Anna. Þau hafi fengið líflínu frá bankanum til að halda öllu opnu í gegnum Covid. Eftir á að hyggja hefði verið farsælla að loka að sögn Agnesar Önnu. Keyrt í mínus alla daga „Þetta var langur tími sem mátti bara vera með tíu manns í einu,“ segir Agnes Anna en auk þess hafi allt verið lokað fleiri fleiri vikur. Það hafi reynst mikil áskorun að vera bæði með veitingastað og böð. Það kalli á mikinn mannskap á báðum stöðum og launakostnaður hafi verið afar mikill. „Við vorum að keyra þetta í mínus alla daga.“ Agnes Anna lítur um öxl og dregur lærdóm af þessum skrýtnu tímum. „Þetta er okkur að kenna. Maður var svo peppaður að láta hlutina ganga í Covid. Að halda öllu opnu. Upptekin af því að þjóðarskútan myndi sigla áfram þó svo það væri einhver öldugangur.“ Skuldirnar hafi hækkað gríðarlega mikið á þessum þremur faraldsárum. Vaxtastefnan afar erfið „Þær voru áttatíu milljónir þegar við byrjuðum. Í lok Covid voru þær orðnar 110 milljónir í lán og svo bætist við yfirdráttur. Þá tekur þessi vaxtastefna við. Þó við höfum náð að snúa helling við þá er bara rosalega erfitt að hægja á skútunni og snúa henni við.“ Fjölskyldan ætli að einbeita sér að bruggverksmiðjunni og leitar að góðum nágranna til að taka við bjórböðunum. „Aðsóknin er góð og fyrirtækið í heild sinni er gríðarlega vel heppnað. Svona fyrirtæki þarf bara mikla ást og umhyggju.“ Seðlabankinn ekki gengið í takt Agnes Anna staldrar við vaxtastefnuna en stýrivextir eru 9,25 prósent og hafa haldist óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. „Það má ekkert mikið út af bera eins og við þekkjum með heimilin okkar. Þá þarf fólk að taka yfirdrátt,“ segir Agnes Anna hugsi yfir vaxtamálum. „Seðlabankinn gekk ekki í takt við okkur í vor eins og ég hélt að hann myndi gera eftir að búið var að skrifa undir kjarasamninga,“ segir Agnes Anna. Þá hafi þau misst kraftinn. „Manni þykir ofboðslega vænt um þetta. Þetta er ekki auðvelt ákvörðun.“
Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira