Alls ekki auðveld ákvörðun að selja Bjórböðin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2024 10:09 Agnes Anna og fjölskylda í bjórböðunum sem hafa sett svip sinn á ferðaþjónustu á Norðurlandi undanfarin ár. Þau vonast til að fá góðan granna til að taka við rekstrinum. Bjórböðin Bjórböðin á Árskógssandi í Eyjafirði hafa verið auglýst til sölu. Eigandi Bjórbaðanna segir ákvörðunina ekki einfalda en reksturinn hafi verið afar erfiður í Covid auk þess sem vaxtastefna Seðlabankans hafi alls ekki hjálpað til. Mbl greindi fyrst frá sölu Bjórbaðanna sem voru formlega opnuð sumarið 2017 af eigendum bruggverksmiðjunnar Kalda. Í bjórböðunum liggur fólk í stóru keri fyllt af bjór og getur svo fengið sér að borða á veitingastað. Agnes Anna Sigurðardóttir rekur bruggverksmiðjuna ásamt fjölskyldu sinnar. „Fyrirtækið var ungt þegar að Covid skall á og stóð yfir í þrjú ár,“ segir Agnes Anna. Þau hafi fengið líflínu frá bankanum til að halda öllu opnu í gegnum Covid. Eftir á að hyggja hefði verið farsælla að loka að sögn Agnesar Önnu. Keyrt í mínus alla daga „Þetta var langur tími sem mátti bara vera með tíu manns í einu,“ segir Agnes Anna en auk þess hafi allt verið lokað fleiri fleiri vikur. Það hafi reynst mikil áskorun að vera bæði með veitingastað og böð. Það kalli á mikinn mannskap á báðum stöðum og launakostnaður hafi verið afar mikill. „Við vorum að keyra þetta í mínus alla daga.“ Agnes Anna lítur um öxl og dregur lærdóm af þessum skrýtnu tímum. „Þetta er okkur að kenna. Maður var svo peppaður að láta hlutina ganga í Covid. Að halda öllu opnu. Upptekin af því að þjóðarskútan myndi sigla áfram þó svo það væri einhver öldugangur.“ Skuldirnar hafi hækkað gríðarlega mikið á þessum þremur faraldsárum. Vaxtastefnan afar erfið „Þær voru áttatíu milljónir þegar við byrjuðum. Í lok Covid voru þær orðnar 110 milljónir í lán og svo bætist við yfirdráttur. Þá tekur þessi vaxtastefna við. Þó við höfum náð að snúa helling við þá er bara rosalega erfitt að hægja á skútunni og snúa henni við.“ Fjölskyldan ætli að einbeita sér að bruggverksmiðjunni og leitar að góðum nágranna til að taka við bjórböðunum. „Aðsóknin er góð og fyrirtækið í heild sinni er gríðarlega vel heppnað. Svona fyrirtæki þarf bara mikla ást og umhyggju.“ Seðlabankinn ekki gengið í takt Agnes Anna staldrar við vaxtastefnuna en stýrivextir eru 9,25 prósent og hafa haldist óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. „Það má ekkert mikið út af bera eins og við þekkjum með heimilin okkar. Þá þarf fólk að taka yfirdrátt,“ segir Agnes Anna hugsi yfir vaxtamálum. „Seðlabankinn gekk ekki í takt við okkur í vor eins og ég hélt að hann myndi gera eftir að búið var að skrifa undir kjarasamninga,“ segir Agnes Anna. Þá hafi þau misst kraftinn. „Manni þykir ofboðslega vænt um þetta. Þetta er ekki auðvelt ákvörðun.“ Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Mbl greindi fyrst frá sölu Bjórbaðanna sem voru formlega opnuð sumarið 2017 af eigendum bruggverksmiðjunnar Kalda. Í bjórböðunum liggur fólk í stóru keri fyllt af bjór og getur svo fengið sér að borða á veitingastað. Agnes Anna Sigurðardóttir rekur bruggverksmiðjuna ásamt fjölskyldu sinnar. „Fyrirtækið var ungt þegar að Covid skall á og stóð yfir í þrjú ár,“ segir Agnes Anna. Þau hafi fengið líflínu frá bankanum til að halda öllu opnu í gegnum Covid. Eftir á að hyggja hefði verið farsælla að loka að sögn Agnesar Önnu. Keyrt í mínus alla daga „Þetta var langur tími sem mátti bara vera með tíu manns í einu,“ segir Agnes Anna en auk þess hafi allt verið lokað fleiri fleiri vikur. Það hafi reynst mikil áskorun að vera bæði með veitingastað og böð. Það kalli á mikinn mannskap á báðum stöðum og launakostnaður hafi verið afar mikill. „Við vorum að keyra þetta í mínus alla daga.“ Agnes Anna lítur um öxl og dregur lærdóm af þessum skrýtnu tímum. „Þetta er okkur að kenna. Maður var svo peppaður að láta hlutina ganga í Covid. Að halda öllu opnu. Upptekin af því að þjóðarskútan myndi sigla áfram þó svo það væri einhver öldugangur.“ Skuldirnar hafi hækkað gríðarlega mikið á þessum þremur faraldsárum. Vaxtastefnan afar erfið „Þær voru áttatíu milljónir þegar við byrjuðum. Í lok Covid voru þær orðnar 110 milljónir í lán og svo bætist við yfirdráttur. Þá tekur þessi vaxtastefna við. Þó við höfum náð að snúa helling við þá er bara rosalega erfitt að hægja á skútunni og snúa henni við.“ Fjölskyldan ætli að einbeita sér að bruggverksmiðjunni og leitar að góðum nágranna til að taka við bjórböðunum. „Aðsóknin er góð og fyrirtækið í heild sinni er gríðarlega vel heppnað. Svona fyrirtæki þarf bara mikla ást og umhyggju.“ Seðlabankinn ekki gengið í takt Agnes Anna staldrar við vaxtastefnuna en stýrivextir eru 9,25 prósent og hafa haldist óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. „Það má ekkert mikið út af bera eins og við þekkjum með heimilin okkar. Þá þarf fólk að taka yfirdrátt,“ segir Agnes Anna hugsi yfir vaxtamálum. „Seðlabankinn gekk ekki í takt við okkur í vor eins og ég hélt að hann myndi gera eftir að búið var að skrifa undir kjarasamninga,“ segir Agnes Anna. Þá hafi þau misst kraftinn. „Manni þykir ofboðslega vænt um þetta. Þetta er ekki auðvelt ákvörðun.“
Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira