Varðmenn valdsins Sandra B. Franks skrifar 29. maí 2024 08:15 Það ætti ekki að dyljast neinum hvern hin svokallaða valdastétt styður í komandi forsetakosningum. Frambjóðandi sá er vissulega frambærilegur og kemur vel fyrir. Hins vegar vill svo til, að þessi frambjóðandi var forsætisráðherra í fyrradag! Og nú vill ráðherrann komast á forsetastól með stuðningi valdsmanna og „fyrrum“ ríkisstjórnar og eftir fáeinar vikur stimpla lagafrumvörp sömu ríkisstjórnar. Eftir einhverja mánuði verður það svo hlutverk frambjóðandans að hlutast til um næstu stjórnarmyndun. Orðið „armslengd“ kemur ekki fyrst upp í hugann í þessu samhengi. Svo mjög er valdsmönnum hugað um að tryggja kjör síns frambjóðanda, að til starfa voru kallaðir dráttarklárar „Flokksvélarinnar“, sem leggja hart að flokkshollum að styðja „þeirra kandídat“, svo undarlegt sem það kann að virðast, með hliðsjón af pólitískri grunngerð frambjóðandans. Þessu hefur síðan fylgt ófrægingar- og smjörklípuherferð í miðlum Morgunblaðsins, gegn frambjóðendum sem valdsmönnum þykja vera það frakkir að ryðjast fram á sviðið og ætla sér að „stela völdum“ eða heiðri frá „establishmentinu“. Samhliða því heldur Morgunblaðið upp vörnum fyrir frambjóðanda sinn, sem er sagður hafa mátt þola ómaklega gagnrýni. Mögulega er eitthvað til í því. Hins vegar þarf ekki djúpt innsæi til að sjá í hendi sér að slík gagnrýni er varla meiri en við mátti búast fyrir frambjóðanda í slíkri stöðu. Gagnrýnin á líklega helst rætur hjá fólki sem áður studdi frambjóðandann og kaus viðeigandi flokk, en finnst það nú svikið og prinsippin horfin. Óþægur ljár í þúfu? Sá frambjóðandi sem valdsmenn reyna einkum að sverta með atbeina Morgunblaðsins er hin skelegga Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Í fljótu bragði verður ekki auðséð hvað það er sem valdsmenn óttast svo mjög við framboð hennar, því völd forseta eru takmörkuð. En forseti hefur mikilvæga rödd, og vera má að valdsmenn séu uggandi yfir því, að nái Halla Hrund kjöri, þá kunni hún að enduróma rödd almennings í vissum málaflokkum, ekki síst í orku- og auðlindamálum, sem eru henni hugleikin. Kannski óttast valdsmenn þá staðreynd, að hún hefur tjáð sig um að ekki væri óeðlilegt að almenningur og smærri fyrirtæki, ekki síst á landsbyggðinni, hefðu forgang þegar kemur að raforkudreifingu, í stað þess að mæta afgangi og stóriðnaður sitji í öndvegi. Varla kemur á óvart að talsmenn iðnjöfra eru mótfallnir slíkum hugmyndum. Halla Hrund hefur einnig látið í það skína, að hún sé ekki hrifin af því að heilu eða hálfu hrepparnir verði þaktir með vindmyllum og telur ráðlegt að fara hægt í slíka uppbyggingu. Auk þess hefur hún viðrað áhyggjur af lagareldi og langtímaleyfisveitingum því tengdu, svo eitthvað sé nefnt sem valdsmenn kynnu að óttast. Valdsmenn hafa kannski áhyggjur af því að Halla Hrund kunni að vera mótfallin frekari virkjunum og hafa vænt Orkustofnun um að tefja fyrir framgangi virkjunarmála. Staðreyndin er þó sú, að það eru kærumál sem valdið hafa töfum, en ekki Orkustofnun. Halla Hrund er hreint ekki mótfallin virkjanaáformum. Hún hefur hins vegar sagt, að við nýtingu auðlinda þurfi fyrst og fremst að horfa til sjálfbærni, hvort sem um er að ræða sjávarútveg, fallvötn eða landið sjálft, sem er jú ein helsta auðlind okkar nú á tímum. Eins hefur hún bent á langtímahættu sem kann að fylgja sölu jarða, sér í lagi til erlendra aðila, þar sem því fylgi jafnframt áhætta á framsali meðfylgjandi auðlinda úr landi, m.a. vatni, vindi og varma. Vera má að valdsmenn hugsi sér gott til glóðar með sölu á Landsvirkjun í framtíðinni og þar með virkjunum okkar, en Halla Hrund hefur nefnt það sem klárt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Verðugur fulltrúi almennings Halla Hrund heldur göngu sinni áfram vonglöð og ótrauð, sem fulltrúi almennings, en ekki valdastéttar. Mín skoðun er sú, að þessu sérstaka embætti eigi helst að gegna einstaklingur sem ekki er brenndur af argaþrasi pólitískrar fortíðar, hvað þá nútíðar, með fullri virðingu fyrir öllum þeim sem hafa gefið sig að stjórnmálum. Ég treysti Höllu Hrund fyllilega til að taka erfiðar ákvarðanir, ef til þess kæmi, sér í lagi ef þær varða fullveldi, fjöregg okkar og framtíðarmöguleika. Hún er vel gerð, hefur einkar góða nærveru og á auðvelt með að hrífa fólk með sér. Hún er kannski ekki jafn slípaður „órator“ og sumir frambjóðenda, sem staðið hafa í ræðupúltum í áratugi. Hún er þó að styrkjast í þeirri íþrótt dag frá degi. Orsök uppgangs Höllu Hrundar undanfarið er öðru fremur sú, að fólk hefur skynjað að þar er á ferðinni hæf, hugdjörf, eljusöm og viðfelldin manneskja, með jákvætt erindi, hreinan skjöld og bjarta áru, kona sem er hugað um auðlindir okkar og vill af einlægni gera löndum sínum gagn með jákvæðum og uppbyggilegum boðskap og gjörðum. Ég veit úr hverju hún er gerð og þess vegna styð ég hana heilshugar og skora á kjósendur úr öllum stéttum að veita henni brautargengi. Fólkið kýs forsetann, en ekki valdastéttin! Höfundur er stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sandra B. Franks Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að dyljast neinum hvern hin svokallaða valdastétt styður í komandi forsetakosningum. Frambjóðandi sá er vissulega frambærilegur og kemur vel fyrir. Hins vegar vill svo til, að þessi frambjóðandi var forsætisráðherra í fyrradag! Og nú vill ráðherrann komast á forsetastól með stuðningi valdsmanna og „fyrrum“ ríkisstjórnar og eftir fáeinar vikur stimpla lagafrumvörp sömu ríkisstjórnar. Eftir einhverja mánuði verður það svo hlutverk frambjóðandans að hlutast til um næstu stjórnarmyndun. Orðið „armslengd“ kemur ekki fyrst upp í hugann í þessu samhengi. Svo mjög er valdsmönnum hugað um að tryggja kjör síns frambjóðanda, að til starfa voru kallaðir dráttarklárar „Flokksvélarinnar“, sem leggja hart að flokkshollum að styðja „þeirra kandídat“, svo undarlegt sem það kann að virðast, með hliðsjón af pólitískri grunngerð frambjóðandans. Þessu hefur síðan fylgt ófrægingar- og smjörklípuherferð í miðlum Morgunblaðsins, gegn frambjóðendum sem valdsmönnum þykja vera það frakkir að ryðjast fram á sviðið og ætla sér að „stela völdum“ eða heiðri frá „establishmentinu“. Samhliða því heldur Morgunblaðið upp vörnum fyrir frambjóðanda sinn, sem er sagður hafa mátt þola ómaklega gagnrýni. Mögulega er eitthvað til í því. Hins vegar þarf ekki djúpt innsæi til að sjá í hendi sér að slík gagnrýni er varla meiri en við mátti búast fyrir frambjóðanda í slíkri stöðu. Gagnrýnin á líklega helst rætur hjá fólki sem áður studdi frambjóðandann og kaus viðeigandi flokk, en finnst það nú svikið og prinsippin horfin. Óþægur ljár í þúfu? Sá frambjóðandi sem valdsmenn reyna einkum að sverta með atbeina Morgunblaðsins er hin skelegga Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Í fljótu bragði verður ekki auðséð hvað það er sem valdsmenn óttast svo mjög við framboð hennar, því völd forseta eru takmörkuð. En forseti hefur mikilvæga rödd, og vera má að valdsmenn séu uggandi yfir því, að nái Halla Hrund kjöri, þá kunni hún að enduróma rödd almennings í vissum málaflokkum, ekki síst í orku- og auðlindamálum, sem eru henni hugleikin. Kannski óttast valdsmenn þá staðreynd, að hún hefur tjáð sig um að ekki væri óeðlilegt að almenningur og smærri fyrirtæki, ekki síst á landsbyggðinni, hefðu forgang þegar kemur að raforkudreifingu, í stað þess að mæta afgangi og stóriðnaður sitji í öndvegi. Varla kemur á óvart að talsmenn iðnjöfra eru mótfallnir slíkum hugmyndum. Halla Hrund hefur einnig látið í það skína, að hún sé ekki hrifin af því að heilu eða hálfu hrepparnir verði þaktir með vindmyllum og telur ráðlegt að fara hægt í slíka uppbyggingu. Auk þess hefur hún viðrað áhyggjur af lagareldi og langtímaleyfisveitingum því tengdu, svo eitthvað sé nefnt sem valdsmenn kynnu að óttast. Valdsmenn hafa kannski áhyggjur af því að Halla Hrund kunni að vera mótfallin frekari virkjunum og hafa vænt Orkustofnun um að tefja fyrir framgangi virkjunarmála. Staðreyndin er þó sú, að það eru kærumál sem valdið hafa töfum, en ekki Orkustofnun. Halla Hrund er hreint ekki mótfallin virkjanaáformum. Hún hefur hins vegar sagt, að við nýtingu auðlinda þurfi fyrst og fremst að horfa til sjálfbærni, hvort sem um er að ræða sjávarútveg, fallvötn eða landið sjálft, sem er jú ein helsta auðlind okkar nú á tímum. Eins hefur hún bent á langtímahættu sem kann að fylgja sölu jarða, sér í lagi til erlendra aðila, þar sem því fylgi jafnframt áhætta á framsali meðfylgjandi auðlinda úr landi, m.a. vatni, vindi og varma. Vera má að valdsmenn hugsi sér gott til glóðar með sölu á Landsvirkjun í framtíðinni og þar með virkjunum okkar, en Halla Hrund hefur nefnt það sem klárt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Verðugur fulltrúi almennings Halla Hrund heldur göngu sinni áfram vonglöð og ótrauð, sem fulltrúi almennings, en ekki valdastéttar. Mín skoðun er sú, að þessu sérstaka embætti eigi helst að gegna einstaklingur sem ekki er brenndur af argaþrasi pólitískrar fortíðar, hvað þá nútíðar, með fullri virðingu fyrir öllum þeim sem hafa gefið sig að stjórnmálum. Ég treysti Höllu Hrund fyllilega til að taka erfiðar ákvarðanir, ef til þess kæmi, sér í lagi ef þær varða fullveldi, fjöregg okkar og framtíðarmöguleika. Hún er vel gerð, hefur einkar góða nærveru og á auðvelt með að hrífa fólk með sér. Hún er kannski ekki jafn slípaður „órator“ og sumir frambjóðenda, sem staðið hafa í ræðupúltum í áratugi. Hún er þó að styrkjast í þeirri íþrótt dag frá degi. Orsök uppgangs Höllu Hrundar undanfarið er öðru fremur sú, að fólk hefur skynjað að þar er á ferðinni hæf, hugdjörf, eljusöm og viðfelldin manneskja, með jákvætt erindi, hreinan skjöld og bjarta áru, kona sem er hugað um auðlindir okkar og vill af einlægni gera löndum sínum gagn með jákvæðum og uppbyggilegum boðskap og gjörðum. Ég veit úr hverju hún er gerð og þess vegna styð ég hana heilshugar og skora á kjósendur úr öllum stéttum að veita henni brautargengi. Fólkið kýs forsetann, en ekki valdastéttin! Höfundur er stjórnmálafræðingur
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar