Handbolti

Læri­sveinar Guð­mundar töpuðu fyrsta leik úrslitaeinvígisins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Guðmundur Guðmundsson hefur afrekað frábæra hluti með lið Fredericia á tímabilinu en Aalborg býr yfir ógnarsterku liði og vann fyrsta leik úrslitaeinvígisins.
Guðmundur Guðmundsson hefur afrekað frábæra hluti með lið Fredericia á tímabilinu en Aalborg býr yfir ógnarsterku liði og vann fyrsta leik úrslitaeinvígisins. Mynd: Fredericia

Aalborg vann 31-26 fyrsta leik í úrslitaeinvígi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundsson í Fredericia. 

Fredericia var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina og komst mjög óvænt í úrslitaeinvígið eftir sigur í þriðju tilraun gegn Ribe-Esbjerg. 

Aalborg endaði hins vegar í efsta sæti deildarinnar og hefur þótt sigurstranglegast á þessu tímabili. 

Þeir reyndust Fredericia í það minnsta erfiðir í þessum fyrsta leik, sigurinn aldrei í mikilli hættu eftir að hafa tekið forystuna snemma. Hálfleikstölur 16-13 og forystan stækkaði bara í seinni hálfleik, lokatölur 31-26.

Mikkel Hansen fór mikinn og skoraði 9 mörk úr 9 skotum fyrir Aalborg. 

Einar Ólafsson gerði eitt mark fyrir Fredericia en markahæstur í þeirra liði varð Kasper Young með 7 mörk úr 9 skotum.

Tvo sigra þarf til að vinna einvígið, liðin mætast aftur á miðvikudag þar sem Aalborg getur tryggt sér titilinn. Takist það ekki verður hreinn úrslitaleikur spilaður á laugardag.


Tengdar fréttir

Læri­sveinar Guð­mundar í úr­slit: Er eiginlega orðlaus

Guðmundur Þ. Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia eru komnir alla leið í úrslitaeinvígið um danska meistaratitilinn í handbolta. Þetta varð ljóst eftir stórsigur liðsins á Íslendingaliði Ribe-Esbjerg í gærkvöld, miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×