Sanngjarnt lífeyriskerfi: Neikvæða eða jákvæða hvata til að virkja fatlað fólk til atvinnuþátttöku ? Gunnar Alexander Ólafsson og Sigurður Árnason skrifa 27. maí 2024 08:02 Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Með endurskoðuninni, stefna stjórnvöld að stóraukinni atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. Í því felst meðal annars að einstaklingar sem metnir yrðu með 26%-50% starfsgetu í nýju kerfi fengju greidda svokallaða hlutaörorku sem er 75% af þeirri upphæð sem fullur örorkulífeyrir nemur. Hin 25% fengi viðkomandi einstaklingur greidd í formi virknistyrks og getur átt rétt á honum í allt að 24 mánuði í senn. Til þess að eiga rétt á styrknum þarf viðkomandi enn fremur að vera í virkri atvinnuleit. Í frumvarpinu eru skilgreindar aðstæður sem geta orðið til þess að fólk með skerta starfsgetu í atvinnuleit getur misst rétt sinn til virknistyrks. Á það m.a. við ef atvinnuleitandinn hafnar starfi sem honum býðst eftir að hafa verið í atvinnuleit í aðeins tvo mánuði. Sama á við ef viðkomandi hafnar atvinnuviðtali sem honum býðst á sama tímabili, er ekki talinn hafa sinnt atvinnuviðtali án ástæðulausrar tafar, hafnar þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum eða lætur hjá líða að veita nauðsynlegar upplýsingar um það sem kann að hafa áhrif á greiðslu virknistyrks til viðkomandi. ÖBÍ harmar að hið nýja almannatryggingakerfi sem mælt er fyrir um með áformum um stóraukna atvinnuþátttöku fatlaðs fólks byggi á neikvæðum og refsikenndum hvötum til atvinnuþátttöku þess. Það er staðreynd að fyrir margt fatlaða fólk með skerta starfsgetur er lítið sem ekkert framboð af störfum sem henta þeim. Það er trú ÖBÍ að færri en fleiri finni starf sem hentar þeirra aðstæðum innan tveggja mánaða í atvinnuleit. Að mati ÖBÍ er með þessum ákvæðum gerðar mun strangari kröfur til fatlaðs fólks í atvinnuleit en fólks sem er í atvinnuleit og þiggur atvinnuleysisbætur. Fyrir vikið er framfærsluöryggi fatlaðs fólks minna sem er gríðarlega kvíðavaldandi og oft á tíðum niðurlægjandi. Þetta fyrirkomulag er því í hrópandi ósamræmi við yfirlýstan tilgang frumvarpsins. Því leggur ÖBÍ til að fallið verði frá hinum refsikenndu ákvæðum í frumvarpinu og að þess í stað verði aukin áherslu á jákvæða hvata til atvinnuþátttöku. Einnig verði lögð áhersla á stuðning við atvinnuveitendur sem vilja gera það sem til þarf svo tryggja megi fötluðu fólki jöfn tækifæri til atvinnu með viðeigandi aðlögun. Af lestri frumvarpsins er ljóst að virknistyrkur fellur niður með öllu frá fyrstu krónu sem einstaklingur aflar sér í tekjur. Í fyrsta lagi hefur ÖBÍ bent á að afleiðingar þess munu vera þær að fjölmargir einstaklingar sem munu fá hlutaörorku í nýju kerfi munu koma verr út en þeir myndu gera í núverandi kerfi. ÖBÍ hefur birt úrteikningaþví til stuðnings. Útreikningar ÖBÍ sýna að til þess að koma betur út í nýju kerfi þurfa einstaklingar að hafa tekjur að upphæðum sem að mati ÖBÍ endurspegla langt í frá raunveruleikann hvað varðar stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Þá telur ÖBÍ að um sé að ræða enn annað dæmi um neikvæða hvata frumvarpsins. ÖBÍ telur að með frumvarpinu eigi að leggja alla áherslu á jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks, hversu lítil eða mikil sem virknin kann að vera í tilviki hvers einstaklings. ÖBÍ leggur til þá breytingu að virknistyrkur falli ekki niður við öflun tekna eða að í frumvarpinu verði kveðið á um hæfilegt frítekjumark fyrir virknistyrk í þeim tilgangi að skapa jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks. Í beinum tengslum við það sem hér hefur komið fram bendir ÖBÍ á að áformum stjórnvalda um stóraukna atvinnuþátttöku faltaðs fólks verða óhjákvæmilega að fylgja umfangsmiklar aðgerðir til að tryggja að vinnumarkaðurinn geti tekið á móti þeim fjölbreytta hópi fólks sem á allt sitt udir í örorkulífeyriskerfinu. Tryggja verður störf sem henta hverjum og einum m.t.t. menntunar, þekkingar, reynslu, heilsufars, félagslegrar stöðu og annarra aðstæðna. Stjórnvöld verða að ráðstafa fjármagni sem tryggir með raunsæjum hætti framgang slíkra aðgerða svo möguleiki verði á að markmið frumvarpsins verði að veruleika. Höfundar eru hagfræðingur og lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Með endurskoðuninni, stefna stjórnvöld að stóraukinni atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. Í því felst meðal annars að einstaklingar sem metnir yrðu með 26%-50% starfsgetu í nýju kerfi fengju greidda svokallaða hlutaörorku sem er 75% af þeirri upphæð sem fullur örorkulífeyrir nemur. Hin 25% fengi viðkomandi einstaklingur greidd í formi virknistyrks og getur átt rétt á honum í allt að 24 mánuði í senn. Til þess að eiga rétt á styrknum þarf viðkomandi enn fremur að vera í virkri atvinnuleit. Í frumvarpinu eru skilgreindar aðstæður sem geta orðið til þess að fólk með skerta starfsgetu í atvinnuleit getur misst rétt sinn til virknistyrks. Á það m.a. við ef atvinnuleitandinn hafnar starfi sem honum býðst eftir að hafa verið í atvinnuleit í aðeins tvo mánuði. Sama á við ef viðkomandi hafnar atvinnuviðtali sem honum býðst á sama tímabili, er ekki talinn hafa sinnt atvinnuviðtali án ástæðulausrar tafar, hafnar þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum eða lætur hjá líða að veita nauðsynlegar upplýsingar um það sem kann að hafa áhrif á greiðslu virknistyrks til viðkomandi. ÖBÍ harmar að hið nýja almannatryggingakerfi sem mælt er fyrir um með áformum um stóraukna atvinnuþátttöku fatlaðs fólks byggi á neikvæðum og refsikenndum hvötum til atvinnuþátttöku þess. Það er staðreynd að fyrir margt fatlaða fólk með skerta starfsgetur er lítið sem ekkert framboð af störfum sem henta þeim. Það er trú ÖBÍ að færri en fleiri finni starf sem hentar þeirra aðstæðum innan tveggja mánaða í atvinnuleit. Að mati ÖBÍ er með þessum ákvæðum gerðar mun strangari kröfur til fatlaðs fólks í atvinnuleit en fólks sem er í atvinnuleit og þiggur atvinnuleysisbætur. Fyrir vikið er framfærsluöryggi fatlaðs fólks minna sem er gríðarlega kvíðavaldandi og oft á tíðum niðurlægjandi. Þetta fyrirkomulag er því í hrópandi ósamræmi við yfirlýstan tilgang frumvarpsins. Því leggur ÖBÍ til að fallið verði frá hinum refsikenndu ákvæðum í frumvarpinu og að þess í stað verði aukin áherslu á jákvæða hvata til atvinnuþátttöku. Einnig verði lögð áhersla á stuðning við atvinnuveitendur sem vilja gera það sem til þarf svo tryggja megi fötluðu fólki jöfn tækifæri til atvinnu með viðeigandi aðlögun. Af lestri frumvarpsins er ljóst að virknistyrkur fellur niður með öllu frá fyrstu krónu sem einstaklingur aflar sér í tekjur. Í fyrsta lagi hefur ÖBÍ bent á að afleiðingar þess munu vera þær að fjölmargir einstaklingar sem munu fá hlutaörorku í nýju kerfi munu koma verr út en þeir myndu gera í núverandi kerfi. ÖBÍ hefur birt úrteikningaþví til stuðnings. Útreikningar ÖBÍ sýna að til þess að koma betur út í nýju kerfi þurfa einstaklingar að hafa tekjur að upphæðum sem að mati ÖBÍ endurspegla langt í frá raunveruleikann hvað varðar stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Þá telur ÖBÍ að um sé að ræða enn annað dæmi um neikvæða hvata frumvarpsins. ÖBÍ telur að með frumvarpinu eigi að leggja alla áherslu á jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks, hversu lítil eða mikil sem virknin kann að vera í tilviki hvers einstaklings. ÖBÍ leggur til þá breytingu að virknistyrkur falli ekki niður við öflun tekna eða að í frumvarpinu verði kveðið á um hæfilegt frítekjumark fyrir virknistyrk í þeim tilgangi að skapa jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks. Í beinum tengslum við það sem hér hefur komið fram bendir ÖBÍ á að áformum stjórnvalda um stóraukna atvinnuþátttöku faltaðs fólks verða óhjákvæmilega að fylgja umfangsmiklar aðgerðir til að tryggja að vinnumarkaðurinn geti tekið á móti þeim fjölbreytta hópi fólks sem á allt sitt udir í örorkulífeyriskerfinu. Tryggja verður störf sem henta hverjum og einum m.t.t. menntunar, þekkingar, reynslu, heilsufars, félagslegrar stöðu og annarra aðstæðna. Stjórnvöld verða að ráðstafa fjármagni sem tryggir með raunsæjum hætti framgang slíkra aðgerða svo möguleiki verði á að markmið frumvarpsins verði að veruleika. Höfundar eru hagfræðingur og lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun