Handbolti

Óðinn og fé­lagar misstu frá sér fimm marka for­skot

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk en það var ekki nóg.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk en það var ekki nóg. vísir/Hulda Margrét

Kadetten Schaffhausen er komið 1-0 undir í úrslitaeinvíginu um svissneska meistaratitilinn eftir tveggja marka tap á heimavelli fyrir HC Kriens-Luzern í dag.

Luzern vann leikinn 32-30 eftir að hafa unnið seinni hálfleikinn 16-10. Þetta var fyrsta heimatap Kadetten liðsins í svissnesku deildinni á tímabilinu.

Íslenska landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk fyrir Kadetten í leiknum, þar af voru þrjú þeirra út vitum. Hann tók tíu skot og eitt klúðrið hans var úr vítakasti.

Kadetten var með fimm marka forystu í upphafi seinni hálfleiks en missti leikinn frá sér á lokakaflanum.

Óðinn var kominn með þrjú mörk í hálfleik og Kadetten var með fjögurra marka forystu, 20-16, eftir fyrstu þrjátíu mínúturnar.

Hann kom Kadetten síðan fimm mörkum yfir, 21-16, með fyrsta marki seinni hálfleiksins.

Gestirnir gáfust ekki upp og unnu sig inn í leikinn. Þeir jöfnuðu metin í 27-27 þegar þrettán mínútur voru eftir.

Luzern vann síðast lokakaflann 5-3 og fer nú heim 1-0 yfir í einvíginu þar þarf að finna þrjá leiki.

Bæði liðin unnu 3-2 í undanúrslitunum en þau enduðu í tveimur efstu sætum deildarkeppninnar í vetur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×