„Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 22:29 Pétur var stúrinn á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir stórt tap gegn Grindavík í kvöld og að liðið hafi náð að koma einvíginu í fimm leiki án þeirra besta leikmanns. Lokatölur í Smáranum urðu 112-63 þar sem Grindvíkingar tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleik. „Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“. Það er svona aðeins meira „fire power“ í þeirra liði heldur en okkar. En við lögðum okkur fram í þetta og náðum þessu í fimm leiki. Ef besti maðurinn hjá þeim hefði meiðst en ekki hjá okkur þá hefðum við unnið þetta auðveldlega 3-0. Þetta hefði aldrei farið í fimm leiki. Bara karakter hjá okkur en gangi þeim að sjálfsögðu vel í þeirra baráttu.“ Meiðsli eru auðvitað hluti af leiknum og eitthvað sem enginn getur stjórnað en Pétur var alveg klár á því hvernig einvígið hefði þróast ef Remy Martin hefði ekki meiðst. „Ég veit alveg hvað hefði gerst, við hefðum unnið þetta 3-0.“ Pétur tók tvö leikhlé í upphafi seinni hálfleiks en þau breyttu nákvæmlega engu um gang leiksins. Mögulega mun hann hreinlega ekki taka fleiri leikhlé eftir þetta. „Það er alltaf verið að gagnrýna mig fyrir að taka ekki leikhlé en svo þegar ég tek leikhlé þá skíttöpum við þannig að það er kannski ástæðan fyrir því að ég tek ekki leikhlé.“ Pétur sagði í viðtali eftir síðasta leik að náttúruöflin væru með Grindavík í liði og viðurkenndi að hann hefði komist óheppilega að orði þar. „Varðandi þetta sem ég sagði um náttúruöflin í síðasta viðtali, þá ætlaði ég ekki að segja náttúruöflin, kannski frekar æðri máttarvöld. En þetta skiptir ekki neinu máli. Ef þetta fékk útlendinga hjá þeim til að hitta rosalega vel af því að ég sagði þetta þá er það bara geggjað fyrir þá. Ef þeir eru með Grindavíkurhjarta þá er það bara geggjað.“ Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í ár en markmiðið var að landa báðum titlum. „Okkar markmið er að gera tvo hluti. Við náðum að gera einn en náðum ekki að gera hinn hlutinn og það er eiginlega ekki alveg nógu gott.“ Pétur endaði þetta viðtal á léttu nótunum eins og honum einum er lagið. „Ég er búinn að girða mig vel, ég verð ekkert rekinn. Ég tek þá bara strákana mína með. Þeir verða þá bara að laga til í herberginu hjá sér ef ég verð rekinn. Þeir fá ekkert að vera í Keflavík þá.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn Setti tvö og var bestur á vellinum Fótbolti LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Fótbolti Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Sjá meira
Lokatölur í Smáranum urðu 112-63 þar sem Grindvíkingar tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleik. „Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“. Það er svona aðeins meira „fire power“ í þeirra liði heldur en okkar. En við lögðum okkur fram í þetta og náðum þessu í fimm leiki. Ef besti maðurinn hjá þeim hefði meiðst en ekki hjá okkur þá hefðum við unnið þetta auðveldlega 3-0. Þetta hefði aldrei farið í fimm leiki. Bara karakter hjá okkur en gangi þeim að sjálfsögðu vel í þeirra baráttu.“ Meiðsli eru auðvitað hluti af leiknum og eitthvað sem enginn getur stjórnað en Pétur var alveg klár á því hvernig einvígið hefði þróast ef Remy Martin hefði ekki meiðst. „Ég veit alveg hvað hefði gerst, við hefðum unnið þetta 3-0.“ Pétur tók tvö leikhlé í upphafi seinni hálfleiks en þau breyttu nákvæmlega engu um gang leiksins. Mögulega mun hann hreinlega ekki taka fleiri leikhlé eftir þetta. „Það er alltaf verið að gagnrýna mig fyrir að taka ekki leikhlé en svo þegar ég tek leikhlé þá skíttöpum við þannig að það er kannski ástæðan fyrir því að ég tek ekki leikhlé.“ Pétur sagði í viðtali eftir síðasta leik að náttúruöflin væru með Grindavík í liði og viðurkenndi að hann hefði komist óheppilega að orði þar. „Varðandi þetta sem ég sagði um náttúruöflin í síðasta viðtali, þá ætlaði ég ekki að segja náttúruöflin, kannski frekar æðri máttarvöld. En þetta skiptir ekki neinu máli. Ef þetta fékk útlendinga hjá þeim til að hitta rosalega vel af því að ég sagði þetta þá er það bara geggjað fyrir þá. Ef þeir eru með Grindavíkurhjarta þá er það bara geggjað.“ Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í ár en markmiðið var að landa báðum titlum. „Okkar markmið er að gera tvo hluti. Við náðum að gera einn en náðum ekki að gera hinn hlutinn og það er eiginlega ekki alveg nógu gott.“ Pétur endaði þetta viðtal á léttu nótunum eins og honum einum er lagið. „Ég er búinn að girða mig vel, ég verð ekkert rekinn. Ég tek þá bara strákana mína með. Þeir verða þá bara að laga til í herberginu hjá sér ef ég verð rekinn. Þeir fá ekkert að vera í Keflavík þá.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn Setti tvö og var bestur á vellinum Fótbolti LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Fótbolti Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Sjá meira