„Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2024 12:02 Sara Rún Hinriksdóttir í viðtalinu á háborðinu eftir leikinn í gærkvöldi. Stöð 2 Sport Sara Rún Hinriksdóttir og félagar hennar í Keflavík eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta eftir rosalegt einvígi við Stjörnuna. Einvígið endaði með æsispennandi oddaleik í gær. Keflavíkurkonur lentu mest ellefu stigum undir í leiknum en komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Sara Rún var mjög öflug í leiknum með 20 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Hún kom í viðtal á háborð Subway Körfuboltakvölds eftir leikinn. „Ég get bara sagt það að ég er virkilega ánægð með sigurinn og að hafa landað þessu,“ sagði Sara Rún. En hvað varð það sem Stjörnustelpur gerðu sem gerði Keflavíkurliðnu svona erfitt fyrir í þessu einvígi? Bara þvílíkir leikmenn „Þetta eru bara þvílíkir leikmenn. Jú þær eru mjög ungar en þær berjast allan tímann, í fjörutíu mínútur. Við þurfum að vera á tánum í fjörutíu mínútur til þess að eiga einhvern sjens í þær. Ég er því virkilega ánægð með að hafa unnið í dag,“ sagði Sara. Sara fékk sína fimmtu villu undir lokin og spilaði því ekki lokakaflann í leiknum. Var farið að fara um hana á bekknum? „Já mér fannst þetta rosalega erfitt. Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann. Ég átti bara að gefa boltann en ég bara treysti mínum stelpum til þess að vinna þetta,“ sagði Sara. Hún fékk þá á sig sóknarvillu og Keflavík missti boltann. Það kom þó ekki að sök því liðsfélagar hennar lönduðu sigrinum. Sara lenti í því í þessu einvígi að vera skilin eftir galopin. Hvernig er það hugarfarslega fyrir að mæta slíkum varnarleik? „Ég hef oft hugsað þetta. Ég hef gert þetta sjálf við aðra leikmenn og hugsaði bara þá: Ég hefði labbað út úr húsinu ef að þetta hefði verið gert við mig. Svo gerist þetta og ég var bara eitt stórt spurningarmerki. Ég bara lærði af þessu,“ sagði Sara. „Vinkona mín, Bryndís (Guðmundsdóttir) hjálpaði mér í gegnum þetta,“ sagði Sara. Þetta er allt öðruvísi lið Næst á dagskrá hjá Keflavíkurliðinu er einvígi á móti nágrönnunum í Njarðvík og í boði er Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitaeinvígið hefst strax á fimmtudaginn. Hvernig sér Sara þá rimmu fyrir sér? „Ég held að það verði allt öðruvísi. Þetta er allt öðruvísi lið. Jú okkur hefur gengið vel á móti þeim hingað til en mér finnst þær vera að toppa sig núna. Þær eru að spila rosalega góðan körfubolta,“ sagði Sara. „Isabella [Ósk Sigurðardóttir] er búin að stíga upp núna, virkilega flott. Selena [Lott] er geggjuð, einn á einn og hún gerir náttúrulega bara allt. Þetta eru allt stelpur sem við þurfum að stoppa,“ sagði Sara. Þessi þáttur er geggjaður Sara sér mun á deildinni frá því að hún var hér síðast. „Mér finnst hún betri. Ég hafði heyrt að hún væri ekki að stækka en ég er mjög ósammála því. Virkilega flottar ungar stelpur sem eru að koma upp og allt í kringum þetta. Þessi þáttur er geggjaður og sjáið bara íþróttahúsið okkar. Þetta er frábært,“ sagði Sara en það var frábærlega mætt á oddaleikinn. Vonandi verður framhald á því í lokaúrslitunum. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sara Rún eftir sigurinn í oddaleiknum Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Keflavíkurkonur lentu mest ellefu stigum undir í leiknum en komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Sara Rún var mjög öflug í leiknum með 20 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Hún kom í viðtal á háborð Subway Körfuboltakvölds eftir leikinn. „Ég get bara sagt það að ég er virkilega ánægð með sigurinn og að hafa landað þessu,“ sagði Sara Rún. En hvað varð það sem Stjörnustelpur gerðu sem gerði Keflavíkurliðnu svona erfitt fyrir í þessu einvígi? Bara þvílíkir leikmenn „Þetta eru bara þvílíkir leikmenn. Jú þær eru mjög ungar en þær berjast allan tímann, í fjörutíu mínútur. Við þurfum að vera á tánum í fjörutíu mínútur til þess að eiga einhvern sjens í þær. Ég er því virkilega ánægð með að hafa unnið í dag,“ sagði Sara. Sara fékk sína fimmtu villu undir lokin og spilaði því ekki lokakaflann í leiknum. Var farið að fara um hana á bekknum? „Já mér fannst þetta rosalega erfitt. Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann. Ég átti bara að gefa boltann en ég bara treysti mínum stelpum til þess að vinna þetta,“ sagði Sara. Hún fékk þá á sig sóknarvillu og Keflavík missti boltann. Það kom þó ekki að sök því liðsfélagar hennar lönduðu sigrinum. Sara lenti í því í þessu einvígi að vera skilin eftir galopin. Hvernig er það hugarfarslega fyrir að mæta slíkum varnarleik? „Ég hef oft hugsað þetta. Ég hef gert þetta sjálf við aðra leikmenn og hugsaði bara þá: Ég hefði labbað út úr húsinu ef að þetta hefði verið gert við mig. Svo gerist þetta og ég var bara eitt stórt spurningarmerki. Ég bara lærði af þessu,“ sagði Sara. „Vinkona mín, Bryndís (Guðmundsdóttir) hjálpaði mér í gegnum þetta,“ sagði Sara. Þetta er allt öðruvísi lið Næst á dagskrá hjá Keflavíkurliðinu er einvígi á móti nágrönnunum í Njarðvík og í boði er Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitaeinvígið hefst strax á fimmtudaginn. Hvernig sér Sara þá rimmu fyrir sér? „Ég held að það verði allt öðruvísi. Þetta er allt öðruvísi lið. Jú okkur hefur gengið vel á móti þeim hingað til en mér finnst þær vera að toppa sig núna. Þær eru að spila rosalega góðan körfubolta,“ sagði Sara. „Isabella [Ósk Sigurðardóttir] er búin að stíga upp núna, virkilega flott. Selena [Lott] er geggjuð, einn á einn og hún gerir náttúrulega bara allt. Þetta eru allt stelpur sem við þurfum að stoppa,“ sagði Sara. Þessi þáttur er geggjaður Sara sér mun á deildinni frá því að hún var hér síðast. „Mér finnst hún betri. Ég hafði heyrt að hún væri ekki að stækka en ég er mjög ósammála því. Virkilega flottar ungar stelpur sem eru að koma upp og allt í kringum þetta. Þessi þáttur er geggjaður og sjáið bara íþróttahúsið okkar. Þetta er frábært,“ sagði Sara en það var frábærlega mætt á oddaleikinn. Vonandi verður framhald á því í lokaúrslitunum. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sara Rún eftir sigurinn í oddaleiknum
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira