„Auðvitað voru einhverjir villtir draumar um að fara í úrslitin“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. maí 2024 22:11 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Leikurinn í kvöld var síðasti leikurinn hans að sinni sem þjálfari Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari nýliða Stjörnunnar, getur gengið sáttur frá borði nú þegar hann lætur af störfum en nýliðarnir voru hársbreidd frá því að leggja deildarmeistara Keflavíkur í oddaleik í kvöld, lokatölur kvöldsins 81-76. „Þær gerðu vel hér í síðari hálfleik og við áttum í erfiðleikum með svæðisvörnina. Þegar við opnuðum hana þá skoppaði boltinn ekki okkar megin og það gerist stundum í þessu lífi. Svona eru bara íþróttir. Það er oft stutt á milli í þessu. Það er kannski hægt að snúa þessu við. Þegar við unnum þær í Garðabænum þá kannski rúllaði hann upp úr hjá þeim og ofan í hjá okkur.“ Arnar gat ekki annað en hrósað Keflvíkingum og því starfi sem hefur verið í gangi í Keflavík undanfarin ár. „Ég held að það sé bara ágætt að byrja á því að óska Keflvíkingum til hamingju og óska þeim góðs gengis í úrslitum. Það er mjög skemmtilegt að horfa á þetta lið. Uppaldar stelpur úr Keflavík með tvo atvinnumenn með sér. Mér finnst þær bara ógeðslega flottar. Batakveðjur á Birnu, ég vona innilega að hún verði tilbúin því ég hlakka til að horfa á þessa seríu sem er framundan.“ Það sást glöggt á viðbrögðum leikmanna Stjörnunnar í leikslok að þær voru drullusvekktar að tapa en á sama tíma geta þær verið stoltar af árangri tímabilsins. Arnar var raunsær allan tímann en viðurkenndi að tilhugsunin um að ná í úrslitin hefði kitlað. „Auðvitað voru einhverjir villtir draumar þegar þetta var komið svona að fara í úrslitin. En að sama skapi get ég ekki sagt annað en að þessar stelpur lögðu allt í sölurnar. Þær eru ótrúlega þroskaðar miðað við aldur og það ber að hrósa þeim fyrir það. Klippa: Arnar kveður Stjörnuna Hann fór síðan aðeins yfir síðustu ár og þá vinnu sem hans konur hafa lagt á sig til að ná þessum árangri og hrósaði Keflvíkingum sömuleiðis. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég er búinn að þjálfa þær í fjögur ár. Tók við stelpum sem stór hluti var hjá Brynjari Karli á undan. Þegar ég fékk þær þá fékk ég stelpur í 8. bekk sem skildu öll hugtök, gátu dripplað með hægri og vinstri, gátu spilað körfubolta og voru ótrúlega tilbúnar að spila af mikilli ákefð.“ Hann sagði að sú mikla vinna sem hefur verið lögð í þjálfun þessa liðs vera að skila sér og lagði áherslu á að það mætti ekki gefa neinn afslátt af þjálfun kvennabolta. „Þetta er það sem þarf að gera. Alvöru þjálfun á stelpur og þá kemur svona. Ekki gefa afslátt þar og þá kemur svona. Það er ekki búið að gefa afslátt hér í Keflavík. Þess vegna eru þær bestar. Þær eru ekki bestar vegna þess að það er einhver „sugar daddy“ að dæla í þetta pening. En ég vona samt að þessar stelpur séu að fá borgað því þær eiga það skilið. Það voru þúsund manns að horfa á þær hér í kvöld og þær eru ógeðslega góðar.“ Arnar er sannfærður um að þessi tvö lið séu skipuð sterkustu íslensku leikmönnunum í deildinni. „Það hefur ekki verið afsláttur af kvennaþjálfun í Keflavík í mörg ár og þess vegna eru þær bestar. Þessar stelpur sem eru að koma upp í Stjörnunni hafa heldur ekki fengið afslátt af þjálfun og aldrei fengið annars flokks þjálfara, ekki frekar en hér og það skilar sér í því að held að þetta séu heilt yfir tvö best mönnuðu liðin af Íslendingum, allavega uppöldum.“ Þetta var síðasti leikur Arnars í bili með Stjörnuna og aðspurður hvort hann væri með einhver skilaboð til íslensku körfuboltaþjóðarinnar í lokin glotti hann bara og þakkaði fyrir sig. „Nei nei, ætli þið séuð ekki bara fegin að vera laus við mig í bili? Takk fyrir mig!“ Takk sömuleiðis Arnar! Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
„Þær gerðu vel hér í síðari hálfleik og við áttum í erfiðleikum með svæðisvörnina. Þegar við opnuðum hana þá skoppaði boltinn ekki okkar megin og það gerist stundum í þessu lífi. Svona eru bara íþróttir. Það er oft stutt á milli í þessu. Það er kannski hægt að snúa þessu við. Þegar við unnum þær í Garðabænum þá kannski rúllaði hann upp úr hjá þeim og ofan í hjá okkur.“ Arnar gat ekki annað en hrósað Keflvíkingum og því starfi sem hefur verið í gangi í Keflavík undanfarin ár. „Ég held að það sé bara ágætt að byrja á því að óska Keflvíkingum til hamingju og óska þeim góðs gengis í úrslitum. Það er mjög skemmtilegt að horfa á þetta lið. Uppaldar stelpur úr Keflavík með tvo atvinnumenn með sér. Mér finnst þær bara ógeðslega flottar. Batakveðjur á Birnu, ég vona innilega að hún verði tilbúin því ég hlakka til að horfa á þessa seríu sem er framundan.“ Það sást glöggt á viðbrögðum leikmanna Stjörnunnar í leikslok að þær voru drullusvekktar að tapa en á sama tíma geta þær verið stoltar af árangri tímabilsins. Arnar var raunsær allan tímann en viðurkenndi að tilhugsunin um að ná í úrslitin hefði kitlað. „Auðvitað voru einhverjir villtir draumar þegar þetta var komið svona að fara í úrslitin. En að sama skapi get ég ekki sagt annað en að þessar stelpur lögðu allt í sölurnar. Þær eru ótrúlega þroskaðar miðað við aldur og það ber að hrósa þeim fyrir það. Klippa: Arnar kveður Stjörnuna Hann fór síðan aðeins yfir síðustu ár og þá vinnu sem hans konur hafa lagt á sig til að ná þessum árangri og hrósaði Keflvíkingum sömuleiðis. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég er búinn að þjálfa þær í fjögur ár. Tók við stelpum sem stór hluti var hjá Brynjari Karli á undan. Þegar ég fékk þær þá fékk ég stelpur í 8. bekk sem skildu öll hugtök, gátu dripplað með hægri og vinstri, gátu spilað körfubolta og voru ótrúlega tilbúnar að spila af mikilli ákefð.“ Hann sagði að sú mikla vinna sem hefur verið lögð í þjálfun þessa liðs vera að skila sér og lagði áherslu á að það mætti ekki gefa neinn afslátt af þjálfun kvennabolta. „Þetta er það sem þarf að gera. Alvöru þjálfun á stelpur og þá kemur svona. Ekki gefa afslátt þar og þá kemur svona. Það er ekki búið að gefa afslátt hér í Keflavík. Þess vegna eru þær bestar. Þær eru ekki bestar vegna þess að það er einhver „sugar daddy“ að dæla í þetta pening. En ég vona samt að þessar stelpur séu að fá borgað því þær eiga það skilið. Það voru þúsund manns að horfa á þær hér í kvöld og þær eru ógeðslega góðar.“ Arnar er sannfærður um að þessi tvö lið séu skipuð sterkustu íslensku leikmönnunum í deildinni. „Það hefur ekki verið afsláttur af kvennaþjálfun í Keflavík í mörg ár og þess vegna eru þær bestar. Þessar stelpur sem eru að koma upp í Stjörnunni hafa heldur ekki fengið afslátt af þjálfun og aldrei fengið annars flokks þjálfara, ekki frekar en hér og það skilar sér í því að held að þetta séu heilt yfir tvö best mönnuðu liðin af Íslendingum, allavega uppöldum.“ Þetta var síðasti leikur Arnars í bili með Stjörnuna og aðspurður hvort hann væri með einhver skilaboð til íslensku körfuboltaþjóðarinnar í lokin glotti hann bara og þakkaði fyrir sig. „Nei nei, ætli þið séuð ekki bara fegin að vera laus við mig í bili? Takk fyrir mig!“ Takk sömuleiðis Arnar!
Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum