Landsvirkjun selur í fyrsta skipti í raforkukauphöll Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2024 14:43 Landsvirkjun hefur fram að þessu séð sjálf um söluferli á rafmagni til fyrirtækja sem selja heimilum og smærri fyrirtækjum raforku. Vísir/Vilhelm Stærsta orkufyrirtæki landsins Landsvirkjun tekur nú í fyrsta skipti þátt í söluferli á rafmagni í gegnum nýstofnaða raforkukauphöll. Fyrirtækið segist einnig skoða þátttöku á öðru markaðstorgi með raforku sem verður opnað síðar. Þegar raforkukauphöll fyrirtækisins Vonarskarðs hóf starfsemi sína um miðjan apríl var það án þátttöku Landsvirkjunar, langumsvifamesta orkuframleiðanda landsins. Slæm vatnsstaða á hálendinu þýddi að Landsvirkjun var ekki aflögufær um rafmagn. Síðan þá hefur staðan batnað þannig að Landsvirkjun tilkynnti að hún hefði selt rúmlega níutíu gígavattstundir af raforku fyrir um 700 milljónir króna í söluferli Vonarskarðs fyrir grunnorku í dag. Fyrirtækið tekur einnig þátt í söluferli með svonefndar mánaðarblokkir rafmagns sem fer fram á morgun. Fyrir þátttökuna greiddi Landsvirkjun Vonarskarði eina og hálfa milljóna króna í fasta þóknun í maí. Fyrirtækið segist ætla að endurmeta þátttöku sína i skipulegum raforkumarkaði þegar reynslan af honum hefur fengist. Þegar hafi þó verið ákveðið að taka þátt í söluferli næsta mánaðar. Ræða þátttöku í skammtímamarkaði Elmu Landsnet hefur einnig sett upp sína eigin kauphöll með langtímaraforkuvörur í gegnum dótturfélag sitt Elmu. Það félag hyggur einnig á opnun markaðar með skammtímavörur, kaup á rafmagni innan dags eða með mjög skömmum fyrirvara. Í tilkynningu sinni segist Landsvirkjun hafa verið í sambandi við Elmu um mögulega þátttöku á skammtímamarkaði sem áformað sé að opni í byrjun næsta árs. Fram að þessu hefur Landsvirkjun rekið eigin viðskiptavef þar sem hún seldi sölufyrirtækjum raforku. Vonarskarð sá um söluferlið fyrir Landsvirkjun eitt skipti haustið 2022 og í fyrra skipulagði fyrirtækið fyrsta sameiginlega söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn. Eigandi Vonarskarðs er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun. Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Hafna því að fyrrverandi stjórnandi hafi fengið rafmagnsmarkað upp í hendurnar Sameiginlegt söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn í síðasta mánuði var að frumkvæði fyrrverandi starfsmanns Landsvirkjunar sem veitti fyrirtækinu ráðgjöf við sambærilegt söluferli í haust. Ráðgjafinn fékk um 2,3 milljónir króna fyrir söluferlið fyrir Landsvirkjun. 5. júní 2023 15:12 Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Þegar raforkukauphöll fyrirtækisins Vonarskarðs hóf starfsemi sína um miðjan apríl var það án þátttöku Landsvirkjunar, langumsvifamesta orkuframleiðanda landsins. Slæm vatnsstaða á hálendinu þýddi að Landsvirkjun var ekki aflögufær um rafmagn. Síðan þá hefur staðan batnað þannig að Landsvirkjun tilkynnti að hún hefði selt rúmlega níutíu gígavattstundir af raforku fyrir um 700 milljónir króna í söluferli Vonarskarðs fyrir grunnorku í dag. Fyrirtækið tekur einnig þátt í söluferli með svonefndar mánaðarblokkir rafmagns sem fer fram á morgun. Fyrir þátttökuna greiddi Landsvirkjun Vonarskarði eina og hálfa milljóna króna í fasta þóknun í maí. Fyrirtækið segist ætla að endurmeta þátttöku sína i skipulegum raforkumarkaði þegar reynslan af honum hefur fengist. Þegar hafi þó verið ákveðið að taka þátt í söluferli næsta mánaðar. Ræða þátttöku í skammtímamarkaði Elmu Landsnet hefur einnig sett upp sína eigin kauphöll með langtímaraforkuvörur í gegnum dótturfélag sitt Elmu. Það félag hyggur einnig á opnun markaðar með skammtímavörur, kaup á rafmagni innan dags eða með mjög skömmum fyrirvara. Í tilkynningu sinni segist Landsvirkjun hafa verið í sambandi við Elmu um mögulega þátttöku á skammtímamarkaði sem áformað sé að opni í byrjun næsta árs. Fram að þessu hefur Landsvirkjun rekið eigin viðskiptavef þar sem hún seldi sölufyrirtækjum raforku. Vonarskarð sá um söluferlið fyrir Landsvirkjun eitt skipti haustið 2022 og í fyrra skipulagði fyrirtækið fyrsta sameiginlega söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn. Eigandi Vonarskarðs er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun.
Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Hafna því að fyrrverandi stjórnandi hafi fengið rafmagnsmarkað upp í hendurnar Sameiginlegt söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn í síðasta mánuði var að frumkvæði fyrrverandi starfsmanns Landsvirkjunar sem veitti fyrirtækinu ráðgjöf við sambærilegt söluferli í haust. Ráðgjafinn fékk um 2,3 milljónir króna fyrir söluferlið fyrir Landsvirkjun. 5. júní 2023 15:12 Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Hafna því að fyrrverandi stjórnandi hafi fengið rafmagnsmarkað upp í hendurnar Sameiginlegt söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn í síðasta mánuði var að frumkvæði fyrrverandi starfsmanns Landsvirkjunar sem veitti fyrirtækinu ráðgjöf við sambærilegt söluferli í haust. Ráðgjafinn fékk um 2,3 milljónir króna fyrir söluferlið fyrir Landsvirkjun. 5. júní 2023 15:12