Til hamingju, Kópavogur! Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 11. maí 2024 08:02 Í dag á afmælisdegi Kópavogs verður mikið um dýrðir þegar opnað verður nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda innan menningarhúsa Kópavogs. Þar verður til í einu rými ný grunnsýning úr viðamiklu safni Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs, sem sameinar um leið bókmenntir, listir og náttúruvísindi á einum og sama stað. Þannig verður rýmið myndarleg viðbót við fjölskrúðugt og metnaðarfullt menningarstarf í Kópavogi. Ný nálgun í menningarstarfinu Vert er að rifja upp við þetta tilefni að fyrir ári síðan boðaði meirihlutinn í bæjarstjórn nýja nálgun í menningarstarfi Kópavogs en helsta forsenda þess var þörfin fyrir að þróa menningarstarfið í takti við nýja tíma og um leið að vera brautryðjendur á þeim vettvangi. Við töldum mikilvægt að leita nýrra leiða við að miðla menningu, listum og náttúruvísindum. Einn af útgangspunktunum var að leggja aukna áherslu á að efla fræðslu og upplifun barna í menningarhúsum Kópavogs. Forsenda þess að ráðast í þær breytingar var að stofna ekki til nýrra útgjalda heldur að hagræða í rekstri og forgangsraða fjármunum með öðrum hætti. Skemmst er að segja frá því að ekki náðist þverpólitísk samstaða um breytingarnar, minnihlutinn hafnaði breytingunum með gagnrýni sem að miklu leyti var byggð á misskilningi. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar og aðrir gestir munu sjá og upplifa þennan nýja undraheim er ég viss um að fæstir myndu vilja snúa þeim við. Við gerum börnum hátt undir höfði í þessu glæsilega rými sköpunar, leiks og næðis. Tengingin sem myndast á milli Náttúrufræðistofu og Bókasafnsins er öðruvísi, spennandi og áður óþekkt framsetning sem ég er sannfærð um að Kópavogsbúar og aðrir gestir muni kunna vel að meta. Saga Náttúrufræðistofu Náttúrufræðistofa Kópavogs var formlega stofnuð 3. desember árið 1983. Stofnun hennar má rekja til ákvörðunar bæjarstjórnar sjö árum áður um að festa kaup á safni Jóns Bogasonar á um annað hundruð tegunda hryggleysingja , sem Jón safnaði við hin ótrúlegustu skilyrði og á sér fáar hliðstæður. Í framhaldinu festi bærinn kaup á fuglasafni Hans Jörgensen og síðar var Halldór Pétursson svo rausnarlegur að færa bæjarbúum hluta af umfangsmiklu steinasafni sínu. Allir þessir gripir og fleiri til eru nú varðveittir í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þrátt fyrir að rúmir fjórir áratugir skilji að stofndag safnsins og daginn sem við fögnum nýrri opnun, þá er athyglisvert hve mikinn samhljóm er að finna í opnunarræðu fyrsta forstöðumanns safnsins, Árna Waag í desember 1983, við þær áherslur sem við erum að fanga með nýju upplifunarrými í dag: „Meginhlutverk Náttúrufræðistofu, auk hefðbundinna söfnunarstarfs og varðveislu er að standa fyrir almennri fræðslu um náttúrfræði og náttúrvernd með sýningum fyrirlesurum og vettvangsferðum.“ Um mikilvægi náins samstarfs við skóla bæjarins segir Árni:. „Raunhæf líffræðikennsla getur aldrei átt sér stað einungis innan veggja skólans. Von okkar er að nú geti líffræðikennarar fært kennslu sína nær náttúrunni með vettvangsferðum og heimsóknum í samstarfi við Náttúrufræðistofuna.“ Það er um leið svo sannarlega von okkar sem að þessu safni standa í dag. Ég óska bæjarbúum og landsmönnum öllum til hamingju með daginn. Hlakka til að sjá ykkur í dag! Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í dag á afmælisdegi Kópavogs verður mikið um dýrðir þegar opnað verður nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda innan menningarhúsa Kópavogs. Þar verður til í einu rými ný grunnsýning úr viðamiklu safni Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs, sem sameinar um leið bókmenntir, listir og náttúruvísindi á einum og sama stað. Þannig verður rýmið myndarleg viðbót við fjölskrúðugt og metnaðarfullt menningarstarf í Kópavogi. Ný nálgun í menningarstarfinu Vert er að rifja upp við þetta tilefni að fyrir ári síðan boðaði meirihlutinn í bæjarstjórn nýja nálgun í menningarstarfi Kópavogs en helsta forsenda þess var þörfin fyrir að þróa menningarstarfið í takti við nýja tíma og um leið að vera brautryðjendur á þeim vettvangi. Við töldum mikilvægt að leita nýrra leiða við að miðla menningu, listum og náttúruvísindum. Einn af útgangspunktunum var að leggja aukna áherslu á að efla fræðslu og upplifun barna í menningarhúsum Kópavogs. Forsenda þess að ráðast í þær breytingar var að stofna ekki til nýrra útgjalda heldur að hagræða í rekstri og forgangsraða fjármunum með öðrum hætti. Skemmst er að segja frá því að ekki náðist þverpólitísk samstaða um breytingarnar, minnihlutinn hafnaði breytingunum með gagnrýni sem að miklu leyti var byggð á misskilningi. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar og aðrir gestir munu sjá og upplifa þennan nýja undraheim er ég viss um að fæstir myndu vilja snúa þeim við. Við gerum börnum hátt undir höfði í þessu glæsilega rými sköpunar, leiks og næðis. Tengingin sem myndast á milli Náttúrufræðistofu og Bókasafnsins er öðruvísi, spennandi og áður óþekkt framsetning sem ég er sannfærð um að Kópavogsbúar og aðrir gestir muni kunna vel að meta. Saga Náttúrufræðistofu Náttúrufræðistofa Kópavogs var formlega stofnuð 3. desember árið 1983. Stofnun hennar má rekja til ákvörðunar bæjarstjórnar sjö árum áður um að festa kaup á safni Jóns Bogasonar á um annað hundruð tegunda hryggleysingja , sem Jón safnaði við hin ótrúlegustu skilyrði og á sér fáar hliðstæður. Í framhaldinu festi bærinn kaup á fuglasafni Hans Jörgensen og síðar var Halldór Pétursson svo rausnarlegur að færa bæjarbúum hluta af umfangsmiklu steinasafni sínu. Allir þessir gripir og fleiri til eru nú varðveittir í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þrátt fyrir að rúmir fjórir áratugir skilji að stofndag safnsins og daginn sem við fögnum nýrri opnun, þá er athyglisvert hve mikinn samhljóm er að finna í opnunarræðu fyrsta forstöðumanns safnsins, Árna Waag í desember 1983, við þær áherslur sem við erum að fanga með nýju upplifunarrými í dag: „Meginhlutverk Náttúrufræðistofu, auk hefðbundinna söfnunarstarfs og varðveislu er að standa fyrir almennri fræðslu um náttúrfræði og náttúrvernd með sýningum fyrirlesurum og vettvangsferðum.“ Um mikilvægi náins samstarfs við skóla bæjarins segir Árni:. „Raunhæf líffræðikennsla getur aldrei átt sér stað einungis innan veggja skólans. Von okkar er að nú geti líffræðikennarar fært kennslu sína nær náttúrunni með vettvangsferðum og heimsóknum í samstarfi við Náttúrufræðistofuna.“ Það er um leið svo sannarlega von okkar sem að þessu safni standa í dag. Ég óska bæjarbúum og landsmönnum öllum til hamingju með daginn. Hlakka til að sjá ykkur í dag! Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun