Farþegum fjölgaði og sætanýting um 85 prósent Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2024 11:18 Af þeim farþegum sem flugu með Play í apríl voru 30 prósent á leið frá Íslandi, 27 prósent voru á leið til Íslands og 43 prósent voru tengifarþegar. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti rúmlega 122 þúsund farþega í apríl 2024, sem er 19 prósent meira en í apríl á síðasta ári. Sætanýtingin í apríl 2024 var 85,1 prósent, sem er aukning frá apríl í fyrra þegar sætanýting var 80,8 prósent. Í tilkynningu frá Play segir að aukningin sé eftirtektarverð þegar litið sé til þess að aukning í framboðnum sætiskílómetrum hafi verið 16 prósent á milli ára og að páskarnir hafi verið í mars á þessu ári, en apríl í fyrra. „Af þeim farþegum sem flugu með Play í apríl voru 30% á leið frá Íslandi, 27% voru á leið til Íslands og 43% voru tengifarþegar (VIA). Stundvísi Play var með besta móti í aprílmánuði, eða 89,4%. Borgaráfangastaðir í Evrópu héldu áfram að mælast vel fyrir í leiðakerfi PLAY. London, Alicante, Kaupmannahöfn, París og Berlín voru með yfir 90% sætanýtingu. Nýr áfangastaður í apríl Play hóf miðasölu til Cardiff í Wales í aprílmánuði. Flugfélagið mun fljúga tvisvar í viku til Cardiff yfir sex vikna tímabil næstkomandi haust. Fyrsta flugið verður 10. október og síðasta flugið 20. nóvember. Það sem af er ári hefur Play kynnt fjóra nýja áfangastaði til viðbótar við Cardiff en þeir eru Madeira, Marrakesh, Vilníus og Split. Haft er eftir Einai Erni Ólafssyni, forstjóra félagsins, að það sé ánægjulegt að sjá þennan vöxt í farþegafjölda og sætanýtingu, sem sé til marks um aukið framboð og sterkari stöðu Play á erlendum mörkuðum. „Að ná þessum vexti samhliða 16% aukningu í framboðnum sætiskílómetrum er vel að verki staðið og sýnir að við erum á réttri leið og í góðri stöðu til að gera enn betur. Enn á ný státum við af frábærri stundvísi, 89,4%, sem er umfram markmið okkar um 85% stundvísi yfir allt árið. Við erum sem fyrr virkilega stolt af samstarfsfólki okkar sem nær að skila þessum frábæru tölum og ég er handviss um að áframhald verði á því. Við hjá Play bíðum spennt eftir sumarvertíðinni og erum staðráðin í að veita farþegum okkar frábæra þjónustu á góðu verði.“ Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Yfir milljón farþegar fyrstu fjóra mánuði ársins Heildarfjöldi farþega Icelandair var 307 þúsund í apríl, fjórum prósentum fleiri en í apríl 2023. Það sem af er ári hefur félagið flutt meira en eina milljón farþega. 6. maí 2024 17:36 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Í tilkynningu frá Play segir að aukningin sé eftirtektarverð þegar litið sé til þess að aukning í framboðnum sætiskílómetrum hafi verið 16 prósent á milli ára og að páskarnir hafi verið í mars á þessu ári, en apríl í fyrra. „Af þeim farþegum sem flugu með Play í apríl voru 30% á leið frá Íslandi, 27% voru á leið til Íslands og 43% voru tengifarþegar (VIA). Stundvísi Play var með besta móti í aprílmánuði, eða 89,4%. Borgaráfangastaðir í Evrópu héldu áfram að mælast vel fyrir í leiðakerfi PLAY. London, Alicante, Kaupmannahöfn, París og Berlín voru með yfir 90% sætanýtingu. Nýr áfangastaður í apríl Play hóf miðasölu til Cardiff í Wales í aprílmánuði. Flugfélagið mun fljúga tvisvar í viku til Cardiff yfir sex vikna tímabil næstkomandi haust. Fyrsta flugið verður 10. október og síðasta flugið 20. nóvember. Það sem af er ári hefur Play kynnt fjóra nýja áfangastaði til viðbótar við Cardiff en þeir eru Madeira, Marrakesh, Vilníus og Split. Haft er eftir Einai Erni Ólafssyni, forstjóra félagsins, að það sé ánægjulegt að sjá þennan vöxt í farþegafjölda og sætanýtingu, sem sé til marks um aukið framboð og sterkari stöðu Play á erlendum mörkuðum. „Að ná þessum vexti samhliða 16% aukningu í framboðnum sætiskílómetrum er vel að verki staðið og sýnir að við erum á réttri leið og í góðri stöðu til að gera enn betur. Enn á ný státum við af frábærri stundvísi, 89,4%, sem er umfram markmið okkar um 85% stundvísi yfir allt árið. Við erum sem fyrr virkilega stolt af samstarfsfólki okkar sem nær að skila þessum frábæru tölum og ég er handviss um að áframhald verði á því. Við hjá Play bíðum spennt eftir sumarvertíðinni og erum staðráðin í að veita farþegum okkar frábæra þjónustu á góðu verði.“
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Yfir milljón farþegar fyrstu fjóra mánuði ársins Heildarfjöldi farþega Icelandair var 307 þúsund í apríl, fjórum prósentum fleiri en í apríl 2023. Það sem af er ári hefur félagið flutt meira en eina milljón farþega. 6. maí 2024 17:36 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Yfir milljón farþegar fyrstu fjóra mánuði ársins Heildarfjöldi farþega Icelandair var 307 þúsund í apríl, fjórum prósentum fleiri en í apríl 2023. Það sem af er ári hefur félagið flutt meira en eina milljón farþega. 6. maí 2024 17:36