„Of mörg tilfelli sem hafa komið upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. maí 2024 08:00 Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður ÍTK. Vísir/Bjarni Hagsmunasamtök körfuknattleiksfélaga hér á landi, ÍTK, krefjast þess að bann verði sett við prentuðum auglýsingum á gólf íþróttahúsa. Slæm meiðsli lykilmanns í karlaliði Keflavíkur vegna slíkrar auglýsingar sé kornið sem fylli mælinn. „Þetta eru bara of mörg tilfelli sem hafa komið upp á undanförnum árum og við töldum að þetta væri komið gott. Það eru mjög mörg dæmi, bæði karla- og kvennamegin á undanförnum árum. Eitt tilfelli er of mörg tilfelli, það er bara þannig,“ segir Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks Toppkörfubolta, hagsmunasamtaka körfuknattleiksfélaga landsins. Kjartan þekkir sjálfur dæmi af bandarískum leikmanni sem kom til hans félags, Hauka, sem rann á auglýsingamerkingu á Ásvöllum og var úr leik áður en Íslandsmótið hófst. Dæmi má einnig taka af Pavel Ermolinskij sem reif lærvöðva í bikarúrslitaleik KR við Stjörnuna árið 2015. Þá rann hann um auglýsingu í Laugardalshöll. Auglýsingar má sjá prentaðar á gólf flestra íþróttahúsa landsins og hafa verið í áraraðir. Þær geta hins vegar skapað hættu fyrir leikmenn vegna þess að þær safna upp ryki hraðar en hinn almenni gólfflötur. „Það er alveg hægt að halda þessu góðu með því að þrífa þetta reglulega. Það hefur því miður ekki gengið nógu vel. Ég veit að félögin hafa reynt það en það hefur ekki gengið því þau gleyma að þrífa þetta. Svo er æfing og einhver rennur á þessu. Vegna þess að þetta safnar upp meiri ryki heldur en parketið,“ segir Kjartan. Tekjur sem félög njóti af auglýsingum sem þessum séu óverulegar en þó misjafnar. Unnt sé að setja öryggi leikmanna ofar örfáum þúsundköllum. „Félögin gera þetta með mismunandi hætti. Sum hafa dregið mikið úr þessu og komin með LED [skilti] á vellina. Önnur eru enn með margar auglýsingar á völlunum. Fyrir okkur er mikilvægt að við náum að ramma þetta betur inn, að koma LED-skiltum sem víðast á móttsstað. Það er held ég framtíðin,“ segir Kjartan. Handboltalið spila víða á sömu völlum og körfuboltalið landsins og því ljóst að handboltahreyfingin þyrfti að vera með körfuboltanum í liði eigi að takast að útrýma auglýsingunum. Fyrst þurfi hins vegar að samþykkja reglubreytinguna hjá KKÍ. „En fyrst þarf þetta að fara fyrir KKÍ og þau að ákveða þetta. En við frá félögunum leggjum þetta til, að við hættum að vera með auglýsingar á völlunum,“ segir Kjartan. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. KKÍ Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Sjá meira
„Þetta eru bara of mörg tilfelli sem hafa komið upp á undanförnum árum og við töldum að þetta væri komið gott. Það eru mjög mörg dæmi, bæði karla- og kvennamegin á undanförnum árum. Eitt tilfelli er of mörg tilfelli, það er bara þannig,“ segir Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks Toppkörfubolta, hagsmunasamtaka körfuknattleiksfélaga landsins. Kjartan þekkir sjálfur dæmi af bandarískum leikmanni sem kom til hans félags, Hauka, sem rann á auglýsingamerkingu á Ásvöllum og var úr leik áður en Íslandsmótið hófst. Dæmi má einnig taka af Pavel Ermolinskij sem reif lærvöðva í bikarúrslitaleik KR við Stjörnuna árið 2015. Þá rann hann um auglýsingu í Laugardalshöll. Auglýsingar má sjá prentaðar á gólf flestra íþróttahúsa landsins og hafa verið í áraraðir. Þær geta hins vegar skapað hættu fyrir leikmenn vegna þess að þær safna upp ryki hraðar en hinn almenni gólfflötur. „Það er alveg hægt að halda þessu góðu með því að þrífa þetta reglulega. Það hefur því miður ekki gengið nógu vel. Ég veit að félögin hafa reynt það en það hefur ekki gengið því þau gleyma að þrífa þetta. Svo er æfing og einhver rennur á þessu. Vegna þess að þetta safnar upp meiri ryki heldur en parketið,“ segir Kjartan. Tekjur sem félög njóti af auglýsingum sem þessum séu óverulegar en þó misjafnar. Unnt sé að setja öryggi leikmanna ofar örfáum þúsundköllum. „Félögin gera þetta með mismunandi hætti. Sum hafa dregið mikið úr þessu og komin með LED [skilti] á vellina. Önnur eru enn með margar auglýsingar á völlunum. Fyrir okkur er mikilvægt að við náum að ramma þetta betur inn, að koma LED-skiltum sem víðast á móttsstað. Það er held ég framtíðin,“ segir Kjartan. Handboltalið spila víða á sömu völlum og körfuboltalið landsins og því ljóst að handboltahreyfingin þyrfti að vera með körfuboltanum í liði eigi að takast að útrýma auglýsingunum. Fyrst þurfi hins vegar að samþykkja reglubreytinguna hjá KKÍ. „En fyrst þarf þetta að fara fyrir KKÍ og þau að ákveða þetta. En við frá félögunum leggjum þetta til, að við hættum að vera með auglýsingar á völlunum,“ segir Kjartan. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
KKÍ Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Sjá meira