Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum í fyrsta sinn í tuttugu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 15:30 Grindavík er í fyrsta sinn í undanúrslitunum frá árinu 2017 en Njarðvíkingar hafa ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í átján ár. Vísir/Diego Njarðvík varð í gær fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta sem hefjast síðan strax á mánudagskvöldið. Njarðvík bættist þar í hóp með Grindavík, Val og Keflavík sem höfðu áður unnið sín einvígi í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar kláruðu fyrsta fyrir viku síðan en Valsmenn bættust í hópinn á mánudaginn og svo Keflvíkingar á þriðjudagskvöldið. Þetta þýðir jafnframt að þrjú af liðunum fjórum sem standa eftir koma af Suðurnesjunum þótt eitt þeirra spili vissulega heimaleiki sína í Smáranum í Kópavogi. Suðurnesjaliðin eignuðu sér íslenskan körfubolta í lok síðustu aldar og byrjun þessarar en það hefur ekki gengið eins vel hjá þeim undanfarna áratugi. Þetta er þannig í fyrsta sinn í tuttugu ár þar sem þrjú Suðurnesjalið eru í undanúrslitum úrslitakeppninnar eða í fyrsta skipti síðan vorið 2004. Þrjú Suðurnesjalið voru átta sinnum í undanúrslitum á tíu árum frá 1994 til 2004 en undanfarna tvo áratugi höfðu þau ekki verið öll í undanúrslitunum. Frá árinu 2017 höfðu sem dæmdi aldrei verið fleiri en eitt Suðurnesjalið í undanúrslitum og aðeins tvisvar frá og með árinu 2011 höfðu Suðurnesin átt helming liðanna í undanúrslitunum. Grindvíkingar voru síðastir Suðurnesjaliðanna til að vinna titilinn en það var fyrir ellefu árum (2013). Það eru aftur á móti sextán ár síðan Keflavík vann titilinn (2008) og átján ár síðan að Njarðvíkingar fóru með Íslandsmeistaratitilinn í Ljónagryfjuna. Frá 1981 til 2008 þá unnu Suðurnesjaliðin 23 af 28 Íslandsmeistaratitlum en frá og með árinu 2009 hafa þau aðeins unnið tvo af fjórtán Íslandsmeistaratitlum. Nú er bara að sjá hvort það verið breyting á því í vor en fjögur efstu lið deildarkeppninnar eru komin í undanúrslitin og það er von á jafnri og spennandi baráttu. Pétur Ingvarsson og Remy Martin fagna bikarmeistaratitlinum á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík) með Val 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR - Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum 2017 (Keflavík og Grindavík) 2014 (Grindavík og Njarðvík) 2010 (Keflavík og Njarðvík) 2009 (Keflavík og Grindavík) 2008 (Keflavík og Grindavík) 2007 (Njarðvík og Grindavík) 2006 (Keflavík og Njarðvík) 2001 (Njarðvík og Keflavík) 2000 (Njarðvík og Grindavík) 1998 (Njarðvík og Keflavík) 1993 (Keflavík og Grindavík) 1992 (Njarðvík og Keflavík) 1989 (Njarðvík og Keflavík) 1988 (Njarðvík og Keflavík) 1987 (Njarðvík og Keflavík) 1986 (Njarðvík og Keflavík) Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Fleiri fréttir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Sjá meira
Njarðvík bættist þar í hóp með Grindavík, Val og Keflavík sem höfðu áður unnið sín einvígi í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar kláruðu fyrsta fyrir viku síðan en Valsmenn bættust í hópinn á mánudaginn og svo Keflvíkingar á þriðjudagskvöldið. Þetta þýðir jafnframt að þrjú af liðunum fjórum sem standa eftir koma af Suðurnesjunum þótt eitt þeirra spili vissulega heimaleiki sína í Smáranum í Kópavogi. Suðurnesjaliðin eignuðu sér íslenskan körfubolta í lok síðustu aldar og byrjun þessarar en það hefur ekki gengið eins vel hjá þeim undanfarna áratugi. Þetta er þannig í fyrsta sinn í tuttugu ár þar sem þrjú Suðurnesjalið eru í undanúrslitum úrslitakeppninnar eða í fyrsta skipti síðan vorið 2004. Þrjú Suðurnesjalið voru átta sinnum í undanúrslitum á tíu árum frá 1994 til 2004 en undanfarna tvo áratugi höfðu þau ekki verið öll í undanúrslitunum. Frá árinu 2017 höfðu sem dæmdi aldrei verið fleiri en eitt Suðurnesjalið í undanúrslitum og aðeins tvisvar frá og með árinu 2011 höfðu Suðurnesin átt helming liðanna í undanúrslitunum. Grindvíkingar voru síðastir Suðurnesjaliðanna til að vinna titilinn en það var fyrir ellefu árum (2013). Það eru aftur á móti sextán ár síðan Keflavík vann titilinn (2008) og átján ár síðan að Njarðvíkingar fóru með Íslandsmeistaratitilinn í Ljónagryfjuna. Frá 1981 til 2008 þá unnu Suðurnesjaliðin 23 af 28 Íslandsmeistaratitlum en frá og með árinu 2009 hafa þau aðeins unnið tvo af fjórtán Íslandsmeistaratitlum. Nú er bara að sjá hvort það verið breyting á því í vor en fjögur efstu lið deildarkeppninnar eru komin í undanúrslitin og það er von á jafnri og spennandi baráttu. Pétur Ingvarsson og Remy Martin fagna bikarmeistaratitlinum á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík) með Val 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR - Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum 2017 (Keflavík og Grindavík) 2014 (Grindavík og Njarðvík) 2010 (Keflavík og Njarðvík) 2009 (Keflavík og Grindavík) 2008 (Keflavík og Grindavík) 2007 (Njarðvík og Grindavík) 2006 (Keflavík og Njarðvík) 2001 (Njarðvík og Keflavík) 2000 (Njarðvík og Grindavík) 1998 (Njarðvík og Keflavík) 1993 (Keflavík og Grindavík) 1992 (Njarðvík og Keflavík) 1989 (Njarðvík og Keflavík) 1988 (Njarðvík og Keflavík) 1987 (Njarðvík og Keflavík) 1986 (Njarðvík og Keflavík)
Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík) með Val 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR - Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum 2017 (Keflavík og Grindavík) 2014 (Grindavík og Njarðvík) 2010 (Keflavík og Njarðvík) 2009 (Keflavík og Grindavík) 2008 (Keflavík og Grindavík) 2007 (Njarðvík og Grindavík) 2006 (Keflavík og Njarðvík) 2001 (Njarðvík og Keflavík) 2000 (Njarðvík og Grindavík) 1998 (Njarðvík og Keflavík) 1993 (Keflavík og Grindavík) 1992 (Njarðvík og Keflavík) 1989 (Njarðvík og Keflavík) 1988 (Njarðvík og Keflavík) 1987 (Njarðvík og Keflavík) 1986 (Njarðvík og Keflavík)
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Fleiri fréttir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Sjá meira