„Þetta einvígi er bara rétt að byrja“ Hinrik Wöhler skrifar 24. apríl 2024 22:41 Gunnar Magnússon fer ekki fram úr sér þrátt fyrir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Afturelding vann þriggja marka sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Mosfellinga, var eðlilega ánægður með sína menn. „Ótrúlega sætur sigur og mér fannst við bara frábærir í kvöld. Frábær liðsheild og munar um markvörsluna frá Jovan [Kukobat] en við náum að rúlla þannig á liðinu að við höfðum orkuna í lokin, síðustu tíu, til að klára. Við náðum að hlaupa með þeim og réðum við tempóið hjá þeim. Við gerðum þetta virkilega vel og vorum frábærir í kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Mosfellingar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu fimmtán mínútunum í síðari hálfleik. „Þetta eru kaflaskiptir leikir, bæði lið duttu niður. Bæði vörn og sókn detta aðeins niður, við misstum aðeins tempóið og flæðið. Björgvin [Páll Gústavsson] varði einhverja bolta í leiðinni en ég tók leikhlé og við náðum að snúa þessu við og koma til baka. Þetta er bara eins og leikurinn við Val um daginn, þetta eru rosalegir kaflaskiptir leikir. Þetta er það hraður leikur hjá þeim en er fljótt að breytast og við höfðum bara orkustigið síðustu fimmtán til að klára þetta.“ Jovan Kukobat kom inn á eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og reyndist hetja Aftureldingar í kvöld en markvörðurinn var með rúmlega 50% markvörslu í leiknum. „Jovan var frábær, hann vann leikinn fyrir okkur. Bara frábært að fá svona markvörslu og hjálpar það auðvitað. Sýnir bara hvað liðsheildin okkar er sterk, við erum með Binna [Brynjar Vigni Sigurjónsson] og erum með Jovan. Binni var frábær í síðasta leik og Jovan kemur núna. Við erum með frábært teymi,“ sagði Gunnar um markvarðateymi Aftureldingar. Jovan Kukobat átti hörkuleik í markinu.Vísir/Hulda Margrét Næsti leikur er eftir átta daga, þann 2. maí, í N1-höllinni við Hlíðarenda. Gunnar býst við að mæta Valsmönnum í hefndarhug. „Við reiknum með Valsmönnum dýrvitlausum og þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Við erum að fara í Valsheimilið og það er bara 1-0, þetta einvígi er bara rétt að byrja og áfram gakk. Við kætumst í kvöld en við höfum núna átta daga í næsta leik og bara undirbúa okkur vel fyrir það, við vitum alveg hvað bíður okkar í Valsheimilinu,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
„Ótrúlega sætur sigur og mér fannst við bara frábærir í kvöld. Frábær liðsheild og munar um markvörsluna frá Jovan [Kukobat] en við náum að rúlla þannig á liðinu að við höfðum orkuna í lokin, síðustu tíu, til að klára. Við náðum að hlaupa með þeim og réðum við tempóið hjá þeim. Við gerðum þetta virkilega vel og vorum frábærir í kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Mosfellingar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu fimmtán mínútunum í síðari hálfleik. „Þetta eru kaflaskiptir leikir, bæði lið duttu niður. Bæði vörn og sókn detta aðeins niður, við misstum aðeins tempóið og flæðið. Björgvin [Páll Gústavsson] varði einhverja bolta í leiðinni en ég tók leikhlé og við náðum að snúa þessu við og koma til baka. Þetta er bara eins og leikurinn við Val um daginn, þetta eru rosalegir kaflaskiptir leikir. Þetta er það hraður leikur hjá þeim en er fljótt að breytast og við höfðum bara orkustigið síðustu fimmtán til að klára þetta.“ Jovan Kukobat kom inn á eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og reyndist hetja Aftureldingar í kvöld en markvörðurinn var með rúmlega 50% markvörslu í leiknum. „Jovan var frábær, hann vann leikinn fyrir okkur. Bara frábært að fá svona markvörslu og hjálpar það auðvitað. Sýnir bara hvað liðsheildin okkar er sterk, við erum með Binna [Brynjar Vigni Sigurjónsson] og erum með Jovan. Binni var frábær í síðasta leik og Jovan kemur núna. Við erum með frábært teymi,“ sagði Gunnar um markvarðateymi Aftureldingar. Jovan Kukobat átti hörkuleik í markinu.Vísir/Hulda Margrét Næsti leikur er eftir átta daga, þann 2. maí, í N1-höllinni við Hlíðarenda. Gunnar býst við að mæta Valsmönnum í hefndarhug. „Við reiknum með Valsmönnum dýrvitlausum og þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Við erum að fara í Valsheimilið og það er bara 1-0, þetta einvígi er bara rétt að byrja og áfram gakk. Við kætumst í kvöld en við höfum núna átta daga í næsta leik og bara undirbúa okkur vel fyrir það, við vitum alveg hvað bíður okkar í Valsheimilinu,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni