Hæstiréttur sker úr um hvort taka hafi mátt bjór úr hillum Árni Sæberg skrifar 24. apríl 2024 16:50 Hart er barist um pláss í þessum kæli. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á beiðni áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. um áfrýjunarleyfi í máli þess á hendur ÁTVR. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi mátt taka tvær tegundir af bjór úr hillum vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra. Málið snýst um ákvörðun ÁTVR um að taka bjórtegundirnar Faxe Witbier og Faxe IPA úr sölu vegna þess að þeir næðu ekki inn á lista yfir þá fimmtíu bjóra í flokknum annar bjór sem hafa mesta framlegð. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að ÁTVR hefði ekki verið heimilt að miða við framlegð við úthlutun á hilluplássi vegna skorts á lagaheimild til þess. Miða hefði átt við eftirspurn, líkt og segir í lögum. Landsréttur taldi aftur á móti að lögunum væri ætlað að hrófla við þeirri áralöngu tilhögun að miða árangursviðmið um vöruval við framlegð. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Dista hafi byggt á því að á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi en í því reyni á inntak og umfang krafna um lagaáskilnað við takmörkun á atvinnufrelsi. Þá reyni á heimild stjórnvalda til að setja efnisreglu í reglugerð, sem ekki sé mælt fyrir um í lögum og byggja á henni við töku íþyngjandi ákvarðana. Dista vísi einnig til þess að í málinu reyni á margþætt álitaefni um lögskýringu og að dómurinn sé bersýnilega rangur í þessu tilliti. Dista bendi á að skoða verði forsögu ákvæðis laga um verslun með áfengi og tóbak með hliðsjón af niðurstöðu EFTA-dómstólsins í tilteknu máli, en ákvæðinu hafi verið breytt með breytingarlögum árið 2014 í kjölfar þess dóms. Þá þurfi einnig að líta til tiltekins ákvæðis EES samningsins við túlkun ákvæðisins. Að lokum bendi Dista á að staðhæft sé í dómi Landsréttar, án rökstuðnings, að viðmið um framlegð sé betur til þess fallið en viðmið um eftirspurn að ná ýmsum markmiðum stjórnvalda. Að virtum gögnum málsins telji Hæstiréttur að málið geti haft fordæmisgildi, meðal annars um túlkun laga um verslun með áfengi og tóbak. Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Málið snýst um ákvörðun ÁTVR um að taka bjórtegundirnar Faxe Witbier og Faxe IPA úr sölu vegna þess að þeir næðu ekki inn á lista yfir þá fimmtíu bjóra í flokknum annar bjór sem hafa mesta framlegð. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að ÁTVR hefði ekki verið heimilt að miða við framlegð við úthlutun á hilluplássi vegna skorts á lagaheimild til þess. Miða hefði átt við eftirspurn, líkt og segir í lögum. Landsréttur taldi aftur á móti að lögunum væri ætlað að hrófla við þeirri áralöngu tilhögun að miða árangursviðmið um vöruval við framlegð. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Dista hafi byggt á því að á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi en í því reyni á inntak og umfang krafna um lagaáskilnað við takmörkun á atvinnufrelsi. Þá reyni á heimild stjórnvalda til að setja efnisreglu í reglugerð, sem ekki sé mælt fyrir um í lögum og byggja á henni við töku íþyngjandi ákvarðana. Dista vísi einnig til þess að í málinu reyni á margþætt álitaefni um lögskýringu og að dómurinn sé bersýnilega rangur í þessu tilliti. Dista bendi á að skoða verði forsögu ákvæðis laga um verslun með áfengi og tóbak með hliðsjón af niðurstöðu EFTA-dómstólsins í tilteknu máli, en ákvæðinu hafi verið breytt með breytingarlögum árið 2014 í kjölfar þess dóms. Þá þurfi einnig að líta til tiltekins ákvæðis EES samningsins við túlkun ákvæðisins. Að lokum bendi Dista á að staðhæft sé í dómi Landsréttar, án rökstuðnings, að viðmið um framlegð sé betur til þess fallið en viðmið um eftirspurn að ná ýmsum markmiðum stjórnvalda. Að virtum gögnum málsins telji Hæstiréttur að málið geti haft fordæmisgildi, meðal annars um túlkun laga um verslun með áfengi og tóbak.
Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05