Hæstiréttur sker úr um hvort taka hafi mátt bjór úr hillum Árni Sæberg skrifar 24. apríl 2024 16:50 Hart er barist um pláss í þessum kæli. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á beiðni áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. um áfrýjunarleyfi í máli þess á hendur ÁTVR. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi mátt taka tvær tegundir af bjór úr hillum vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra. Málið snýst um ákvörðun ÁTVR um að taka bjórtegundirnar Faxe Witbier og Faxe IPA úr sölu vegna þess að þeir næðu ekki inn á lista yfir þá fimmtíu bjóra í flokknum annar bjór sem hafa mesta framlegð. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að ÁTVR hefði ekki verið heimilt að miða við framlegð við úthlutun á hilluplássi vegna skorts á lagaheimild til þess. Miða hefði átt við eftirspurn, líkt og segir í lögum. Landsréttur taldi aftur á móti að lögunum væri ætlað að hrófla við þeirri áralöngu tilhögun að miða árangursviðmið um vöruval við framlegð. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Dista hafi byggt á því að á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi en í því reyni á inntak og umfang krafna um lagaáskilnað við takmörkun á atvinnufrelsi. Þá reyni á heimild stjórnvalda til að setja efnisreglu í reglugerð, sem ekki sé mælt fyrir um í lögum og byggja á henni við töku íþyngjandi ákvarðana. Dista vísi einnig til þess að í málinu reyni á margþætt álitaefni um lögskýringu og að dómurinn sé bersýnilega rangur í þessu tilliti. Dista bendi á að skoða verði forsögu ákvæðis laga um verslun með áfengi og tóbak með hliðsjón af niðurstöðu EFTA-dómstólsins í tilteknu máli, en ákvæðinu hafi verið breytt með breytingarlögum árið 2014 í kjölfar þess dóms. Þá þurfi einnig að líta til tiltekins ákvæðis EES samningsins við túlkun ákvæðisins. Að lokum bendi Dista á að staðhæft sé í dómi Landsréttar, án rökstuðnings, að viðmið um framlegð sé betur til þess fallið en viðmið um eftirspurn að ná ýmsum markmiðum stjórnvalda. Að virtum gögnum málsins telji Hæstiréttur að málið geti haft fordæmisgildi, meðal annars um túlkun laga um verslun með áfengi og tóbak. Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Málið snýst um ákvörðun ÁTVR um að taka bjórtegundirnar Faxe Witbier og Faxe IPA úr sölu vegna þess að þeir næðu ekki inn á lista yfir þá fimmtíu bjóra í flokknum annar bjór sem hafa mesta framlegð. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að ÁTVR hefði ekki verið heimilt að miða við framlegð við úthlutun á hilluplássi vegna skorts á lagaheimild til þess. Miða hefði átt við eftirspurn, líkt og segir í lögum. Landsréttur taldi aftur á móti að lögunum væri ætlað að hrófla við þeirri áralöngu tilhögun að miða árangursviðmið um vöruval við framlegð. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Dista hafi byggt á því að á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi en í því reyni á inntak og umfang krafna um lagaáskilnað við takmörkun á atvinnufrelsi. Þá reyni á heimild stjórnvalda til að setja efnisreglu í reglugerð, sem ekki sé mælt fyrir um í lögum og byggja á henni við töku íþyngjandi ákvarðana. Dista vísi einnig til þess að í málinu reyni á margþætt álitaefni um lögskýringu og að dómurinn sé bersýnilega rangur í þessu tilliti. Dista bendi á að skoða verði forsögu ákvæðis laga um verslun með áfengi og tóbak með hliðsjón af niðurstöðu EFTA-dómstólsins í tilteknu máli, en ákvæðinu hafi verið breytt með breytingarlögum árið 2014 í kjölfar þess dóms. Þá þurfi einnig að líta til tiltekins ákvæðis EES samningsins við túlkun ákvæðisins. Að lokum bendi Dista á að staðhæft sé í dómi Landsréttar, án rökstuðnings, að viðmið um framlegð sé betur til þess fallið en viðmið um eftirspurn að ná ýmsum markmiðum stjórnvalda. Að virtum gögnum málsins telji Hæstiréttur að málið geti haft fordæmisgildi, meðal annars um túlkun laga um verslun með áfengi og tóbak.
Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05