Árs bann fyrir árás á eftirlitsmann og þjálfarinn fékk líka bann Sindri Sverrisson skrifar 23. apríl 2024 11:30 Eftirlitsmaður leiksins féll í gólfið eftir að einn af leikmönnum Nexe ruddi honum niður. Skjáskot/Youtube Króatíska handknattleikssambandið hefur ákveðið að úrskurða Slóvenann Marko Bezjak í tólf mánaða bann vegna árásar hans á eftirlitsmann í toppslag Nexe og Zagreb í efstu deild Króatíu í handbolta, fyrr í þessum mánuði. Bezjak, sem spilar með Nexe, gekk harkalega utan í eftirlitsmanninn við hliðarlínuna þannig að hann féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. Nexe-mönnum var heitt í hamsi vegna dómgæslunnar en upp úr sauð rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, þegar staðan var 16-9 fyrir Zagreb. Nexe hafði þá skorað mark úr hraðaupphlaupi en dómararnir voru búnir að dæma vítakast og tveggja mínútna brottvísun á leikmann Zagreb. Vítakastið var hins vegar aldrei tekið og leikurinn flautaður af vegna látanna sem fylgdu í kjölfarið. Bezjak hefur nú fengið eins árs bann og er það langþyngsti dómurinn vegna málsins. Þjálfarinn þekkti Veselin Vujovic, sem tók við Nexe í febrúar, fékk þriggja mánaða bann. Í gær var hins vegar tilkynnt að hann væri hættur sem þjálfari Nexe, eftir óvænt tap gegn RK Porec sem gerir að verkum að Nexe gæti endað í 3. sæti deildarinnar. Kreso Ivankovic, sem var aðstoðarþjálfari, mun stýra Nexe í síðsutu tveimur leikjum liðsins í deildinni og í undanúrslitum og mögulega úrslitaleik bikarkeppninnar. Andraz Velkavrh, leikmaður Nexe, fékk fjögurra leikja bann fyrir sinn þátt í látunum í leiknum við Zagreb. Félaginu sjálfu, Nexe, var hins vegar aðeins frefsað með 4.000 evru sekt, eða um 600.000 króna sekt, en ekki með stigafrádrætti. Liðinu var hins vegar dæmt 10-0 tap í leiknum við Zagreb sem aldrei var kláraður. Handbolti Tengdar fréttir Ruddi niður eftirlitsmanni sem endaði á sjúkrahúsi Hætta þurfti toppslag Nexe og Zagreb í króatísku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að einn af leikmönnum Nexe gekk harkalega utan í eftirlitsmann leiksins sem féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. 8. apríl 2024 11:32 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Bezjak, sem spilar með Nexe, gekk harkalega utan í eftirlitsmanninn við hliðarlínuna þannig að hann féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. Nexe-mönnum var heitt í hamsi vegna dómgæslunnar en upp úr sauð rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, þegar staðan var 16-9 fyrir Zagreb. Nexe hafði þá skorað mark úr hraðaupphlaupi en dómararnir voru búnir að dæma vítakast og tveggja mínútna brottvísun á leikmann Zagreb. Vítakastið var hins vegar aldrei tekið og leikurinn flautaður af vegna látanna sem fylgdu í kjölfarið. Bezjak hefur nú fengið eins árs bann og er það langþyngsti dómurinn vegna málsins. Þjálfarinn þekkti Veselin Vujovic, sem tók við Nexe í febrúar, fékk þriggja mánaða bann. Í gær var hins vegar tilkynnt að hann væri hættur sem þjálfari Nexe, eftir óvænt tap gegn RK Porec sem gerir að verkum að Nexe gæti endað í 3. sæti deildarinnar. Kreso Ivankovic, sem var aðstoðarþjálfari, mun stýra Nexe í síðsutu tveimur leikjum liðsins í deildinni og í undanúrslitum og mögulega úrslitaleik bikarkeppninnar. Andraz Velkavrh, leikmaður Nexe, fékk fjögurra leikja bann fyrir sinn þátt í látunum í leiknum við Zagreb. Félaginu sjálfu, Nexe, var hins vegar aðeins frefsað með 4.000 evru sekt, eða um 600.000 króna sekt, en ekki með stigafrádrætti. Liðinu var hins vegar dæmt 10-0 tap í leiknum við Zagreb sem aldrei var kláraður.
Handbolti Tengdar fréttir Ruddi niður eftirlitsmanni sem endaði á sjúkrahúsi Hætta þurfti toppslag Nexe og Zagreb í króatísku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að einn af leikmönnum Nexe gekk harkalega utan í eftirlitsmann leiksins sem féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. 8. apríl 2024 11:32 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Ruddi niður eftirlitsmanni sem endaði á sjúkrahúsi Hætta þurfti toppslag Nexe og Zagreb í króatísku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að einn af leikmönnum Nexe gekk harkalega utan í eftirlitsmann leiksins sem féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. 8. apríl 2024 11:32